Margir virusar!


Höfundur
ErectuZ
Geek
Póstar: 872
Skráði sig: Mið 24. Mar 2004 21:17
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Margir virusar!

Pósturaf ErectuZ » Mán 07. Mar 2005 14:53

Eg ætla að reyna að halda þessu stuttu, þvi einn af þessum virusum er restart virus.

Eg hef nylega komist að þvi að það eru frekar margir virusar a tölvunni. Að mestu leyti Trojanar og svona. Svo veti eg einnig af Sonebot-B Orminum. Eg þarf hjalp við að fjarlægja þennan andskota þvi eg virðist ekki geta gert neitt með venjulegum virusvörnum.

Þetta er að pirra mig mjog mikið, og bið eg ykkur um hjalp. Eg get ekki startað i safe mode þvi þa corruptast einhver fæll og eg þarf að reformatta :?

Sorry fyrir skort a upplysingum, en eg þarf að flyta mer aður en þessi restart virus restartar tölvunni aftur :evil:

Edit: Jæja, er kominn í aðra tölvu, þannig að nú skal ég skýra betur frá máli mínu.

Helsta vandamálið akkúrat núna er það að eftir að hafa verið með kveikt á tölvunni í um 3 mínútur, þá hreinlega restartar hún sér alveg sjálfkrafa. Það er alveg á hreinu að þetta sé ekki hitavandamál vegna þess að hitinn á örgjörvanum er um 45°C þegar hún gerir þetta. Einnig er hún ekki undir neinu álagi vegna leikja eða einhverra annara forrita.

Annað vandamál er það að ég er með endalausa aðra vírusa sem ég losna bara ekkert við! Flestir af þeim eru trojanar, en svo er ég líka með Sonebot-B orminn á systeminu. Ég er alveg uppiskroppa með hugmyndir um hvernig ég ætti að fjarlægja þetta! Er búinn að reyna fullt af vírusvörnum, spyware scan o.s.frv.

Þriðja vandamálið er það að ef ég starta upp í Safe Mode, þá gengur allt vel, en þegar ég reyni að starta aftur venjulega þá get ég það ekki. Það kemur bara þegar hún startar sér að það er einhver fæll sem er missing eða corrupted eða eitthvað, sem neyðir mig á endanum að reformatta vélina.

Áður en það er hægt að gera eitthvað við öllu þessu, þá verð ég að losna við þetta endalausa restart. Ég er með mikið af gögnum inni á tölvunni sem ég vil alls ekki missa, eða að einhverju leyti hætta á það að missa. Það er það sem er að hindra mig í að hreinlega reformatta, en ég myndi og mun gera það ef ég get fengið nægann tíma milli restarta til að skrifa allt sem ég vil ekki missa á diska.

Vona að ég hafi skýrt nógu vel frá þessu. Þakka alla hjálp sem ég fæ.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6432
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 293
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mán 07. Mar 2005 16:43

settu windows diskinn í tölvuna og restartaðu með cd-rom sem boot device. ekki fara í repair console, heldur haltu áfram eins og þú ætlir að installa alveg uppá nýtt.

þegar þú ert búinn að velja hvaða partition þú ætlar að installa á (passaðu bara að formata ekki að eyða neinum partitionum :wink: ), þá tekur setupið eftir því að þú ert núþegar með windows á tölvunni og býður þér að installa nýju eða að gera repair á gamla. veldu repair, þá mun hún setja windows upp uppá nýtt, alveg eins og þegar maður gerir upgrade.

passaðu bara alltaf þegar tölvan þarf að restarta vegna "installsinn" að hamast á f8, og fara inní safe mode við fyrsta tækifæri. startaðu á avast eða einhverju álíka foriti og skannaðu.

avast býðu líka uppá "boot time scan". þú klikkar með hægri á aðalgluggann í avast og ferð í schedule a boot time scan.

gangi þér vel.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Le Drum
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 00:19
Reputation: 22
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Le Drum » Mán 07. Mar 2005 17:20

Ég ráðlegg þér að ef þú ert að nota SYSTEM RESTORE, að hætta því snarlega.

Það er jú gott að geta restorað, þegar tölvan hrynur vegna drivera, en gallinn er að system restore geymir líka vírusana.

Það er allavega mín reynsla.

Nota aldrei SYSTEM RESTORE sjálfur og aldrei í vandræðum.


Q: Why can' t you get a cup of tea at Old Trafford?
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3818
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 143
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Pósturaf Daz » Mán 07. Mar 2005 17:28

Le Drum skrifaði:Ég ráðlegg þér að ef þú ert að nota SYSTEM RESTORE, að hætta því snarlega.

Það er jú gott að geta restorað, þegar tölvan hrynur vegna drivera, en gallinn er að system restore geymir líka vírusana.

Það er allavega mín reynsla.

Nota aldrei SYSTEM RESTORE sjálfur og aldrei í vandræðum.

System Restore geymir vírusana já, en þeir verða ekki virkir nema þú "restorir" úr sýktri eldri útgáfu. Þegar maður er að hreinsa út vírusa getur verið gott að slökkva á system restore, en það þjónar samt ákveðnum tilgangi og getur verið gott fyrir marga að hafa það virkt.




Höfundur
ErectuZ
Geek
Póstar: 872
Skráði sig: Mið 24. Mar 2004 21:17
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf ErectuZ » Mán 07. Mar 2005 19:08

Jæja, þetta gekk vel, þangað til það kom að serial númerinu. Vandamálið er að ég er búinn að týna serialinu mínu :oops: en, það er ein önnur tölva í húsinu sem notar það sama serial númer, sem er einnig mín tölva, þannig að ég vona að ekkert athugarvert sé við það. Nú verð ég bara að spyrja hvort það er hægt að finna serial númerið einhvers staðar á tölvunni? Eins og í Registery'inu eða eitthvað?

Takk fyrir. Búnir að vera frábær hjálp :D




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Mán 07. Mar 2005 20:21





Höfundur
ErectuZ
Geek
Póstar: 872
Skráði sig: Mið 24. Mar 2004 21:17
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf ErectuZ » Mán 07. Mar 2005 22:05

TechHead skrifaði:http://www.softpedia.com/get/Security/Decrypting-Decoding/WinKeyFinder.shtml

:wink:


Já. Fann reyndar annað forrit, en það gerði það sama.

En ég er alveg búinn að leysa þetta! Þakka öllum hjálpina. Er kominn á mína réttmætu tölvu aftur :8)