Síða 1 af 1

Windows breytir sjálfkrafa úr Aero þegar ég spila BF3

Sent: Lau 04. Feb 2012 14:57
af Danni V8
Er hægt að slökkva á þessu?

Það er ekkert vandamál með tölvuna, hún er ekki hægt eða neitt þannig. Hún á það til að nota mikið af resources við að spila BF3. Gerist oftast þegar ég loka leiknum samt, þá hengur hún í nokkrar sekúndur.

Þá kemur þetta andskotans gula merki í tray "Windows has detected that your memory was too low" eða eitthvað þannig og breytir síðan sjálfkrafa úr Aero.

Get ég stillt þannig að Windows gerir þetta bara ekki?

Re: Windows breytir sjálfkrafa úr Aero þegar ég spila BF3

Sent: Lau 04. Feb 2012 15:30
af MCTS
Af hverju slekkurðu ekki bara á Aero
http://www.howtogeek.com/howto/windows- ... ows-vista/

Re: Windows breytir sjálfkrafa úr Aero þegar ég spila BF3

Sent: Lau 04. Feb 2012 15:53
af Danni V8
Vegna þess að ég vill hafa Aero. Ég væri ekki að búa til þennan þráð ef að vildi bara slökkva á Aero og gleyma þessu...

Re: Windows breytir sjálfkrafa úr Aero þegar ég spila BF3

Sent: Lau 04. Feb 2012 15:59
af MCTS
Margir að lenda í þessu sýnist mér
http://battlelog.battlefield.com/bf3/fo ... 842092776/

Re: Windows breytir sjálfkrafa úr Aero þegar ég spila BF3

Sent: Lau 04. Feb 2012 20:50
af SteiniP
Finndu BF3.exe
Hægri smella > properties > compatibility > haka við 'disable desktop composition'

Þá slokknar á aero þegar þú opnar leikinn og kveiknar svo á því aftur þegar þú lokar honum.
Færð þá allavega ekki þetta popup í miðjum leik.

Re: Windows breytir sjálfkrafa úr Aero þegar ég spila BF3

Sent: Mið 08. Feb 2012 21:11
af Danni V8
SteiniP skrifaði:Finndu BF3.exe
Hægri smella > properties > compatibility > haka við 'disable desktop composition'

Þá slokknar á aero þegar þú opnar leikinn og kveiknar svo á því aftur þegar þú lokar honum.
Færð þá allavega ekki þetta popup í miðjum leik.


Það reyndar kemur aldrei þetta popup í miðjum leik, bara þegar ég loka honum.

En mér lýst vel á þessa lausn, ætla að prufa hana! Takk fyrir :D

Re: Windows breytir sjálfkrafa úr Aero þegar ég spila BF3

Sent: Mið 08. Feb 2012 22:35
af Steini B
Ég var á tímabili að lenda alltof oft í þessu í miðjum leik, var frekar MIKIÐ pirrandi, en gleymdi alltaf að leita að lausnum :P
Er hætt núna en ákvað samt að slökkva á þessu bara til vonar og vara :)