Síða 1 af 1
Hvað væri sanngjarnt verð fyrir þessa tölvu?
Sent: Sun 19. Okt 2025 15:02
af Flottursokkur
Intel Core i7-8700K
MSI Z370 Tomahawk móðurborð
16 GB DDR4 (2×8 GB)
NVIDIA GeForce GTX 1080
Corsair CX650 aflgjafi
Cooler Master MasterBox 5 MSI Edition kassi
SSD diskur (250 GB)
Er að íhuga að fjárfesta í nýja og betri og er að velta því fyrir mér hvað væri sanngjarnt verð fyrir þetta?
Re: Hvað væri sanngjarnt verð fyrir þessa tölvu?
Sent: Sun 19. Okt 2025 15:05
af Tixotropia
50-80k.
Re: Hvað væri sanngjarnt verð fyrir þessa tölvu?
Sent: Sun 19. Okt 2025 15:33
af rostungurinn77
Tixotropia skrifaði:50-80k.
50k kannski nær lagi ef þetta er allt í einum pakka.
Er þetta ekki meira eða minna að nálgast 8 ára aldur?
Re: Hvað væri sanngjarnt verð fyrir þessa tölvu?
Sent: Sun 19. Okt 2025 17:52
af Dr3dinn
Þetta er mjög gamalt, max 20-40k sem plex server ef menn bæta við hdd´s.. ekki nothæft í margt annað.
Re: Hvað væri sanngjarnt verð fyrir þessa tölvu?
Sent: Mán 20. Okt 2025 11:28
af litli_b
Dr3dinn skrifaði:Þetta er mjög gamalt, max 20-40k sem plex server ef menn bæta við hdd´s.. ekki nothæft í margt annað.
Ósamálla. Tölvan ætti að höndla mest alla leiki svo lengi sem maður þarf ekki ray tracing. Held að hún sé nothæf í mjög mikið. Og "mjög gamalt"? Mjög gamalt væri 6th gen intel og lægra. Þetta er 6 kjarna örgjövi, og kannski ekki nýjasti en er samt áreiðanlegur. Þetta er bara ein versta skoðunn sem ég hef heyrt í allt ár.
50þ er mjög fínt verð, ekki taka tilboðum undir 40þ.
Re: Hvað væri sanngjarnt verð fyrir þessa tölvu?
Sent: Mán 20. Okt 2025 15:42
af fhrafnsson
1080 er hætt að fá updates og höndlar ekki "mjög mikið" myndi ég segja, leikjalega séð. Þetta gæti virkað sem Minecraft eða retro vél eða auðvitað plex server en ekki margt annað að mínu mati. 30-40k væri líklega sanngjarnt finnst mér.