Síða 2 af 2

Re:

Sent: Sun 13. Apr 2014 23:54
af Elisviktor
Skippo skrifaði:Ég er ekki að setja út á einn eða neinn. Eingöngu að velta því fyrir mér hvort það hafi einhver prófað að sleppa dælunni. Það er eðlisfræðileg villa í greininni varðandi kælingu án dælu.

1. þá þarf vökvinn ekki að sjóða (það sýður jú á vélum ef vatnsdælan bilar en það er oftast nóg að taka vatnslásinn úr, tengja framhjá vatnsdælunni, ef þess þarf og þá kælir vélin sig).

2. Þá myndi ég hafa hæðarbox á túrnum (kælivökvinn á köldu hliðinni) til að halda þrýstingi á kerfinu. Það gæti þýtt að maður þurfi að bæta vatni á kerfið endrum og eins vegna uppgufunar.

Alveg pottþétt að þetta virkar. Ef ég framtakssamast og læt verða af því að smíða svona system fáið þið rapport.


Til hvers að sleppa dælunni samt? það er ástæða fyrir því að í dag er vatnsdæla í öllum bílum í dag. Veit að þetta er hægt en get lofað þér því, án þess að fara út í einhverjar tilraunir að það er gríðalegur munur á kælingu með og án dælu. Og ef rökin hjá þér eru rafmagnskostnaður þá kostar örugglega örfáa hundraðkalla á ári að halda svona lítilli dælu í gangi.

Re:

Sent: Sun 13. Apr 2014 23:59
af jonsig
Fat skrifaði:alltof mikið að borga 4500-5500 fyrir littla 72 l/h dælu. síðan eru 72 l/h of lítið flæði, dugir rétt svo að keyra eina littla kæliblokk með 1/4 tommu fittings. Veistu nokkuð hve háan mótþrýstinh hún ræður við?

Dælan sem ég á sem ég keypti frá USA er af gerðinni Swiftech mcp600 og kostaði hún mig 5000 kr með vaski og öllu. hún dælir 700 l/h en hún er svo þétt þ.e. ræður við mótþrýsting uppá 3,2 metra og er hún því að tröllríða öðrum dælum í afköstum svo sem 1200 lítra dælunni frá waterchill og eheim 1048.


Það er hægt að treysta eheim , að þær virki dag og nótt í jafnvel tugi ára .Amk eru þær lofsungnar í fiskabúrageiranum .

Re: Vatnsdælur til Sölu

Sent: Mán 14. Apr 2014 00:11
af arons4
Þið eru allir vitlausir, kæligeta vatnskælingar kemur dælunni lítið sem ekkert við. Munurinn á heitasta og kaldasta partinum í loopunni eru innan við 1°C í langflestum tilfellum. Eina sem dælan þarf að gera er að ráða við mótþrýstinginn, halda vatninu á hreyfingu og umfram allt að halda kjafti.

Ef vatnskæling kælir ekki nóg er vandinn í flestum tilfellum á vatnskassanum eða blokkinni.

Re: Vatnsdælur til Sölu

Sent: Mán 14. Apr 2014 02:48
af AndriKarl
Þetta er 10 ára gamall þráður....

Re: Vatnsdælur til Sölu

Sent: Þri 15. Apr 2014 23:54
af Skippo
Ha ha ha.

Frábært ég fékk tölvupóst út af 10 ára gömlu svari, ekki nema von að ég myndi lítið eftir því að hafa skrifað þetta 15. apríl, sem var reyndar í gær, árið er 2004. Alveg HELLAÐ.

Re: Vatnsdælur til Sölu

Sent: Mið 16. Apr 2014 00:18
af Stuffz
vá ég var með allt annað í huga þegar ég sá titilinn :lol:

http://www.snerpa.is/net/isl/vatnsdae.htm