Pósturaf Icarus » Lau 06. Apr 2013 16:45
Fæ ég að rifja aðeins upp gamlan þráð, nú er ég í sama stússi.
Nema ég ætla að skipta kaplinum í tvennt og hafa tvö tengi á þessu.
Er s.s. með svona Berker dós á endanum og þaðan geta farið snúrur t.d. í routerinn eða beint í telsey box uppá sjónvarp.
Cat6e kapall dreginn þaðan inní töflu og endar á tveim RJ45 tengjum. Þar ætla ég svo að setja upp switch og dreifa merkinu um alla íbúð en er ekki enn kominn svo langt, fyrst er að fá fyrsta kapal inn til að virka og læra á þetta.
Ég s.s. nota tvö pör pr tengingu.
Setti í þessari röð í Berker tengið
1. hvítur appelsínugulur
2. appelsínugulur
3. hvítur grænn
4. grænnt
Í töflunni er þetta svo eins tengt, straight tenging, ekki crossover. En þetta virkar ekki hjá mér, ein kenning er að ég hafi ekki punchað þetta nógu vel saman, og það hljómar alveg rökrétt, notaði RJ45 crimper á þeim enda en var svo með eldhúshníf til að ýta þessu ofan í Berker tengið.
Ég er svo bæði búinn að prófa að setja þetta þannig að þetta er í Berker tengingu eins og það ætti að vera ef maður notar 8 víra, bara tvö pör tóm, eða dreifa þessu svo það er aðeins einn vír pr par, matchaði þá við RJ45 tengi.
Einhverjar kenningar um hvað gæti verið að?