Vil bæta kælingu og loftstreymi í CM Stacker...
Sent: Sun 01. Júl 2007 17:28
Jæja, núna á ég slatta af aurum og langar að bæta aðeins kælinguna í kassanum mínum sem er Coolermaster Stacker. Ég er t.d. orðinn pínu þreyttur á örraviftunni (fylgdi með AMD 3500+ örranum) og langar í eitthvað öflugara en viftan þar á það til að auka hraðann sjálfkrafa samkvæmt stillingu í bios ef örrinn fer að hitna og það væri fínt að hafa viftu sem er nógu öflug til að halda kælingunni án þess að þurfa að auka hraðann og skapa hljóð
Ég fann einmitt eina flotta í att.is, Coolermaster CK8-9JD2B-0C-GP, er eitthvað vit í henni? Eða ætti ég frekar að skoða Zalman vifturnar?
Er einhver hér svo nokkuð með einhverjar aðrar hugmyndir til að kæla kassann minn betur og auka loftstreymið? Væri t.d. kannski sniðugt að setja hjólin undir kassann svo loft geti flætt í gegnum botngrindina?
Endilega ef einhver hér á svona kassa og hefur eitthvað bætt hjá sér kælingu og loftstreymi koma þá með hugmyndir
Ég vil helst samt bara eitthvað einfalt og þægilegt, ekki eitthvað eins og vatnskælingu eða eitthvað svoleiðis.
Ég fann einmitt eina flotta í att.is, Coolermaster CK8-9JD2B-0C-GP, er eitthvað vit í henni? Eða ætti ég frekar að skoða Zalman vifturnar?
Er einhver hér svo nokkuð með einhverjar aðrar hugmyndir til að kæla kassann minn betur og auka loftstreymið? Væri t.d. kannski sniðugt að setja hjólin undir kassann svo loft geti flætt í gegnum botngrindina?
Endilega ef einhver hér á svona kassa og hefur eitthvað bætt hjá sér kælingu og loftstreymi koma þá með hugmyndir