Mazi! skrifaði:Ætla að gera þetta við Waterblockið...
Já.. ef þú heldur að snertiflöturinn sé ekki alveg sléttur eða með grófum rákum.
Mazi! skrifaði:eitthvað sérstakt sem þið mælið með að ég kaupi til að nota á hana? hvernig sandpappír og hvar kaupi ég hann?
Þú þarft:
1. Slétt yfirborð! Ég nota yfirleitt eldhúsborðið heima það er nokkuð slétt.
2. Vatnspappír: 240, 400, 800. 240 er grófastur og 800 fínastur (þéttleiki korna á fertommu eða eitthvað). Kaupir í Byko, Húsasmiðjuni eða Bílanaust.. eftir því hvað hentar best.
3. Sleipiefni, vatn dugar oftast, jafnvel með smá dropa af sápu.
Það sem þú gerir er rífa niður rönd af sandpappír sem er svipað breið og hlutnum sem þú ætlar að slípa.. kannski 1sm breiðari. Bleytir pappírin vel og leggur hann á slétta flötin þannig að kornin vísa upp. Bleitan gerir það að verkum að pappírinn helst að mestu kjurr og hluturinn sem þú slípar rennur betur.
Svo tekurðu hlutinn og rennir honum alltaf í sömu átt, 10, 15 eða 20 sinnum. Skolar pappírinn og bleytir hann vel aftur eða skiptir um pappír ef hann er farinn að slappast. Svo tekurðu hlutinn sem þú ert að slípa, snýrð honum hornrétt miðað við hvernig þú snérir honum síðast og gerir aftur 10, 15 eða 20 sinnum. Skola, snúa slípa.
Byrjar með grófasta pappírinn og þegar þú sérð að allur flöturinn sem þú ert að slípa rispast þá skiptirðu yfir í fínni. Ég hef aldrei séð ástæðu til að fara í finni en 800, prófaði einu sinni 1200 og sá engan mun. Í mörgum svona heatsink lapping leiðbeiningum þá vilja menn geta speiglað sig í heatsinkinu en mér finnst það ekki sniðugt nema menn ætli að slípa hinn snerti flötinn líka og hafa ekkert á milli.
Eitt sem þarf að passa sig er að renna heatsinkinu aldrei útfyrir eða á brúninni á pappírnum og, mjög mikilvægt, reyna að setja það beint niður og taka það beint up. Ef þú td. lyftir því í sömu hreyfingu og þú slípar þá er mjög líklegt að það halli og þá skekkirðu snertiflötinn.
Ef þú ert eitthvað nervus þá er fínt að æfa sig á gömlu heatsinki. Svona til að sjá hvernig þetta virkar.