Síða 1 af 1

Userbenchmark síðan ?

Sent: Lau 12. Des 2020 11:07
af jonsig
Sælir.
Hvaða benchmark síður eruð þið að nota. Ég hef verið nýliði og verið latur og skrifað yfirleitt "íhlutur x vs íhlutur y" á google og vanalega fengið upp userbenchmark.com svona eiginlega alltaf og stundum benchað tölvuna mína þar.

En núna held ég að ég sé offically hættur að taka mark á neinu þarna.... 7% hærra score af thermal þrottluðum 7700k yfir 3900x, þetta er kannski ástæðan fyrir að fólk sem veit ekki betur er að slást um 7700k !?

Endilega skippa að lesa þetta ef þið viljið ekki 7700k rant.
Síðasta upgrade hjá mér var nota bene 7700k í 3900x eftir að hafa átt þrjá 7700k og fékk fyrsta í forpöntun fyrrihluta 2017. Að fara yfir í 3900x upplifiði ég amk sem eitt besta upgrade sem ég man eftir. Og til að vera hreinskilinn finnst mér eftirá 7700k virkilega mislukkaðir útaf hitasveiflum og kostuðu mig hellings pening því ég var alltaf að kaupa nýjar og stærri kælingar til að reyna koma þeim frá thermal throttli og skemmdum.
Nr.1 eyðilagðist útaf hann var á "venjulegri" kælingu mælt með af búðinni "arctic kæling". Fékk nýjan úr RMA. Nr.2 var að thermalþrottla á noctua nh-d15 og ég deliddaði hann, og hann dó eftir ár en hann skemmdist örugglega á "venjulegu" kælingunni áður en ég fékk nh-d15. Svo ég þurfti að kaupa nýjan í þriðju tilraun, ekkert delid warranty. Þessi vitleysa endaði á að ég fór yfir í custom loop sem hefur kostað mig nærri 150k.

Mynd

Hvaða bench síðu er hægt að taka svo næst alvarlega sem er marktæk og hlutlaus ?

Re: Userbenchmark síðan ?

Sent: Lau 12. Des 2020 13:31
af Garfield

Re: Userbenchmark síðan ?

Sent: Lau 12. Des 2020 20:49
af Dr3dinn
Var þetta ekki síðan sem var sökuð um að vera "fake"a niðurstöður?

Mikið af intel vörum kom svo vel þarna út og skjákortin meikuðu víst lítið sense.

Re: Userbenchmark síðan ?

Sent: Lau 12. Des 2020 21:22
af jonsig
Dr3dinn skrifaði:Var þetta ekki síðan sem var sökuð um að vera "fake"a niðurstöður?

Mikið af intel vörum kom svo vel þarna út og skjákortin meikuðu víst lítið sense.


jú, svo eru þeir í einhverju beefi við hardware unboxed gæjan Stephen á youtube.

Re: Userbenchmark síðan ?

Sent: Lau 12. Des 2020 22:14
af Longshanks
jonsig skrifaði:
Dr3dinn skrifaði:Var þetta ekki síðan sem var sökuð um að vera "fake"a niðurstöður?

Mikið af intel vörum kom svo vel þarna út og skjákortin meikuðu víst lítið sense.


jú, svo eru þeir í einhverju beefi við hardware unboxed gæjan Stephen á youtube.


Það er Nvidia ekki Intel :shock: https://www.youtube.com/watch?v=3GyaSfOi6fs&t=140s

Re: Userbenchmark síðan ?

Sent: Lau 12. Des 2020 22:16
af jonsig
hmmm, af hverju JayzTwoCents? Hann er ekki með hardware unboxed

Re: Userbenchmark síðan ?

Sent: Lau 12. Des 2020 22:33
af Longshanks
Afþví að hann er að tala um Hardware Unboxing málið á mjög skýran og auðskilinn máta, bara fyrir þig :D

Re: Userbenchmark síðan ?

Sent: Lau 09. Jan 2021 10:12
af jonsig
Núna hefur maður séð margt heimskulegt á userbenchmark síðunni en þetta tók algerlega tappann úr.. ég er búinn með þessa síðu og ætla að dissa alla sem vitna í hana hér eftir.

Mynd

Re: Userbenchmark síðan ?

Sent: Lau 09. Jan 2021 14:28
af Náttfari

Re: Userbenchmark síðan ?

Sent: Lau 09. Jan 2021 14:49
af jonsig


já, .. verst að þessi síða kemur ekki alltaf efst upp í search. Ég veit ekki hvaða bull er í gangi þarna hjá userbenchmark.