Vakta netnotkun á router


Höfundur
Molfo
Ofur-Nörd
Póstar: 217
Skráði sig: Fim 19. Feb 2009 15:02
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Vakta netnotkun á router

Pósturaf Molfo » Fös 11. Okt 2013 21:24

Kvöldið.

Ég hef smá áhyggjur af því að einhver sé að nota þráðlausa netið mitt.
Þannig að ég er að spá í hvort að það sé ekki til eitthvað gott forrit til að vakta traffíkina sem fer í gegnum routerinn hjá mér.
Það eru nokkrar tölvur tengdar þráðlaust hérna á heimilinu en þó svo að ekkert niðurhal sé í gangi þá hægist alveg svakalega á netinu hjá mér á kvöldin.
Þetta er eitthvað sem byrjaði hérna í sumar.

Ég er búinn að tala við Vodafone og þeir ætla að senda einhvern til að mæla línur hérna hjá mér.
Við fluttum hingað inn 2007 og netið hefur verið í góðu lagi síðan þá, ég er/var meira að segja með 2 símaafruglara og allt gekk smooth þangað til í sumar.

Ég sá einhverjar unknown tengingar inni á router hjá mér og ég henti þeim flestum út(öllum sem voru ekki með IP tölur).
Það sem er eftir passar við það sem er á heimilinu.

Er til eitthvað gott forrit sem getur vaktað það sem fer í gegnum routerinn s.s sem mælir alla traffík á öllum vélum.
Ég fann ekkert svoleiðis á routernum sjálfum(Speedtouch TG589vn v2).

Kv.
Molfo


Fuck IT

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3756
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vakta netnotkun á router

Pósturaf Pandemic » Fös 11. Okt 2013 21:31

Af hverju geriru ekki routerinn öruggan?
WPA2 Personal ætti að vera nógu öruggt og svo auðvitað breytiru um lykilorð á netinu.




Höfundur
Molfo
Ofur-Nörd
Póstar: 217
Skráði sig: Fim 19. Feb 2009 15:02
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Vakta netnotkun á router

Pósturaf Molfo » Fös 11. Okt 2013 22:06

Ertu þá að meina WPA2-PSK ?

Kv.

Molfo


Fuck IT


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Vakta netnotkun á router

Pósturaf AntiTrust » Fös 11. Okt 2013 22:10

WPA2 + Mac filter ef þú vilt vera 99.999% safe.

Þú ættir líka að sjá öll tengd/previously tengd tæki inná Device listanum, svo ef það eru engin tæki þar inni eftir að þú eyddir óþekktum tækjum þaðan út ættiru að vera nokkuð viss um að það sé enginn að stelast inná routerinn. Annars þarftu að vera með router sem styður snmp staðal til að monitora bandvíddarnotkun, og það gerir það AFAIK enginn consumer router í umferð hérlendis, og alveg garanterað ekki 589/789.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Vakta netnotkun á router

Pósturaf Gúrú » Fös 11. Okt 2013 22:12

Kveiktu á WPA2-SK og um leið byrjaðu að fylgjast með því hvaða tölvur eru tengdar netinu.

Það er ekki flókið að fara inn á illa tryggð net en það er "öörlítið" flóknara að gera það án þess að skilja eftir sig nein ummerki.

Og það er frekar flókið fyrir óreyndum (t.d. mér) að gera það sem þú biður um á router-leveli þar sem nánast engin eða engin
fyrirframstillt router stýrikerfi(firmware) bjóða upp á þetta. Klárlega engin á routerum sem þú færð frá íslenskum fjarskiptafyrirtækjum.


Modus ponens


Höfundur
Molfo
Ofur-Nörd
Póstar: 217
Skráði sig: Fim 19. Feb 2009 15:02
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Vakta netnotkun á router

Pósturaf Molfo » Fös 11. Okt 2013 22:15

Ok.. takk fyrir þessi svör.
Ég byrja á því að setja WPA-PSK upp hjá mér fyrst og athuga hvort að eitthvað breytist.

Thanx.

Kv.

Molfo


Fuck IT

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3756
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vakta netnotkun á router

Pósturaf Pandemic » Lau 12. Okt 2013 01:54

MAC filtering breytir engu um öryggi. Ekki setja WPA heldur WPA2.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Vakta netnotkun á router

Pósturaf AntiTrust » Lau 12. Okt 2013 02:17

Pandemic skrifaði:MAC filtering breytir engu um öryggi. Ekki setja WPA heldur WPA2.


Ég er ekki alvega sammála þér þar. Hidden SSID er dæmi um falskt öryggi, og það er svosem lítið mál að sniffa MAC addressur á vélum sem eru að tengjast, en með SpeedTouch/Technicolor routera er ennþá stundum hægt að autogenerate-a wireless lyklana burtséð frá staðli eingöngu útfrá SSID. Fyrir aðila sem kunna lítið meira en það, kemur MAC filtering sér ágætlega. Hver hraðahindrun hefur sína eiginleika.



Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 790
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 138
Staða: Ótengdur

Re: Vakta netnotkun á router

Pósturaf Baldurmar » Lau 12. Okt 2013 02:47

Ekki gleyma að breyta um admin password líka, oft gott að breyta admin username líka ef að það er hægt.


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb