Ég er með eftirfarandi vél til sölu, stel upplýsingunum af heimasíðu Tölvutækni:
• Örgjörvi: Intel Atom N330 1.6GHz Dual-Core
• Breiðtjaldsskjár: 12.1" WXGA með LED baklýsingu. Upplausn 1366 x 768
• Vinnsluminni: 2GB DDR2 667MHz (Stækkanlegt í 8GB)
• Harður diskur: 250GB Serial-ATA
• Geisladrif: Ekkert geisladrif
• Skjákort: NVIDIA® ION™ Graphics með HDMI útgangi
• Hljóðkort: 24-bit stereo High Definition
• Þráðlaust netkort 802.11a/g/Draft-N og 10/100 netkort
• 6-cell rafhlaða með allt að 5klst rafhlöðuendingu!
• Innbyggð 1.3 megapixla vefmyndavél
• Bluetooth 2.1 + EDR, 3x USB2, Tengi fyrir heyrnartól og hljóðnema
• Kortalesari fyrir MMC/SD/SDHC
• Stýrikerfi: Windows 7 Home Premium
• Þyngd: Aðeins 1.46kg
Engin ábyrgðarnóta fylgir kaupum þar sem hún var keypt erlendis en hún yrði í heiðursmanna ábyrgð þar til 1. maí á næsta ári þar sem þá var keypt í maí á þessu ári og er í 1 árs "alheimsábyrgð", s.s. ég myndi annast það að senda vélina út ef svo ólíklega vill til að hún skyldi bila.
Vélin hefur lítið verið notuð, hlífðarplast sem kom með vélinni er enn á rammanum umhverfis skjáinn og á snertimúsinni auk þess sem að kassinn utan af vélinni og allir bæklingar fylgja. Hún kæmi ný-uppsett með löglegu Windows 7 Home Premium.
Ástæða sölu er að hún hentar mér ekki í þá notkun sem ég ætlaði að nota hana í og hefur því lítið verið notuð og ætla því að leita mér að annari sem hentar betur
Verðhugmynd: 60.000kr.-
Ekki hika við að hafa samband við mig hér á þræðinum eða í einkaskilaboðum.