Pósturaf depill » Þri 28. Ágú 2012 19:28
Ég myndi mæla með ZyXEL P-870, VDSL2 router(ADSL fallback), þá ertu öruggur uppí Ljósnetið. Thomson TG589vn er líka ágætur, en ég er hrifnari af ZyXELinu. Þetta eru bæði mjög fínir routerar. Hins vegar er ZyXELinn ja hann býður uppá meiri breytingar og það er auðveldara eiga við hann og mér "finnst" eins og hann sé með meira troughput.
Low-end(ódýrustu) ADSL routerar verða allir eins, enda prófuðum við mikið af Edimax, TP-Link, Trendnet o.s.frv. Einhvern tíman fengum við frá einum framleiðandum með interfacei frá hinum og þá var nú bara hreinlega skýringin að þetta var framleitt af sama fyrirtækinu, bara mismunandi interface og jafnvel möguleikar
Cisco/Linksys ( Cisco Home ) styður ekki IPTV nema þá á einhverju hálfu módeli og ég man ekki eftir VDSL útgáfu frá þeim en það gæti verið. Mæli samt ekki með þessum ódýrari.
Síðast þegar ég vissi er Thomsonin 589 til á 9.990 uppí Hringdu, en þarft væntnalega að sérpanta ZyXELinn hann kostar 12.990 held hann sé ekki ódýrari annars staðar, en ég mæli með honum.