Er eitthvað vit í vitleysunni hjá mér eða er þetta bara fáránlega fyndið?


DoofuZ skrifaði:Er eitthvað vit í vitleysunni hjá mér eða er þetta bara fáránlega fyndið?

andribolla skrifaði:það eru til fjöltengi sem eru með einni innstungu sem slekkur á öllum hinum. þannig að ef þu værir með tölvuna þina i sambandi i þeim tengli a fjöltenginu þá slekkur hun á afgangnum á þvi þegar þu slekkur a tölvuni. fæst í byko.
supergravity skrifaði:Hvað græðiru á því að færa powertakkann á tölvunni um 2-3 metra?
Annars er ein hugmynd að fá sér langt prik t.d.
Zorglub skrifaði:Einfaldast væri að kaupa eða setja saman delay box á straumrásina þannig að það slökkvi eftir valinn tíma eftir að ýtt er á takkann.
Framlengja svo on/off takkann á tölvunni að boxinu/fjöltenginu eða nota músina/lyklaborðið til að slökkva. Stillir svo í bios að það kvikni á tölvunni við að fá straum.
Zorglub skrifaði:He he það er náttúrulega allt hægt, bara spurning hvað það má kosta![]()
Þú ættir að byrja á að hoppa inn í bios og athuga hvað möguleika þú hefur, á flestum borðum hefurðu val undir power management hvað tölvan gerir þegar henni er stungið í samband, velur að hún ræsi sig og þá kviknar alltaf á henni þegar þú kveikir á fjöltenginu
DoofuZ skrifaði:Ég var að spá, er nokkuð til svona fjöltengi sem getur kveikt á tölvu sem er tengd við það og slökkt svo á henni þegar maður slekkur á því með takka? Ég veit að það er freeeeeekar hæpið, en það ætti alveg að vera hægt að útbúa svoleiðis ef það er ekki til, right? Bara t.d. tengja power switch snúruna frá móðurborðinu útum gat aftaná tölvunni og þaðan yfirí fjöltengið þannig að þegar kveikt væri á því þá myndi það kveikja á tölvunni í leiðinni. Og svo þegar maður myndi slökkva á fjöltenginu þá myndi það gefa straumsignal tilbaka í tölvuna eins og þegar maður ýtir á power takkann þannig að hún myndi slökkva á sér og svo myndi fjöltengið bara slökkva alveg á sér þegar tölvan myndi hætta að biðja um straum eða bara eftir mínútu eða eitthvað svoleiðis. Ég er aðallega að spá í þetta varðandi svona sjónvarpstölvu, svona hámark letinnar![]()
Er eitthvað vit í vitleysunni hjá mér eða er þetta bara fáránlega fyndið?
CendenZ skrifaði:ég nota bara fjarstýringuna.
