Síða 1 af 1
					
				[FIXAÐ]Windows 7 start up vandamál
				Sent: Fim 16. Ágú 2012 23:37
				af svanur08
				Þetta er búið að vera svona núna á svoldinn tíma og farið a pirra mig mikið, þegar windows er að ræsa sig kemur blár hringur á network í horninu hægra megin niðri og gadgets koma ekki fyrr enn eftir 1-2 min eða svo, dettur einhverjum í hug hvað gæti verið að hægja svona á þessu hjá mér? Er með mjög lítið í start up.
			 
			
					
				Re: Windows 7 start up vandamál
				Sent: Fös 17. Ágú 2012 00:00
				af mundivalur
				ég man bara eftir 
www.soluto.com/ þá sérðu allt og getur slökkt á líka
 
			
					
				Re: Windows 7 start up vandamál
				Sent: Fös 17. Ágú 2012 01:07
				af svanur08
				Þetta forrit fann ekki neitt að....
 
			
					
				Re: Windows 7 start up vandamál
				Sent: Fös 17. Ágú 2012 01:29
				af svanur08
				Enginn tölvu snillingur hérna með lausn? 

 
			
					
				Re: Windows 7 start up vandamál
				Sent: Fös 17. Ágú 2012 01:39
				af Yawnk
				Nota forrit eins og Ccleaner og slökkva á öllu í startup.. ná í nýjustu Windows updates.. ná í nýjustu drivera kannski.
Eða bara ferskt stýrikerfi 

)
 
			
					
				Re: Windows 7 start up vandamál
				Sent: Fös 17. Ágú 2012 02:04
				af svanur08
				Slökkti á öllu í startup, setti alla nýjustu drivera inn, alltaf sama sagan.
			 
			
					
				Re: Windows 7 start up vandamál
				Sent: Fös 17. Ágú 2012 10:49
				af frr
				Mér dettur þrennt í hug:
1. Þú ert einhverra hluta vegna afar lengi eða ekki (eftir því hvernig þetta er sett upp hjá þér) að fá iptölu. Einnig, ertu með IP6 virkt og ekki router með slíku?
2. Einhvað hefur hengt sig á ipstakkinn sem veldur þessum töfum.
3. Skrítnar stillingar í wins, held samt varla.
			 
			
					
				Re: Windows 7 start up vandamál
				Sent: Mið 12. Sep 2012 11:02
				af svanur08
				Fleiri lausnir? Leiðinlegt að vera með SSD disk og þetta er svona lengi að ræsa sig.
			 
			
					
				Re: Windows 7 start up vandamál
				Sent: Mið 12. Sep 2012 11:48
				af upg8
				Búinn að slökkva á gadgets? þeir eru víst öryggisvandamál og því verður það ekki í boði í Windows 8
			 
			
					
				Re: Windows 7 start up vandamál
				Sent: Mið 12. Sep 2012 11:52
				af svanur08
				Fann þetta út í msconfig, fór í services svo hide microsoft services og disable all, og setti haka í 1 í einu alltaf, ræsti sig eitt tveir og bingo fann hvað var að valda þessu eitthvað pandora tv rugl sem á ekkert að vera þarna 

, núna er allt enable nema það og svínvirkar.
 
			
					
				Re: [FIXAÐ]Windows 7 start up vandamál
				Sent: Mið 12. Sep 2012 13:58
				af Demon
				Flott að skila lausninni svona inn! 
Alltof oft sem menn segja bara "fann hvað var að og búinn að laga" og ekkert meir.
			 
			
					
				Re: [FIXAÐ]Windows 7 start up vandamál
				Sent: Mið 12. Sep 2012 14:09
				af svanur08
				Demon skrifaði:Flott að skila lausninni svona inn! 
Alltof oft sem menn segja bara "fann hvað var að og búinn að laga" og ekkert meir.
Auðvitað á maður að gera það 
