Langaði að lífga aðeins HAF932 kassan minn við, svo ég keypti rautt sprey í byko og spreyjaði plastið fyrir framan diskadrifin. Spreyjaði 4-5 sinnum á 2 tíma fresti og lét svo bíða í 4 daga. Næstu markmið eru að spreyja ál rimlana fyrir framan led viftuna rautt og breyta bláu LED ljósunum í rauð.
Svo vonandi í haust mun ég spreyja kassan svartan að innan.

Endilega commentið, kv. Tiesto
Þetta er mögulega það skemmtilegasta sem þú gerir. Ekkert betra en að klára langt og erfitt verkefni og setjast niður og horfa bara á klárað verkið með aðdáunaraugum.