Síða 1 af 1

Setja GPU í samband við PWR FAN

Sent: Þri 02. Jan 2007 17:55
af Harvest
Daginn

Langaði að forvitnast hvort það væri ekki í lagi að stinga GPU viftunni í PWR fan tengið á móðurborðinu... ég get ekki séð neitt viftu GPU á móðurborðinu og var þessvegna að pæla í að gera þetta bara svona.

Er þetta ekki í lagi?

Sent: Þri 02. Jan 2007 18:42
af @Arinn@
Ertu með stock kælingu ? Á mörgum kælingum sem þú kaupir útí búð þarftu að tengja í móðurborðið.

Sent: Þri 02. Jan 2007 19:50
af Ripper
Þetta gæti verið vandamál þar sem viftan snýst bara á ákveðnum hraða en fer ekki á hærri snúning þegar skjákortið fer að hitna meira.

Sent: Þri 02. Jan 2007 19:57
af @Arinn@
Spurning um að tengja bara í og fylgjast með viftunni og ef það kvikknar ekki á henni strax þá slekkuru á aflgjafanum strax þá sérðu að það virkar ekki..... ætti að vera í lagi að gera þetta í 2 sec en ekki gera það fyrr en einhver vitrari en ég hér inná samþykki þetta.

Sent: Þri 02. Jan 2007 22:09
af Harvest
Já held að ég tengi ekki kortið í þetta.... ætla frekar að setja kassaviftu í þetta.

Vitiði nokkuð hvort það sé til svona fjöltengi fyrir viftur? Þannig að ég gæti t.d. tengt 2 í þetta eina tengi?

Sent: Þri 02. Jan 2007 22:59
af ManiO
Harvest skrifaði:Já held að ég tengi ekki kortið í þetta.... ætla frekar að setja kassaviftu í þetta.

Vitiði nokkuð hvort það sé til svona fjöltengi fyrir viftur? Þannig að ég gæti t.d. tengt 2 í þetta eina tengi?


Sumar viftur eru með molex tengi, ætti að vera lítið mál að rigga því.

Sent: Mið 03. Jan 2007 05:25
af gnarr
ég keyrði 9700pro overclockað uppí 9800pro hraða með stock kælingu, algjörlega viftulaust í 2 ár. Ég mæli als ekki með því á þessum nýju kortum, en Það þarf ekkert að hræðast þótt viftan fari ekki í gang í einni tilraun. Sérstaklega ef þú setur kortið ekki í neina þunga vinnslu á meðan.

Sent: Mið 03. Jan 2007 16:26
af Pandemic
getur nátturulega bara togað molex tengið af kortinu og pluggað tenginu frá viftunni í vírana(passar bara að þú tengir rétt plus og mínus). Þetta er smá trix annars lítið mál. Veit reyndar ekkert hvort það sé mælt með þessu.

"Tips learned from Kísildalur"

Sent: Mið 03. Jan 2007 23:15
af Harvest
hmm.... af viftunni eða?

ekki alveg að fatta

Sent: Mið 03. Jan 2007 23:58
af Pandemic
það er svona tveggja pinna tengi sem er á kortinu til að powera gömlu viftuna og það er hægt að aftengja það(yfirleitt svona hvítt) þú getur togað þetta hvíta af og þá eru bara vírarnir eftir og í þá geturu tengt viftuna sem þú settir á kortið.

Re: Setja GPU í samband við PWR FAN

Sent: Sun 07. Jan 2007 13:44
af Dabbz
Harvest skrifaði:Daginn

Langaði að forvitnast hvort það væri ekki í lagi að stinga GPU viftunni í PWR fan tengið á móðurborðinu... ég get ekki séð neitt viftu GPU á móðurborðinu og var þessvegna að pæla í að gera þetta bara svona.

Er þetta ekki í lagi?


Hvað með bara að fá sér svona


Link

Mig vantaði tengi fyrir vifftu þannig að ég fékk mér bara 1 svona. Svínvirkar, skellti svo líka fanmate2 rsum á milli til þess að vifftan væri ekki alltaf á fullu.

Heyrðist ekkert í henni og þetta reddaði mér enda var móðurborð svo mikið drasl að það voru bara 2 tengi á því fyrir vifftu og þær voru báðar stock.