X-Box framtíð eða PS framtíð?

Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

X-Box framtíð eða PS framtíð?

Pósturaf ICM » Sun 21. Sep 2003 20:47

Playstation3 örrin verður samansettur úr mörgum litlum einingum og verður fær um að hafa allt mjög flott en þar er einn galli, það verður brjálæðislega erfitt að forrita fyrir playstation3 = það verður ennþá meiri kostnaður við hvern leik sem er gerður og tekur mun lengri tíma. Sem þíðir að Sony þarf að borga framleiðendunum enn meira úr sínum vasa til að hafa exclusive ps3 leiki.

Lítið er vitað um þessar tölvur, en við vitum það fyrir víst að Xbox2 verður x86 vél og keyrir á einhverjum win kernel með directX sem verður sennulegast komið í 10 eða 11 þá. Og mun það gera það að verkum að það kostar mjög lítið að flyjta leiki á milli xbox og windows og þar af leiðandi losna framleiðendurnir við mikinn óþarfa kostnað.

XBox2 mun eiga auðvelt með samskipti við PC vélar enda verður það ekkert nema sérstaklega optimized PC tölva og er það nokkuð víst að það verður auðvelt að modda þær og auðveldara að cracka en PS2 einfaldlega vegna þess að það er mikið meiri þekking á X86 vélbúnaði heldur en sér hönnuðu sony dóti.

flestir framleiðendur hafa hrósað microsoft fyrir að það sé auðvelt að vinna með þeim að leikjum og þeir fái góða aðstoð og ætti það að auka líkurnar á að fleiri gangi til liðs við þá.

Microsoft er búið að ná mjög mörgum góðum framleiðendum á sitt band uppá síðkastið og fer stöðugt fjölgandi í þeim hópi, síðasta sem vert er að nefna er Epic Megagames sem er framleiðandi einnar allra stærstu leikjavélar í heimi, Unreal. Sömdu þeir um að næstu leikir (Flestir) á eftir UnrealTournament 2004 verða gefnir út Á Xbox og Windows löngu áður en á allt annað. En þar sem Epic er að gera 64bit leikjavél og fer sennilegast ekki að gefa út marga 32bit leiki eftir að vera komnir með hana í hendurnar þá er mjög ólíklegt annað en Xbox2 verði 64bit annars hefðu þeir ekki gert þennan samning

Eina gáfulega leiðin fyrir Nintendo væri að vinna með Microsoft að XBox2 eða einbeita sér að Gameboy þar sem við vitum öll hver örlög næstu Nintendo verða en við vitum að það er ekki að fara að gerast.

það er nógu erfitt að gera leiki núna þó þeir fari ekki að hægja á ferlinu enn meira hjá Sony. Meðan einn framleiðandi gerir leik fyrir PS3 getur annar gert 3 leiki fyrir Xbox2 er það þess virði að hafa leikjatölvu með mörgum litlum örgjörvum Þegar tilgangurinn er að búa til sem mest afþreyingarefni með góðum söguþræði og gameplay en ekki vél til að reykna nákvæmlega út hvað myndi gerast í kjarnorkusprengju...
Samt vitum við fyrirfram að Sony verður enn og aftur sigurvegari en Microsoft mun skera mun stærri sneið af kökunni á næstu kynslóð heldur en í sinni fyrstu tilraun og vonandi fyrir alla eru þeir komnir til að vera.




Arnar
Staða: Ótengdur

Pósturaf Arnar » Sun 21. Sep 2003 23:17

Fín grein.. En kom ps2 ekki fyrir um 2 árum ?
Og PS var held ég í 5 ár.
Er þá ekki sirka 3 ár í ps3 ?



Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Sun 21. Sep 2003 23:37

Arnar skrifaði:Fín grein.. En kom ps2 ekki fyrir um 2 árum ?
Og PS var held ég í 5 ár.
Er þá ekki sirka 3 ár í ps3 ?


2006 er líklegasti tíminn fyrir "next generation consoles" en VENJULEGA er skipt á 5 ára fresti.
átti að vera 2005...



Skjámynd

tms
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mán 04. Ágú 2003 00:56
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf tms » Mán 22. Sep 2003 09:41

Lekjatölvur is tha poop



Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

h

Pósturaf ICM » Mán 22. Sep 2003 15:32

IthMcMos skrifaði:Lekjatölvur is tha poop

ithmcmos þú veist ekkert hvað þú ert að tala um, ég var á þínu máli þar til ég keypti mér eina í vinnuna mína og nú kýs ég stundum frekar að kaupa leikina í xboxið mitt heldur en í PC, eftir því hvaða gerð af leik það er auðvitað, þó ég sé með 19" skjá og tölvan ráði nokkuð vel við alla nýja leiki svo það sem er svo þægilegt, vera inni í stofu, henda leiknum í og spila strax og berja á þeim sem er í heimsókn í dead or alive 3 eða einhverju álíka með pizza sneið í hendinni, það er svolítið sem er ekki hægt með PC leikjum, PC leikir krefjast þess að þú sért límdur yfir skjánum við skrifborðstól annars er allt ómögulegt, þið hafið sennilegast reynt að leggjast útaf í rúmið með lyklaborðið og músina en það er hræðilegt að spila leiki þannig, þó maður flytji myndina yfir í sjónvarpið þar sem allt sem stendur á skjánum er yfirleitt í 10punkta letri og ekki hægt að lesa á sjónvarpi nema HDTV og ekki nenni ég að kippa tölvuskjánum með mér að rúminu mínu þegar ég ætla að slappa af, hafa hann svona á morgunverðarborði ofaná mér :)



Skjámynd

halanegri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
Reputation: 0
Staðsetning: Err Vaff Ká
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf halanegri » Þri 23. Sep 2003 00:42

notaðu greinaskil(punkta) drengur :D



Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Þri 23. Sep 2003 00:48

halanegri skrifaði:notaðu greinaskil(punkta) drengur :D

ég gerði aðeins af því fyrst en svo var itcimochomacho með leiðindi og ég var bara að svara honum en ekki ætlast til að allir væru að pæla í því :)




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Þri 23. Sep 2003 01:08

IceCaveman skrifaði:...en svo var itcimochomacho með leiðindi og ég var bara að svara honum...

lol :lol:



Skjámynd

Castrate
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 25. Sep 2002 14:27
Reputation: 0
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Castrate » Þri 23. Sep 2003 09:04

IceCaveman: Ég held að þér vanti bara þægilegan skrifborðsstól :lol: .
Mér hefur aldrei fundist leikjatölvur vera þægilegar aðalega þessi joystick mér finnst þægilegast að nota bara lyklaborð og mús.
Annars er ég núna að spila Jedi Academy helv góður leikur :)


kv,
Castrate

Skjámynd

tms
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mán 04. Ágú 2003 00:56
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf tms » Þri 23. Sep 2003 12:15

Ég hef aldrei verið neitt hrifinn ap leikjatölvum, enda spila ég ekki spil svo mikið. Helst bara battlefield og han er ekki til á Xbox/PS. Svo finnst mér svo erfitt að miða, eða fljúga með svona lélega upplausn og beyglaðar fjarstyiringar. (Sjónvar er ca. 700x600?)



Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

c

Pósturaf ICM » Þri 23. Sep 2003 17:16

Castrate skrifaði:IceCaveman: Ég held að þér vanti bara þægilegan skrifborðsstól :lol: .
Mér hefur aldrei fundist leikjatölvur vera þægilegar aðalega þessi joystick mér finnst þægilegast að nota bara lyklaborð og mús.
Annars er ég núna að spila Jedi Academy helv góður leikur :)

Castrade stóllin minn kostaði 64þús svo ekki setja útá hann. Það er bara þægilegt eftir langan dag að leggjast útaf með fjarstýringu við hendina í stað þess að sitja í tölvunni þegar maður gerir það alltof mikið.

Leikatölvur hafa þetta galdradót ,Instant turn on. síðan er xbox live þannig að þú stillir eitt nafn fyrir þig og þú heldur því í öllum leikjum og spilar við félaga þína eða þeir geta boðið þér í leik án þess að þú sért að spila hann og voice communications án þess að þurfa að setja upp einhver léleg forrit, það er skortur á öllum stöðlum á pc leikjum og er það óþolandi að það þarf oft að eyða meira en klukkutíma áður en maður fer að spila leikina við undirbúning. setja disk 1 í vélina bíða, disk 2 bíða, disk 3 bíða, disk 1 spila. stilla, spila, stilla, spila. síðan eru öll save games vistuð hingað og þangað útum tölvuna vegna skorts á samvinnu framleiðenda og er það mest pirrandi af öllu að geta ekki haldið þeim á einum ákveðnum stað.

Ég er sammála með fjarstýringarnar en til þess eru flestir console leikir gerðir aðeins öðruvísi en pc leikir og minna lagt úr miðununni en það tekur langan tíma að venjast console stýripinnum. Hvað með upplausnina? maður horfir á myndir fínt í þessari upplausn og auk þess í langri fjarlægð en Xbox styður HDTV og er með FSAA svo það er ekki vandamálið upplausnin þar enda leikirnir gerðir fyrir þessa upplausn og búið að stækka allt letur, einu slæmu aðstæðurnar er leikir þar sem á að vera sniper sem á ekki heima á console vélum. þér finnst sjálfsagt þægilegra að nota lyklaborðið í íþróttaleiki og þannig? Það er þægilegast að nota lyklaborð og mús en maður verður þreyttur á því! halda mætti að þið sytjið minna en 4 tíma á dag fyrir framan tölvuna ykkar auk þess sem PC leikja framleiðendur nenna ekki lengur að gera force feedback í leikina sína og er það gífurleg skerðing á innlifuninni.

Ég spila aðalega PC leiki en mér finnst þægilegt að geta slappað af fyrir framan leikjatölvuna og ég er hættur að kalla console drasl. Ég er búin að prófa að lifa í sömu lygi og þið, að það sé ekki hægt að nota annað en PC osfv, t.d. eins og upplausnin sé það eina sem skipti máli sem er mesta lygin af öllum, það er ekkert varið í mikla upplausn án FSAA og ég og fleiri keyrum leikina frekar á lægri upplausn með FSAA ágætlega hátt stillt heldur en 1600x1200 með ekkert FSAA, reynið bara að af-heilaþvo ykkur.



Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Þri 23. Sep 2003 18:07

PC hafa líka þetta galdradót, always-turned-on.


Voffinn has left the building..

Skjámynd

Castrate
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 25. Sep 2002 14:27
Reputation: 0
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Castrate » Þri 23. Sep 2003 18:08

hmm ég spila leiki aldrei með FSAA á enda spila ég ekki leiki út á graffík Gameplay er það sem skiptir máli. Quake 3 er alveg ógeðslega ljótur hjá mér en mér er alveg sama því gameplayið í q3 er hreint og beint magnað.


kv,
Castrate

Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

s

Pósturaf ICM » Þri 23. Sep 2003 18:13

castrade þú getur ekki spilað Quake 3 með vinum þínum inni í stofu að borða pizzu eftir að horfa á góða bíómynd og að því leiti er meiri félagskapur í console vélum og þær henta betur í stofuna og þarf af leiðandi henta þær mun fleiri tegundum af fólki heldur en PC þar sem allt fer í gang samstundis og ekkert vesen.

Svo get ég ekki spilað tölvuleiki í PC tölvunni minni þegar ég er að encode-a með wm9 encoder eða eitthvað álíka og þá er gott að geta kveikt á leikjatölvunni...



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: c

Pósturaf MezzUp » Þri 23. Sep 2003 18:53

IceCaveman skrifaði:halda mætti að þið sytjið minna en 4 tíma á dag fyrir framan tölvuna ykkar


yebb, I admit it, I'm normal......... :p
---------
annars eru nokkrir sterkir punktar í þessu hjá IceCaveman, sjálfur spila ég bara CS og pínu ET og Q3 en annars myndi maður nú athuga hvort að maður ætti að fá sér console



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6432
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 293
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Þri 23. Sep 2003 19:10

ég spila leiki aldrei í meiri upplausn en 640x480. mér fynnst það einhverra hluta vegna bara þægilegast. jafnvel þótt ég væri með radeon 9800pro eða FX5600 væri ég áreiðanlga alltaf í 640x480 kanski bara með fsaa og aa í botni.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Þri 23. Sep 2003 19:13

ÞÆGILEGAST?
Ertu með 15" skjá eða?



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6432
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 293
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Þri 23. Sep 2003 19:17

nei...


ég hef bara alist upp með flestum bestu aq/q3/bf/cs snillingum landsins, og þeir spila allir í 640x480. ég veit ekkert afhverju þetta er en mér fynnst það bara lang þægilegast.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Þri 23. Sep 2003 19:30

gnarr skrifaði:nei...


ég hef bara alist upp með flestum bestu aq/q3/bf/cs snillingum landsins, og þeir spila allir í 640x480. ég veit ekkert afhverju þetta er en mér fynnst það bara lang þægilegast.


Áttu kannski pabba sem er murkari ? kemiztry ? :p


Voffinn has left the building..

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6432
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 293
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Þri 23. Sep 2003 20:05

ni.. en ég á að mig minnir 5 vini í murk.. getur verið að ég sé að gleyma einhverjum. svo eru náttla hellingur í öðrum clönum líka


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Þri 23. Sep 2003 21:06

gnarr skrifaði:nei...


ég hef bara alist upp með flestum bestu aq/q3/bf/cs snillingum landsins, og þeir spila allir í 640x480. ég veit ekkert afhverju þetta er en mér fynnst það bara lang þægilegast.


jahá þetta er það einkennilegasta sem ég hef heyrt lengi, með svo lága upplausn er hræðilegt að nota sniper af löngu færi t.d. allt verður svo kassalaga og blandast inní myndina.



Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Þri 23. Sep 2003 21:49

Mér finnst betra að wappa með 800x600 :þ en hærra


Voffinn has left the building..

Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Þri 23. Sep 2003 22:12

strákar strákar verið rólegir á því hvað eruð þið eiginlega með litla skjái? alveg fáranlegt :)



Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Þri 23. Sep 2003 22:39

Betra fps fyrir okkur sem leggja ekki mikla áherslu á leiki... en svo spilar mental þátturinn líka inní ;)


Voffinn has left the building..

Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Þri 23. Sep 2003 22:51

Voffinn skrifaði:Betra fps fyrir okkur sem leggja ekki mikla áherslu á leiki... en svo spilar mental þátturinn líka inní ;)

ok þið eruð semsagt ekki með nógu góðar tölvur til að ráða við counter strike? hver heldur að hann þurfi 160+fps?
mental þátturinn, ertu að segja mér að þú sért það þú eigir erfitt með að greina á milli VR og R? :)