Linux stýrikerfi

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6428
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 289
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf gnarr » Fim 02. Maí 2024 18:43

rostungurinn77 skrifaði:
gnarr skrifaði:Ef þú ert að prófa linux í fysta skipti, ekki einusinni spá í Arch. Þú hefur ekki þekkingu eða skoðanir til þess að geta sett upp Arch.


Róum okkur aðeins.

Ég myndi aldrei segja einhverjum nýgræðingi að byrja á Arch en ef einhver er tilbúinn til þess að sóa klukkustundum (dögum) úr lífi sínu í að fylgja leiðbeiningunum þá er það ekki mitt að standa í vegi fyrir viðkomandi. :guy


Pælingin á bakvið Arch er að þú getir sett upp linux kerfi sem er fullkomlega customized fyrir þig. Þetta er svona álíka og að ráðleggja einhverjum sem er að velta fyrir sér að kaupa sér sinn fyrsta bíl að smíða hann frekar sjálfur frá grunni.

Arch er ekki fyrir einhvern sem er að prófa linux í fyrsta skipti, vegna þess að þú þarft í fyrsta lagi að hafa skoðanir á hverju einasta grunn kerfi frá skrákerfi að DE. Nýr notandi hefur ekki þekkingu til þess að mynda sér skoðanir hvort hann ætti að velja EXT4 eða BTRFS, wayland eða x.org, KDE eða i3, systemd eða upstart, etc..
Plús það að það þarf ekki að gera nema ein smávægileg mistök í uppsetningunni og þú ert mögulega búinn að tapa allri uppsetningunni eða fastur í configgi sem þú skilur ekkert í.

Fyrir nýjan notanda er miklu sniðugra að byrja í einföldu tilbúnu kerfi þar sem hann getur náð tökum á conceptum hægt og rólega og þarf ekki að eyða fleiri dögum/vikum áður en hann er kominn með nothæft kerfi.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

rostungurinn77
Fiktari
Póstar: 61
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf rostungurinn77 » Fös 03. Maí 2024 09:03

Hér eru leiðbeiningar hvernig þú kallar fram Arch Linux (með gömlu aðferðinni)
Viðhengi
installing_arch.jpg
installing_arch.jpg (240.02 KiB) Skoðað 677 sinnum




Höfundur
Knud
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Sun 28. Mar 2010 23:31
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf Knud » Lau 04. Maí 2024 08:46

Takk fyrir öll svörin

Það þarf stundum að fara út fyrir þægindarammann því ég er bara engan veginn hlynntur þeirri stefnu sem Microsoft er á

Ég skelli nokkrum vel völdum á USB og prófa þau



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2822
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 209
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf CendenZ » Lau 04. Maí 2024 16:42

Knud skrifaði:Takk fyrir öll svörin

Það þarf stundum að fara út fyrir þægindarammann því ég er bara engan veginn hlynntur þeirri stefnu sem Microsoft er á

Ég skelli nokkrum vel völdum á USB og prófa þau


Geggjað, láttu okkur svo vita hvaða distró það var sem gékk best og afhverju það var Mint :megasmile



Skjámynd

Langeygður
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
Reputation: 18
Staða: Tengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf Langeygður » Lau 04. Maí 2024 20:32



Fractal Design Pop Air - Intel I9-9900K - 32GB DDR4 3600Mhz - ASUS TUF Z390M-PRO GAMING - Asus TUF RTX4080 OC 16GB Gaming - Samsung 970 PRO 500GB M.2 - Samsung 990 EVO 2TB M.2 - Samsung 870 EVO 4TB SSD - Seagate 4TB HDD


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 288
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Linux stýrikerfi

Pósturaf jonfr1900 » Sun 05. Maí 2024 01:39

Ég nota ekki Linux núna vegna þess að það virkar ekki nógu vel með þeirri tækni sem er í dag. Það er ekkert nýtt. Ég er ennþá að hugsa málið með FreeBSD sem mögulegan framtíð með notkun en þá þarf ég að setja upp grafík sjálfur (KDE og annað) og það er talsverð vinna.

Eina Linux sem ég nota er með WLS í Windows 11 Pro og það virkar ágætlega í það sem ég þarf að nota Linux. Þjónadót hjá mér fer í Linux þegar ég er kominn með fleiri tölvur, þar sem ég gafst upp á sýndartölvum. Auk sem ég mun nota FreeBSD í þjónahluti (dhcpd, mrtg, snmpd og fleira).