Síða 1 af 1
					
				Linux Mint: hitt og þetta
				Sent: Sun 12. Feb 2012 17:08
				af KermitTheFrog
				Sælinú. Ég var að setja upp Linux Mint á lappann minn og ætlaði að ná í gögnin sem ég setti inn á shared folder í Windowsinu. Málið er bara að það kemur upp password promt þegar ég reyni að accessa serverinn. Það er ekkert sett password inn á hann og ég hef alltaf getað komist beint inn á hann í gegnum bæði Windows og Ubuntu en núna lendi ég í því að ég kemst ekki inn. Er búinn að prófa bæði pw á Windows tölvuna og lappann og hafa það tómt og admin og allt sem mér dettur í hug að þetta gæti verið default en ekkert gengur. What to do?
			 
			
					
				Re: Linux Mint og Windows share
				Sent: Sun 12. Feb 2012 17:22
				af tdog
				Ertu búinn að stilla Sambað í Mint á sama workgroup og Windowsinn?
			 
			
					
				Re: Linux Mint og Windows share
				Sent: Sun 12. Feb 2012 17:34
				af KermitTheFrog
				Neibb, ætla að gá hvort ég geti það. Hvar geri ég það?
edit: Þeir eru í sama workgroup.
			 
			
					
				Re: Linux Mint og Windows share
				Sent: Sun 12. Feb 2012 18:45
				af gardar
				Hvað með að setja upp password?
Annars gæti þetta líka verið vandamálið: 
http://ubuntuforums.org/showthread.php?t=1584977 
			
					
				Re: Linux Mint og Windows share
				Sent: Sun 12. Feb 2012 22:11
				af KermitTheFrog
				Eftir að ég keyrði update manager spyr hann ekki lengur um password heldur hreytir hann í mig skilaboðunum "Failed to retrieve share list from server"
Edit: Ég virðist hafa komist inn eftir restart.
			 
			
					
				Re: Linux Mint: hitt og þetta
				Sent: Þri 21. Feb 2012 00:01
				af KermitTheFrog
				Jæja, nú er ég að velta því fyrir mér hvernig ég get embedað á desktopið mitt svona eins og smá "widget" með cpu temp og batteríi og svoleiðis. Ég man að ég var að stússast eitthvað í Ubuntu með þetta og lm-sensors og e-ð en ég get ómögulega orðað þetta nógu vel til að Google skili mér einhversskonar niðurstöðum.
Any help here?
			 
			
					
				Re: Linux Mint: hitt og þetta
				Sent: Þri 21. Feb 2012 00:10
				af gardar
				Ætli Screenlets sé ekki forritið sem þú sért að leita að...
Annars líkar mér sjálfum best við conky
			 
			
					
				Re: Linux Mint: hitt og þetta
				Sent: Þri 21. Feb 2012 20:33
				af KermitTheFrog
				Conky! Það er orðið sem ég gat ekki munað 

 takk.