Ég er núna orðinn vel þreyttur á þessum lágmark 30ish þúsundum sem maður er að borga fyrir net, sjónvarp og farsíma hjá Símanum.
Var að rekast á þetta AlltSaman combo hjá Nova sem hljómar gríðarlega vel, ótakmarkað net í 3x farsíma og snjalltæki, 2x kort í snjallúr, router, ótakmarkaður ljósleiðari og línugjald allt saman á 16.990 kr.- á mánuði
https://www.nova.is/alltsaman
Vildi samt athuga hvort það væru einhverjir hérna inni sem eru í þessum pakka eða með þjónustu hjá þeim sem gætu talað um reynslu sína við Nova ?
T.d.
Hvernig er farsímasamband/netið að reynast?
Hvernig er ljósleiðarinn og þjónustan að reynast?
Fyrirfram þakkir