Sjá: http://www.ripe.net/internet-coordinati ... the-last-8
Samhliða þessu breyttust úthlutunarreglur RIPE þannig að þjónustuaðilar & fyrirtæki innan evrópu geta nú bara sótt um að hámarki eina úthlutun í viðbót, sem verður aðeins "/22" að stærð, og skilyrði fyrir því að fá úthlutun í viðbót er að viðkomandi fyrirtæki sé þegar búið að sækja um IPv6 ip tölur.
Og skv þeim úthlutnarreglum sem eru í gangi, þá verða *engar* nýjar "Provider Independant" úthlutanir til fyrirtækja frá RIPE.
(Sem þýðir: Fyrirtæki innan evrópu sem vilja t.d. vera tvítengd netinu við tvo þjónustuaðila og vilja fá sínar eigin IP tölur, well, good luck
Þrátt fyrir þetta er nánast ekkert að gerast í IPv6 hérlendis...
Og fyrirtækjum finnst ennþá sjálfsagt að kaupa búnað sem á að endast næstu 5-7 árin (í það minnsta) án þess að pæla í hvort viðkomandi búnaður styðji IPv6.
Fyrir langflesta vefi þá er lítið mál að gera þá dual-stack þannig að þeir virki yfir IPv4/IPv6 samhliða, ef aðeins vefforritarar/admins hefðu einhverja hugmynd um IPv6...
