Einfaldasta 3G/4G lausnin fyrir fartölvu í sveitinni.


Höfundur
Risadvergur
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Einfaldasta 3G/4G lausnin fyrir fartölvu í sveitinni.

Pósturaf Risadvergur » Þri 13. Sep 2016 10:44

Halló

Vildi gjarna fá einhverjar ábendingar um hvernig væri sniðugast að komast á 3G/4G í dreifbýlinu. Er með eina fartölvu bara sem ég vildi geta tengt.

Gemsinn virðist ekki styðja Wifi-tethering (það er reyndar á döfinni að uppfæra þann garm).

Mér datt í hug að nota pung. Er hjá nova og finnst 3G sambandið á símanum ekkert vera öskrandi frábært. Datt í hug að síminn væri líklegast með betra dreifikerfi þar sem ég er staddur. Er það ekki í boði yfirleitt að kaupa bara gagnamagnsumferð án þess að flytja númerið milli fyrirtækja.

Pungurinn hjá Nova kostar 10 þús. Ég get ekki séð í fljótu bragði að síminn selji pung og vodafone ekki heldur. Eru tölvubúðir eitthvað að selja "punga".

Hneta myndi virka en væri líklegast overkill fyrir bara eitt tæki.

Endilega deilið uppástungum lausnum.

kv.



Skjámynd

rattlehead
Ofur-Nörd
Póstar: 255
Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Einfaldasta 3G/4G lausnin fyrir fartölvu í sveitinni.

Pósturaf rattlehead » Þri 13. Sep 2016 11:16

Held að einfaldast sé að gera þetta bara í gegnum gemsa. Ef þau ert í hugleiðingum. samsung j5 er á 30000 kall og hann er með tethering. Kominn með nýjan síma og tengingu fyrir tölvuna.




codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 345
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Einfaldasta 3G/4G lausnin fyrir fartölvu í sveitinni.

Pósturaf codec » Þri 13. Sep 2016 12:43

Tethering virkar svo sem oft ágætlega en er aðeins meira vesen, svona þannig lagað, hitt er þægilegra.
4G router eða hneta er fáanleg hjá öllum símafyrirtækjumog ég held að það væri einfaldast og þægilegast.
Hefur það umfram pung að þú gætir þá staðsett hann við glugga þar sem oft er hægt að fá betra samband og jafnvel sett betra loftnet. Einfalt að tengja tæki við með WIFI. Hjá sumum símafyrirtækjum færðu gagnamagnskort frítt með sem er kostur og samnýtir gagnamagn.



Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Einfaldasta 3G/4G lausnin fyrir fartölvu í sveitinni.

Pósturaf methylman » Þri 13. Sep 2016 13:04

Tekur þennan bara viewtopic.php?f=11&t=70482 færð kort hjá þeim sem þér hentar


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.


Tonikallinn
Tölvutryllir
Póstar: 660
Skráði sig: Sun 12. Jún 2016 01:34
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Einfaldasta 3G/4G lausnin fyrir fartölvu í sveitinni.

Pósturaf Tonikallinn » Þri 13. Sep 2016 13:18

methylman skrifaði:Tekur þennan bara viewtopic.php?f=11&t=70482 færð kort hjá þeim sem þér hentar

Lenti einu sinni í vandræðum. Keypti 4G router sem átti að styðja 3G líka. Þurfti að fara í settings á routerinum af því að default settings voru ''4G Only''.......skil ekki hvað menn eru að hugsa




isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 381
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Einfaldasta 3G/4G lausnin fyrir fartölvu í sveitinni.

Pósturaf isr » Þri 13. Sep 2016 13:24

Ég fékk mér 4G router hjá símanum og keypti síðan þetta loftnet http://www.oreind.is/vara/4g-loftnet-12db-4glte12db/
og setti upp í Sumarhúsinu og þetta svínvirkar.