Nariur skrifaði:Núna er ég búinn að vera að nota Vivaldi í að verða hálft ár, bæði á Windows og Android.
Ég er almennt mjög ánægður og hef fundið lausn á meirihlutanum af vandamálunum sem ég hef rekist á, en það eru ennþá nokkrir hlutir sem mér líkar ekki.
Gott að heyra að þú ert að mestu ánægður.

Nariur skrifaði:Á Windows:
Eina leiðin sem ég veit um til að sjá zoom stikuna er á bottom barnum. Ég er með bottom barinn disabled af því að mér finnst hann vera sóun á screen space. Ég myndi endilega vilja hafa möguleikann á að hafa hann á top barnum ásamt reset takka. Ég elska t.d. framsetninguna í Chrome.
Hmm. Chrome er með þetta í menu, ekki sýnilegt. Við komum til með að hafa möguleika til að færa allt hvert sem þú villt. Það kemur. Þangað til er ég með nokkrar hugmyndir handa þér... Sjálfur nota ég Single Key Shortcuts. Þú verður að leyfa þau, en þá getur þú notað 6, 7, 8, 9 og 0 til að zooma. Virkar mjög vel. 6 er reset. 9 og 0 zooma 10%. Þú getur líka breytt öllum Menus og þannig bætt við zoom efst í context menu, ef þú vilt.
Nariur skrifaði:Að færa tabs á milli glugga/skjáa og sérstaklega að færa tab í nýjan glugga sérstaklega á öðrum skjá er rosalega klunnalegt. Maður dregur tab úr barnum og hann opnast í nýjum glugga bara einhversstaðar. Mér finnst leiðinlegt að halda áfram samanburðinum við Chrome, en þeirra útfærsla er svo gott sem fullkomin.
Þetta munum við bæta.
Nariur skrifaði:Á Android:
Ég vil hafa address barinn uppi, en engan bar niðri. Ég myndi elska möguleikann á að hafa "address bar at bottom" barinn uppi eingöngu. Ég er að verða búinn að venjast að hafa hann niðri, en mér finnst það samt ekki næs.
Takk kærlega fyrir að bæta við "show status bar". Ég var næstum búinn að skipta aftur í Chrome.
Nefni þetta við gengið. Það hlítur að vera hægt að finna lausn.
