Það virðist vera í lagi með Wireless 2,4GHz og 5GHz tengingarnar en LAN tengingar eru slitróttar þ.e. detta út í tíma og ótíma. Ég er nýlega búinn að tengja þennan ASUS RT-AC56U Wireless Router hjá mér og hef satt að segja frekar takmarkaða þekkingu á öllum þessum stillingarvalmöguleikum. Eru ekki einhverjir sérfróðir um Router stillingar hér og boðnir og búnir að aðstoða vankunnáttumann á þessu sviði?
Es. Nota sömu kapla og á Linksys E4200, þar sem allt virkaði fínt, þannig að leiðnin í köplunum á ekki að vera öðruvísi við nýjan Router