[Leyst]Vandamál með screen resolution á TV tengt við PC
Sent: Þri 08. Nóv 2016 00:20
Ég var að tengja 40" sjónvarpið mitt við PC tölvuna mína í gegnum HDMI. Sjónvarpið virðist eitthvað rugla í upplausninni og birta 1920x1080 vitlaust. Þannig að 1920x1080 á tölvuskjánum mínum og sjónvarpinu virðist ekki vera sama upplausnin. Ég hef áður tengt þetta sama sjónvarp við þessa sömu tölvu en þá í gegnum VGA snúru og þá virkaði allt fínt.
Þetta skjákot af Nvidia control panel lýsir kannski best vandamálinu, þarna er Nvidia control panel að sýna mér hvað 1920x1080 upplausn er en þetta er langt frá því að fylla útí skjáinn (svarta svæðið fyrir utan örvarnar er skjástærðin á sjónvarpinu). 1920x1080 er native upplausn á sjónvarpinu. Þannig að þetta kemur út eins og sjónvarpið þysji inn á upplausninni og allt er þ.a.l. miklu stærra en það á að vera.
Eftir talsverða leit á Google komst ég að því að margir eru að lenda í þessu og yfirleitt er svarið að stillingarnar á sjónvarpinu eru vitlausar, en ég er búinn að breyta öllum mögulegum stillingum og það virðist ekki laga þetta.
Þetta skjákot af Nvidia control panel lýsir kannski best vandamálinu, þarna er Nvidia control panel að sýna mér hvað 1920x1080 upplausn er en þetta er langt frá því að fylla útí skjáinn (svarta svæðið fyrir utan örvarnar er skjástærðin á sjónvarpinu). 1920x1080 er native upplausn á sjónvarpinu. Þannig að þetta kemur út eins og sjónvarpið þysji inn á upplausninni og allt er þ.a.l. miklu stærra en það á að vera.
Eftir talsverða leit á Google komst ég að því að margir eru að lenda í þessu og yfirleitt er svarið að stillingarnar á sjónvarpinu eru vitlausar, en ég er búinn að breyta öllum mögulegum stillingum og það virðist ekki laga þetta.