Síða 1 af 2
					
				Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 16:17
				af Tiger
				Sælir. Hvernig er það ef ég kaupi mér lén fyrir lítið félag, er mikið mál fyrir mig að setja upp póstþjónstu þannig að allir félagsmeðlimir (40 stk c.a.) fái sitt e-mail til umráða og geti breytt lykilorðum ofl og hafi endingu lénsins (
tiger@dyragardurinn.is t.d.). ?
 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 16:26
				af dori
				Það er náttúrulega rosalega þæginlegt að vera með Google Apps. Það kostar samt alveg slatta ef þú vilt hafa fleiri en 10 notendur ($5 á notanda á mánuði, það væri $2400 á ári fyrir 40 notendur).
			 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 16:33
				af Tiger
				dori skrifaði:Það er náttúrulega rosalega þæginlegt að vera með Google Apps. Það kostar samt alveg slatta ef þú vilt hafa fleiri en 10 notendur ($5 á notanda á mánuði, það væri $2400 á ári fyrir 40 notendur).
Er það eini möguleikinn í svona stöðu?
 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 16:38
				af dori
				Það er náttúrulega hægt að fara í allskonar æfingar. Ég veit ekki alveg hvað er í boði þegar þú vilt bara fá hýsingu á netföngum fyrir < 100 aðila. Það er samt mjög sniðugt sem FSFÍ (félag um stafrænt frelsi á Íslandi) var að gera. Þeir settu upp email forwarding fyrir meðlimi sína. Þannig að þú gætir fengið 
tiger@fsfi.is en það væri í rauninni bara forwardað eitthvað annað netfang.
Ég held að það hafi verið Tryggvi Björgvinsson sem setti það upp hjá þeim. Þú gætir tékkað á honum.
 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 16:50
				af lukkuláki
				Þetta er ekkert mál ef þú vilt hafa það .com en .is er örugglega dýrt annars þekki ég það ekki en ég er með .com og 50 e-mail addressur
			 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 16:56
				af Tiger
				lukkuláki skrifaði:Þetta er ekkert mál ef þú vilt hafa það .com en .is er örugglega dýrt annars þekki ég það ekki en ég er með .com og 50 e-mail addressur
Það er því miður upptekið með .com endinguna.  Hvernig tæklaru þetta ef þú ert með .com endingu?
Er ekki best að senda bara mail á 1984.is t.d. og spyrja þá útí þetta?
 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 16:59
				af pattzi
				Ég allavega er reyndar bara með tvö netföng á tveim lénum og ég gerði netfang í cpanel og læt bara áframsenda mailið á gmailið mitt svona uppá funnið bara....
http://www.pattisveinn.nethttp://www.patrekur.net 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 17:07
				af lukkuláki
				Tiger skrifaði:lukkuláki skrifaði:Þetta er ekkert mál ef þú vilt hafa það .com en .is er örugglega dýrt annars þekki ég það ekki en ég er með .com og 50 e-mail addressur
Það er því miður upptekið með .com endinguna.  Hvernig tæklaru þetta ef þú ert með .com endingu?
Er ekki best að senda bara mail á 1984.is t.d. og spyrja þá útí þetta?
 
Þú getur líka verið með aðrar endingar en .com kíktu bara á þetta hérna kostar sáralítið mann ekki hvort það náði 2000 kalli fyrir árið.
http://www.cheapnames.com/Ég nálgast póstinn ýmist með því að fara inn á vefviðmót sem er svipað þessu: 
http://vodafonelive.is/Eða á er með hann uppsettan á Outlook á vélunum hjá mér. Fæ þennan póst líka í gsm.
 
			
					
				Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 17:08
				af GuðjónR
				Ég get sett upp 200 
mail@vaktin.is á google án þess að borga.
Ég get líka farið á cpanel og gert eins mörg póstföng og ég vil.
Sent from my iPhone using Tapatalk
 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 17:08
				af einarth
				Sæll.
Ég er með lén og nota Google mail fyrir það. Þegar ég opna admin viðmótið stendur þetta:
"You can create up to 50 user accounts for this organization.   If you would like more users, please purchase Google Apps for Business."
Svo ef þetta er óbreytt fyrir nýja notendur geturðu notað þetta ókeypis fyrir allt að 50 notendur. Ég er mjög ánægður með þetta kerfi - mjög auðvelt að halda utan um það.
Þú s.s. kaupir þér lén og DNS hýsingu fyrir það (er yfirleitt selt sem bundle erlendis , t.d. easydns.com þar sem ég er).
Eftir það býrðu bara til account í google og stillir lénið hjá þér til að það noti póstþjóna google.
Kv, Einar.
			 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 17:16
				af GuðjónR
				
			 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 17:22
				af pattzi
				
			 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 17:24
				af lukkuláki
				Mig langar í ....
lukkulaki@vaktin.isCool 

 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 17:26
				af dori
				halldor@vaktin.is? Hljómar ekki illa. Maður hefur hins vegar auðvitað ekkert að gera við þetta...
 
			 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 17:47
				af AciD_RaiN
				ég er búinn að fá mitt  

 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 17:55
				af GuðjónR
				AciD_RaiN skrifaði:ég er búinn að fá mitt  

 
Allir að spamma  
AciD_RaiN@vaktin.is 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 18:18
				af Tiger
				Takk fyrir þráðránið 

Eins gott þú komir með góða lausn núna fyrir mig...ja og auðvitað tiger@vaktin .is
 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 18:34
				af Daz
				
			 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 18:52
				af pattzi
				  
  
Delivery to the following recipient failed permanently:    
AciD_RaiN@vaktin.is 
			 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 18:58
				af Tiger
				einarth skrifaði:Sæll.
Ég er með lén og nota Google mail fyrir það. Þegar ég opna admin viðmótið stendur þetta:
"You can create up to 50 user accounts for this organization.   If you would like more users, please purchase Google Apps for Business."
Svo ef þetta er óbreytt fyrir nýja notendur geturðu notað þetta ókeypis fyrir allt að 50 notendur. Ég er mjög ánægður með þetta kerfi - mjög auðvelt að halda utan um það.
Þú s.s. kaupir þér lén og DNS hýsingu fyrir það (er yfirleitt selt sem bundle erlendis , t.d. easydns.com þar sem ég er).
Eftir það býrðu bara til account í google og stillir lénið hjá þér til að það noti póstþjóna google.
Kv, Einar.
Það er greinilega ekki lengur 

 Bara 10 stk í boði núna.

 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 19:07
				af vesi
				geturu ekki kennt einhverjum eithvað, og skráð þetta félag þá sem skóla.. 

 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 19:07
				af AciD_RaiN
				Ég sendi vini mínum fyrirspurn um þetta. Hann er með hellings reynslu af vefhýsingum og þessháttar. Læt þig vita hvað hann segir 

 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 19:32
				af Páll
				Þú getur sent þeim bara tölvupóst og sagt að það henti þér engin leið hjá þeim, ég gerði það og þeir bættu við 300 mailum hjá mér án kostnaðar, það var frekar kósý.
Hjá google apps þeas, væri btw game í 
pall@vaktin.is 
 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 20:20
				af GuðjónR
				Hey...áður en þið drepið inboxið mitt með fyrirspurnum þá var ég bara að grínast...
Það er bara EINN uber alles og hann er:
GudjonR@vaktin.is
			 
			
					
				Re: Setja upp e-mail þjónustu á léni
				Sent: Mið 15. Feb 2012 22:06
				af coldcut
				Daz skrifaði:kevin_mittnick@vaktin.is ?? 

 
 
Æji þetta er alltof ýktur hláturkall...