Þráðlaust net í alla íbúðina


Höfundur
Siggihp
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Mán 13. Des 2010 15:27
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Þráðlaust net í alla íbúðina

Pósturaf Siggihp » Fös 12. Ágú 2016 21:36

Daginn,
Ég er í smá vandræðum með drægnina í þráðlausa netinu hjá mér. Netið kemur inn í íbúð í barnaherbergi og er þrætt meðfram lista í gegnum vegg og upp á skrifborðið hjá mér þar sem snúran fer í routerinn. Úr routernum fer það í pc tölvuna mína og server á skrifborðinu og er svo þrætt undir parketlista í kringum hálfa stofuna og í media center tölvu og tilbúin snúra í afruglara líka. Þráðlausa netið næst mjög vel inní stofu, eldhúsi, barnaherbergi á móti eldhúsinu og baðherberginu. Ágætlega í barnaherberginu á ganginum, en droppar svo niður í eiginlega ekki neitt í svefnherberginu. Ég rétt næ því mín megin í rúminu, en kærastan sefur hinum megin í rúminu og hún nær því ekki. Rúmið er ca. þar sem textinn svefnherbergi er á myndinni. (sést betur á neðri myndinni)
Mynd

Hugmyndin var að nota Cisco RE-1000 extender, en það brotnaði af kælingu inní honum, sem shortaði power supply-inu svo að hann kveikir ekki á sér.
Svo þegar ég fór að pæla meira í að nota extender, þá fann ég ekki góðan stað til að setja hann. Bláu litirinir á myndinni eru innstungur og þær eru flestar á óhentugum stað eða out of range. Fékk hugdettu að tengja extender inní ljósakrónu og litaði þær því inná myndirnar, en ég er ekki alveg nógu klár í það held ég og hann gæti ofhitnað útaf ljósinu. Datt líka í hug að opna fyrir innstungu hjá slökkvurunum en það er frekar óhentugt að hafa extenderinn á miðjum vegg.
Þá datt mér í hug að bora í gegnum vegginn fyrir aftan media centerinn, þar sem græna eldingin er og setja Access Point (AP) inn í svefnherbergi þar sem 6-hyrnta stjarnan er.
Mynd

Því leita ég til ykkar vaktarar. Hvað er best að gera í þessari stöðu?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 448
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Pósturaf hagur » Fös 12. Ágú 2016 21:43

Hvað með að bora í gegnum stofuvegginn þar sem innstungan er og yfir í herbergisganginn og leiða rafmagn þar í gegn og hafa extenderinn þar á veggnum? Þá ættirðu að vera kominn með gott WIFI coverage þeim megin við stofuvegginn líka.




Cikster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 399
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Pósturaf Cikster » Fös 12. Ágú 2016 21:55

Hinn möguleikinn væri að færa routerinn að sjónvarpinu. Þá er þráðlausa staðsett mun nær miðri íbúð og ætti að ná vel útum alla íbúð (nema mögulega í þvottahúsinu). Getur þá notað hinn kapalin tilbaka að Server/pc borðinu og sett lítinn/ódýran switch þar.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5017
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 892
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Pósturaf jonsig » Fös 12. Ágú 2016 21:59

Fá þér powerline plug ?



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3086
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Pósturaf lukkuláki » Fös 12. Ágú 2016 22:12

Þarft örugglega ekkert að spá í þessu ef þú kaupir þér alvöru router og hættir að nota ruslið sem isp lætur þig fá.
Ég er í 120 fermetrum á 2 hæðum og er með flott samband allsstaðar
Var samt ekkert að gera konuna brjálaða með því að kaupa eitthvað fokdýrt, þessi dugar okkur vel.

http://www.elko.is/elko/is/vorur/Netbun ... _R6250.ecp

http://www.trustedreviews.com/netgear-r ... ter-review


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


Höfundur
Siggihp
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Mán 13. Des 2010 15:27
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Pósturaf Siggihp » Fös 12. Ágú 2016 23:13

Ég á einn svona Asus router http://tl.is/product/asus-rt-n56u-router
Routerinn sem ég er með frá símanum er svona https://www.siminn.is/adstod/internet/t ... -tg789vac/ og ég taldi mig neyddan til að nota hann því að snúran úr veggnum er ekki cat-5 heldur mjó venjuleg símasnúra.

Ég er búinn að pæla í svona powerline plug líka, en þarf það ekki að tengjast beint vegg í vegg? Og gengur það alveg í fjölbýlishúsi?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 448
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Pósturaf hagur » Fös 12. Ágú 2016 23:43

Siggihp skrifaði:Ég á einn svona Asus router http://tl.is/product/asus-rt-n56u-router
Routerinn sem ég er með frá símanum er svona https://www.siminn.is/adstod/internet/t ... -tg789vac/ og ég taldi mig neyddan til að nota hann því að snúran úr veggnum er ekki cat-5 heldur mjó venjuleg símasnúra.


Þú getur slökkt á WIFI-inu í símarouternum og notað hann bara sem modem/router. Svo geturðu notað einhvern annan router sem WIFI access point.

Siggihp skrifaði:Ég er búinn að pæla í svona powerline plug líka, en þarf það ekki að tengjast beint vegg í vegg? Og gengur það alveg í fjölbýlishúsi?


Powerline virkar alveg í fjölbýlishúsum.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3116
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 533
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 13. Ágú 2016 00:15

FYI: Ég á þessa týpu af Powerline:Linkur! sem ég er ekki að nota.
Færð þetta á 6500 kr hjá mér ef þú villt (notaði þetta í sirka mánuð þar til ég snúrutengdi allt heimilið).


Just do IT
  √


HringduEgill
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Reputation: 147
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Pósturaf HringduEgill » Mán 15. Ágú 2016 10:41

hagur skrifaði:
Siggihp skrifaði:Ég á einn svona Asus router http://tl.is/product/asus-rt-n56u-router
Routerinn sem ég er með frá símanum er svona https://www.siminn.is/adstod/internet/t ... -tg789vac/ og ég taldi mig neyddan til að nota hann því að snúran úr veggnum er ekki cat-5 heldur mjó venjuleg símasnúra.


Þú getur slökkt á WIFI-inu í símarouternum og notað hann bara sem modem/router. Svo geturðu notað einhvern annan router sem WIFI access point.

Siggihp skrifaði:Ég er búinn að pæla í svona powerline plug líka, en þarf það ekki að tengjast beint vegg í vegg? Og gengur það alveg í fjölbýlishúsi?


Powerline virkar alveg í fjölbýlishúsum.


Powerline þarf að tengjast beint í innstungu í vegg - má ekki fara í fjöltengi.



Skjámynd

Urri
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
Reputation: 32
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Pósturaf Urri » Mán 15. Ágú 2016 12:41

Þú getur líka verið með extender sem er POE þ.e.a.s. power over ethernet og þarft þá EKKI innstungu fyrir hann.


Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4328
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Pósturaf chaplin » Mán 15. Ágú 2016 12:51



youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 815
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 128
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Pósturaf Hrotti » Mán 15. Ágú 2016 20:57

Þú setur asus routerinn við sjónvarpið og notar wifi- á honum, slekkur á síma draslinu. þannig er öllu reddað án þess að kaupa neitt.


Verðlöggur alltaf velkomnar.


Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Pósturaf Icarus » Mán 15. Ágú 2016 21:49

Er routerinn klesstur upp við vegginn? Getur oft munað að færa hann aðeins frá veggnum, sá rosalegan mun hjá mér þegar ég færði inn 20sm framar.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 734
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 177
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Pósturaf russi » Mán 15. Ágú 2016 22:01

Sama hvað þú gerir, hafðu þá allavega AP ekki inni í neinu svefnherbergi. Það hefur áhrif á þig og konuna. Finnið líklega ekki mikið fyrir því en munt samt finna eitthvað fyrir því, verður svoldið þyngri á þér á morgnana og slík leiðindi.

Annars held ég að það sé best fyrir þig að færa routerinn að MediaCenter og leysa málið með switch og auka cat streng



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 815
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 128
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Pósturaf Hrotti » Mán 15. Ágú 2016 22:40

russi skrifaði:Sama hvað þú gerir, hafðu þá allavega AP ekki inni í neinu svefnherbergi. Það hefur áhrif á þig og konuna. Finnið líklega ekki mikið fyrir því en munt samt finna eitthvað fyrir því, verður svoldið þyngri á þér á morgnana og slík leiðindi.


Er þetta eitthvað nýtt eða bara pseudo science kjaftæði?


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 734
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 177
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Pósturaf russi » Mán 15. Ágú 2016 23:12

illuminati,,, það er alltaf illuminati.

Nei þetta er ekki nýtt, hef rekist á þetta nokkrum sinnum hjá fólki sem ég hef verið setja búnað upp.
Ein saga: Það var einn kúnni bara að spjalla við mig um daginn og veginn og þá barst það í tal að dóttir hans, sem þá var 11-12 ára, væri alltaf svo slöpp á morgnana. Ekki veik eða slíkt, heldur bara svona frekar þung á sér. Síðan kom það í ljós síðar í spjallinu að routerinn fyrir heimilið var staðsettur inni hjá henni, ég benti honum á að færa hann og athuga málið allavega. Þetta gæti kannski hjálpað. Heyrði svo í honum nokkrum vikum síðar og spurði útí málið og stelpan hans var ekki lengur þung eftir að routerinn var færður, það sást munur á henni fljótlega eftir að router var færður og hún talaði um það sjálf.

Það er auðvitað í valdi hvers og eins að trúa á svona, en stöðugar rafsegulbylgjur sem dynja á manni í nærsviði, þessu tilfelli WiFi sendis, gera fáum gott.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2828
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 209
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Pósturaf CendenZ » Mán 15. Ágú 2016 23:19

Hrotti skrifaði:Þú setur asus routerinn við sjónvarpið og notar wifi- á honum, slekkur á síma draslinu. þannig er öllu reddað án þess að kaupa neitt.


Deilt




Höfundur
Siggihp
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Mán 13. Des 2010 15:27
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Pósturaf Siggihp » Þri 16. Ágú 2016 20:44

CendenZ skrifaði:
Hrotti skrifaði:Þú setur asus routerinn við sjónvarpið og notar wifi- á honum, slekkur á síma draslinu. þannig er öllu reddað án þess að kaupa neitt.


Deilt


Oki, ég prófaði þetta og netið af asus routernum drífur í gegnum vegginn og gefur sæmilegt net inní svefnherbergi, en frekar slappt í eldhúsinu.

Get ég ekki haft kveikt á símarouternum og látið hann vera main router og asus access point á hann og hef þá á sama network nafni?



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 734
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 177
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Pósturaf russi » Þri 16. Ágú 2016 23:04

Jú það er hægt, gæti jafnvel komið betur út að hafa sitthvort nafnið, Þú verður eiginlega að finna útúr því.
Tækin eiga að skipta yfir á þann sendi sem er bestur hverju sinni sjálfvirkt, það er bara ekki alltaf þannig.

Gætir reyndar prófað eitt með að hafa sama nafnið á þeim, það er að draga úr sendistyrknum á öðrum þeirra eða jafnvel báðum. Þarft bara að finna út jafnvægi sem entar öllum tækjum sem eru í notkun.