Group Policies - Win 10 region and language

Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Group Policies - Win 10 region and language

Pósturaf Hargo » Þri 19. Feb 2019 22:11

Eru ekki einhverjir kerfisstjórar hérna?

Ég hef googlað talsvert og prófað ýmislegt en ennþá ekki dottið inn á hina þægilegu lausn við þessu vandamáli.

Málið er að Win 10 keyboard, language and region stillngar hafa verið að valda okkur vandræðum þar sem ég starfa. Við erum ekki að nota SCCM og erum ekki að búa til image af stýrikerfum. Þegar nýjar vélar eru teknar í notkun er bara hent upp nýjasta version af Win 10 stýrikerfi og ef viðkomandi sem er að standsetja vélina gleymir að stilla eftirfarandi þá geta orðið leiðindarvandamál þegar fleiri notendur fara að logga sig inn á vélina.

S.s. þessar stillingar eru handsett stilltar á vélinni við standsetningu. Ef það er gert þá eru engin issue.
Mynd

Hinsvegar ef það gleymist þá er lyklaborðið að defaultast á USA layout við login welcome skjáinn og skapar allskonar vesen fyrir notandann sem veit ekkert hvernig skal breyta þessu.

Ég hef prófað ýmis GPO til að lagfæra þetta en bara tekist að fá það til að festast við notandann með registry breytingum eftir login. Login skjárinn er enn til vandræða með keyboard layout stillingar sem og new user account stillingarnar defaultast á USA layout-ið.

Mér finnst alveg magnað hvað Microsoft gerir manni þetta erfitt fyrir og skil ekki af hverju þeir eru bara ekki með þetta með sem innbyggt GPO í server 2016.

Ég komst næst því að stýra þessu miðlægt hér:
https://social.technet.microsoft.com/wiki/contents/articles/6281.how-to-set-the-keyboard-layout-through-group-policy-gpo.aspx

Allar hugmyndir og ráð vel þegin...