Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!


Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf coldcut » Þri 26. Okt 2010 00:42

Jæja, ég ætla í þessari grein að leiða ykkur í gegnum uppsetningu á GNU/Linux-kerfinu Ubuntu sem er sennilega vinsælasta GNU/Linux desktop-OS'ið. Sjálfur hef ég ekkert annað en gott að segja um Ubuntu, hjá mér hefur kerfið alltaf virkað out-of-the-box svo maður leyfi sér nú að sletta aðeins. Kerfið er einfalt í uppsetningu, eins og þið munuð sjá, og gríðarlega einfalt í notkun. Þó að kerfið virki out-of-the-box að þá er ekki þar með sagt að það sé einungis fyrir þá sem vilja bara setja upp kerfi sem virkar og fikta svo sem minnst í því heldur er hægt að kafa mun dýpra í það og í rauninni hafa það eins og maður vill.
Í greininni er ég að setja upp kerfið í sýndarvél með hjálp VirtualBox og ég mæli með ef þið eruð ekki alveg viss með að setja Ubuntu upp á tölvunni að þá prufiði það fyrst sem sýndarvél og sjáið hvernig ykkur líkar það.
Þið getið náð í nýjustu útgáfuna af Ubuntu á Huga. PC (Intel x86) er 32-bita og svo er PC (AMD 64) 64-bita útgáfan.
Tvær bestu leiðirnar að mínu mati til að setja upp Ubuntu er annaðhvort að keyra installið af geisladisk eða USB-lykli en ég mun ekki fara nánar út í það. Þá sem vantar upplýsingar um hvernig það er gert skulu nota, vin okkar allra, Google.
En áfram með smjörið...

Mynd1.JPG
Tungumál uppsetningar
Mynd1.JPG (93.94 KiB) Skoðað 15698 sinnum


Þarna ýtum við á Install Ubuntu, nema þið viljið prófa kerfið fyrst með því að keyra það beint af LiveCD og skoða það þannig. Mæli svosem alveg með því en áttið ykkur á því að það er skiljanlega aldrei eins hratt og ef þið væruð að keyra það af harða disknum eftir install.

Mynd2.JPG
Undirbúningur uppsetningu
Mynd2.JPG (104.61 KiB) Skoðað 15697 sinnum


Hérna ráðið þið því hvort þið hakið í boxin tvö en ef þið viljið getað byrjað að nota kerfið að fullu strax að þá mæli ég með að þið hakið í neðra boxið. Nú ef þið hafið sömu lífsreglur og Richard Stallmann, allir búnir að googlea?, að þá hakið þið að sjálfsögðu ekki í þetta box og getið svo sjálf fundið út hvernig þið spilið hljóð- og myndbandaskrárnar ykkar.
Efra boxið útskýrir sig sjálft en ef þú hakar í það þá nær Ubuntu í uppfærslur á meðan á uppsetningu stendur. Persónulega hef ég ekki hakað í það svo að uppsetningin gangi hraðar fyrir sig og þá næ ég í þessar uppfærslur þegar ég keyri kerfið í fyrsta sinn og get þá tweakað það á meðan.

Mynd3.JPG
Velja partition aðferð
Mynd3.JPG (49.61 KiB) Skoðað 15696 sinnum


Hérna er það aftur svolítið í ykkar höndum hvað þið gerið. Ef að þið hafið partitionað (ákvarðað disksneiðar) áður þá mæli ég að sjálfsögðu með að velja neðra boxið. Ætla ekki að fara nánar útí þá sálma því ég reikna með að þið kunnið það.
Fyrir þá sem ekki hafa fiktað í partition-töflum mæli ég með að velja efri valmöguleikann.
Gætið ykkar samt að með því að velja efri valmöguleikann þá er þurrkað allt af disknum/partitioninu sem þið veljið.

Mynd4.JPG
Velja partition
Mynd4.JPG (100.72 KiB) Skoðað 15699 sinnum


Þarna þarf að velja hvaða partition á að setja Ubuntu upp á og þá erum við bara good to go að ýta lauflétt á "Install now" hnappinn!

Mynd5.JPG
Velja tímabelti/staðsetningu
Mynd5.JPG (98.58 KiB) Skoðað 15695 sinnum


Hérna veljiði hvar í heiminum þið eruð staðsett. Smellið bara á Ísland og þá verður klukkan ykkar rétt.

Mynd6.JPG
Velja lyklaborðslayout
Mynd6.JPG (78.43 KiB) Skoðað 15692 sinnum


Hérna veljiði hvaða lyklaborð þið ætlið að nota. Veljið Iceland í vinstri listanum og svo það sem hentar ykkar lyklaborði í hægri listanum. Flestir velja Iceland möguleikann en þið getið séð hvort að þetta sé rétt lyklaborð með því að skrifa þessa séríslensku stafi í reitinn fyrir neðan listana eins og ég gerði.

Mynd7.jpg
Notandaupplýsingar
Mynd7.jpg (31.24 KiB) Skoðað 15697 sinnum


(Tekin af ubuntu.com því ég gleymdi að taka screenshot!)
Þessi mynd skýrir sig sjálf!
Setja inn nafn, nafn tölvu, notendanafn, lykilorð, lykilorð og svo veljiði hvort þið viljið "loggast" in sjálfkrafa eða hvort þið viljið alltaf auðkenna ykkur. Ég mæli að sjálfsögðu með seinni valmöguleikanum.
Einnig mundi ég encrypta mína heimamöppu en það er undir ykkur komið hvort þið viljið það (alls ekki nauðsynlegt).

Mynd8.JPG
Install-hamur
Mynd8.JPG (146.91 KiB) Skoðað 15696 sinnum


Mæli með að þið skoðið myndirnar sem þið getið flett á milli á meðan kerfið er í install-ham og lesið það sem þar stendur því það hjálpar ykkur kannski aðeins að komast af stað

Mynd9.JPG
Lokaskrefið
Mynd9.JPG (65.99 KiB) Skoðað 15698 sinnum


VOILA!
Þá er bara að smella á Restart Now hnappinn og meðan uppsetningin er að slökkva á sér mun hún segja ykkur að taka diskinn/usb-lykilinn úr drifinu og ýta svo á Enter.
Að sjálfsögðu gerið þið það.


Hér með er þessari grein um uppsetningu á Ubuntu lokið en ætli maður reyni ekki að uppfæra hana með tímanum ef einhverjar fleiri nýjungar verða settar í uppsetningarferlið.
Uppsetningarferlið er frekar breytt síðan að ég var að bauka í þessu fyrst og er þetta svona frekar einfalt, en ég vona þó að einhver hafi not af þessu!
Ég vona að þið hafið haft gagn og gaman af og ég hvet alla til að a.m.k. prófa kerfið í sýndarvél áður en þið ákveðið að það sé ekki fyrir ykkur!

Ef þið eruð í vandræðum þá getið þið leitað ráða í kommentum þar sem ég, og örugglega fleiri, erum til í að hjálpa ykkur.
Ég tek mér það bessaleyfi að eyða öllum off-topic innleggjum enda á það ekki heima hér!

Góðar stundir með Ubuntu!
Síðast breytt af Viktor á Fim 01. Apr 2021 13:44, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

BjarkiB
Of mikill frítími
Póstar: 1947
Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
Reputation: 15
Staðsetning: C:\Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf BjarkiB » Þri 26. Okt 2010 00:51

Flottur þráður.
Væri flott ef þú gætir komið með "næsta skref eftir uppsetningu í Ubuntu/Linux".
Síðast breytt af BjarkiB á Sun 15. Sep 2013 13:28, breytt samtals 4 sinnum.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf GuðjónR » Þri 26. Okt 2010 00:52

Já þetta er með glæsilegri þráðum sem maður hefur séð.
Congrats! :happy




Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf coldcut » Þri 26. Okt 2010 00:58

Tiesto skrifaði:Hérna færðu eitt klapp á bakið! :megasmile
Flottur þráður.
Væri flott ef þú gætir komið með "næsta skref eftir uppsetningu í Ubuntu/Linux".


Já það var nú hugmyndin sko. Ætla hins vegar að gera það seinna í vikunni, hef lítinn tíma sökum náms.

GuðjónR skrifaði:Já þetta er með glæsilegri þráðum sem maður hefur séð.
Congrats! :happy

Danke schön!



Skjámynd

Lallistori
Gúrú
Póstar: 577
Skráði sig: Þri 24. Mar 2009 22:13
Reputation: 21
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf Lallistori » Þri 26. Okt 2010 01:11

Er einmitt að fara setja upp ubuntu í fyrsta skiptið , nota þetta :megasmile


Haf X - Corsair 750w - Ryzen 5 5600X - 32gb ddr4 3200mhz -Prime 550M-A - Samsung 1TB NVMe - Asus 3070 OC - 5TB HDD's


HemmiR
Stjórnandi
Póstar: 421
Skráði sig: Fim 05. Maí 2005 23:05
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf HemmiR » Þri 26. Okt 2010 01:19

Glæsilegt! ;)



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf chaplin » Þri 26. Okt 2010 10:20

Snilldar grein, vill þó benda líka á add/remove tólið, fara í það velja alla drivera/forrit sem maður vill hafa og leyfa Ubuntu að sjá um það allt fyrir mann. ;)


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf Sydney » Þri 26. Okt 2010 10:59

Encrypt home folder er að sjálfsögðu must, annars kemst the government inn í tölvuna :-s


Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1899
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf emmi » Þri 26. Okt 2010 11:26

Af hverju ætti ríkið að vilja skoða home möppuna þína? :megasmile

Flottar leiðbeiningar. :happy



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf dori » Þri 26. Okt 2010 11:55

emmi skrifaði:Af hverju ætti ríkið að vilja skoða home möppuna þína? :megasmile

Flottar leiðbeiningar. :happy

Þeir eru alltaf að njósna um mig. Þess vegna nota ég 128bit á öll persónulegu skjölin mín og afrita bara hjá backblaze og nota 128bit encryption þar líka. Ég er líka byrjaður að selja álpappírshatta, ef þið hafið áhuga sendið pm. Helmingi þykkari álpappír en þú færð útí búð svo raddirnar í hausnum komast ekki út.

Annars þá er mjög sniðugt að hafa dulkóðaða heimamöppu ef þú ert með eitthvað þar sem skiptir þig einhverju máli eða er verðmætt á einhvern hátt. Ubuntu, jafn skemmtilegt kerfi og það er, er ekkert mál að brjótast inní ef þú hefur physical aðgang. Og svo er auðvitað alltaf hægt að rífa diskinn úr og komast í gögnin þín.
Skiptir ekki máli hvort þetta séu myndirnar þínar af stelpum í undirfötum sem þú tókst með földu myndavélinni sem þú komst fyrir einhversstaðar (þá ættu reyndar yfirvöld að vera að fylgjast með þér en það er annað mál), myndir af köttum eða háleynileg forrit þá er alltaf skemmtilegast að leyfa óprúttnum aðilum ekki að njóta.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf gardar » Þri 26. Okt 2010 12:07

128bit er ekki neitt [-X



Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3206
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf Frost » Þri 26. Okt 2010 12:12

Hey væri eki sniðugt að koma með leiðbeiningar hvernig er best að nota Gparted til að patitiona disk fyrir Ubuntu :megasmile Því ég er svo mikill tarður þegar það kemur að svona málum :sleezyjoe


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf dori » Þri 26. Okt 2010 12:31

gardar skrifaði:128bit er ekki neitt [-X

128 er alveg nóg, 258 er samt töffaralegt, btw, villa í þessum texta sem ég var að lesa:
Ubuntu howto skrifaði:How many bits should the key used by the algorithm have?
This depends on your needs for security: A longer key is more secure, but it takes longer to de-/encrypt data using it.

With a good crypto algorithm a attacker must use brute force: He has to generate each key and then has to try to unlock the encrypted data with it. So the number of possible keys directly gives the average time needed to break the encryption. So let us play a bit with some numbers:

A 256bit key gives about 10^77 (a 1 followed by 77 zeros) different keys while a 128bit key has "only" about 10^38 (a 1 followed by 38 zeros). At the moment a typical PC can generate and test about 3*105 (3 followed by 5 zeros) keys per second. So breaking a 128bit key would take a single average PC about 1025 years (1 followed by 25 zeros), which is longer than the universe exists. That should be secure enough for most users.

To understand how secure 128 bit keys are, you may read this analogy by Jon Callas:

“Imagine a computer that is the size of a grain of sand that can test keys against some encrypted data. Also imagine that it can test a key in the amount of time it takes light to cross it. Then consider a cluster of these computers, so many that if you covered the earth with them, they would cover the whole planet to the height of 1 meter. The cluster of computers would crack a 128-bit key on average in 1,000 years.”

Even if you don't believe that the NSA has another planet devoted to key cracking, you still may want to use a longer key. If a weakness in your chosen crypto-module is found, it may limit the keyspace that needs to be tested, and you will then have an effectivly shorter key. Using a 256 bit key will keep your data secure much longer if that should happen.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3162
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 09. Okt 2011 20:27

Hérna er svo síða ef fólk vill skoða hinar ýmsu Terminal skipanir fyrir Linux:
http://www.playterm.org


Just do IT
  √

Skjámynd

cure
Geek
Póstar: 886
Skráði sig: Fim 11. Mar 2010 23:42
Reputation: 3
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf cure » Sun 09. Okt 2011 20:39

Þetta finnst mér svolítið skemmtilegt, sérstaklega fyrir þá sem vilja prufa Ubuntu http://www.ubuntu.com/download/ubuntu/windows-installer




ioxns
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Lau 15. Jan 2011 15:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf ioxns » Fim 20. Okt 2011 00:22

þetta er orðinn rosafancy gui installer hjá ubuntu-fólki.

smáspurning.

þegar þú installar í gegnum gui-ið.. er mögulegt að hafa sér /boot partition á sér hd ?


ég er nú sjálfur hardcore gentoophiliac og gæti ekki unnið á ubuntu.. það bara ekki nógu góður response tími í neinu.. nema jú að installa appz...:D það er töluvert harðvirkara í ubuntu en virkar ekki eins vel þegar orðið uppsett.


-------------------------------------------------------------------------
TI UltraSparc IIe (Hummingbird)


Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf coldcut » Fim 20. Okt 2011 01:42

ioxns skrifaði:þetta er orðinn rosafancy gui installer hjá ubuntu-fólki.

smáspurning.

þegar þú installar í gegnum gui-ið.. er mögulegt að hafa sér /boot partition á sér hd ?


ég er nú sjálfur hardcore gentoophiliac og gæti ekki unnið á ubuntu.. það bara ekki nógu góður response tími í neinu.. nema jú að installa appz...:D það er töluvert harðvirkara í ubuntu en virkar ekki eins vel þegar orðið uppsett.


Já Ubuntu er, leyfi ég mér að fullyrða, notendavænasta distroið sem er í boði í dag. Þú missir öööörlítið-control (samanborið við t.d. Gentoo og Arch) en í staðinn ertu kominn með working desktop á 20mín!

Ég hef sjálfur aldrei prófað að setja /boot partition á sér hd en ég er 99,9% á að það sé hægt!

Þú verandi gentoophiliac (sem ég skil mjög vel og er að íhuga að setja það upp í jólafríinu) að þá væri helvíti nice ef þú nenntir að gera svipaða grein um uppsetningu á Gentoo. Bara svona basic install sem maður gæti prófað í virtual-vél án þess að eyða heilu sólarhringunum í að lesa manualinn fyrir setupið :D (Ég hef btw eytt samtals um sólarhring af ævi minni í að lesa Gentoo-manualinn)
Ég veit að hvert Gentoo install er mismunandi hjá hverjum notenda en crash-course væri snilld ;)

...just sayin'




ioxns
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Lau 15. Jan 2011 15:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf ioxns » Fim 20. Okt 2011 06:51

coldcut skrifaði:


Þú verandi gentoophiliac (sem ég skil mjög vel og er að íhuga að setja það upp í jólafríinu) að þá væri helvíti nice ef þú nenntir að gera svipaða grein um uppsetningu á Gentoo. Bara svona basic install sem maður gæti prófað í virtual-vél án þess að eyða heilu sólarhringunum í að lesa manualinn fyrir setupið :D (Ég hef btw eytt samtals um sólarhring af ævi minni í að lesa Gentoo-manualinn)
Ég veit að hvert Gentoo install er mismunandi hjá hverjum notenda en crash-course væri snilld ;)

...just sayin'


hehe... það eru svakaskriftir. en ef þú hefur áhuga skal ég skoða það, ég á allavega amd64 vél sem ég má alveg setja system á og flestir í dag eru að nota amd64 arch. ég hugsa að á sæmilega nýrri vél er basic install án gui ekki nema svona 2klst process, gui náttúrulega soldið tímafrekara.


-------------------------------------------------------------------------
TI UltraSparc IIe (Hummingbird)


HemmiR
Stjórnandi
Póstar: 421
Skráði sig: Fim 05. Maí 2005 23:05
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf HemmiR » Þri 01. Nóv 2011 21:50

coldcut skrifaði:Þú verandi gentoophiliac (sem ég skil mjög vel og er að íhuga að setja það upp í jólafríinu) að þá væri helvíti nice ef þú nenntir að gera svipaða grein um uppsetningu á Gentoo. Bara svona basic install sem maður gæti prófað í virtual-vél án þess að eyða heilu sólarhringunum í að lesa manualinn fyrir setupið :D (Ég hef btw eytt samtals um sólarhring af ævi minni í að lesa Gentoo-manualinn)
Ég veit að hvert Gentoo install er mismunandi hjá hverjum notenda en crash-course væri snilld ;)

...just sayin'

Smá tease culdcut.. er byrjaður að skrifa step by step guide í gegnum gentoo install ;)




schaferman
FanBoy
Póstar: 742
Skráði sig: Sun 09. Des 2007 01:18
Reputation: 0
Staðsetning: vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf schaferman » Fös 06. Jan 2012 02:04

aulaspurning,,,,,,,
Ég er búinn að setja upp winxp örugglega 50-60 sinnum , er þetta flóknara eða ætti ég að fara létt með þetta? :-k


http://kristalmynd.weebly.com/

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf gardar » Fös 06. Jan 2012 02:08

schaferman skrifaði:aulaspurning,,,,,,,
Ég er búinn að setja upp winxp örugglega 50-60 sinnum , er þetta flóknara eða ætti ég að fara létt með þetta? :-k



Þetta er mun notendavænna ferli :happy
Ættir að fara mjog létt með þetta




schaferman
FanBoy
Póstar: 742
Skráði sig: Sun 09. Des 2007 01:18
Reputation: 0
Staðsetning: vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf schaferman » Fös 06. Jan 2012 02:14

ok,,,mikið takk fyrir svarið, og eru gamlar fartölvur ekki eitthvað sprækari með þessu heldur en XP ?


http://kristalmynd.weebly.com/


Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf coldcut » Fös 06. Jan 2012 02:31

schaferman skrifaði:ok,,,mikið takk fyrir svarið, og eru gamlar fartölvur ekki eitthvað sprækari með þessu heldur en XP ?


99,9% líkur á því jú!




schaferman
FanBoy
Póstar: 742
Skráði sig: Sun 09. Des 2007 01:18
Reputation: 0
Staðsetning: vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf schaferman » Fös 06. Jan 2012 02:51

ætti 700mhz tölva með 256mb minni að höndla það? og kemst maður á allar vinsælar síður? facebook og annað en hvað með msn messenger?


http://kristalmynd.weebly.com/

Skjámynd

bjarkih
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Þri 16. Feb 2010 17:55
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á Ubuntu - leiðbeiningar!

Pósturaf bjarkih » Fös 06. Jan 2012 08:11

schaferman skrifaði:aulaspurning,,,,,,,
Ég er búinn að setja upp winxp örugglega 50-60 sinnum , er þetta flóknara eða ætti ég að fara létt með þetta? :-k


ættir að fara létt með þetta, sérstaklega ef þú ætlar að láta það nota allann harða diskinn. Þá er hægt að hafa þetta svo til sjálfvirkt alla leið, það eina sem þú þarft að gera er að velja notendanafn, lykilorð og svoleiðis. Það eina sem þú þarft að hugsa út í eftir install er að búa til root password með skipunini "sudo passwd root" sjá nánar um root og sudo https://help.ubuntu.com/community/RootSudo


Bug #1 https://bugs.launchpad.net/ubuntu/+bug/1