Vivaldi - Íslenskur vafri


Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 60
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Mán 22. Jún 2020 21:41

depill skrifaði:Ég hef gefið Vivaldi séns við og við og finnst þetta mjög áhugavert.

Hins vegar er ég á Macca ( OS X ) og ég er að taka eftir því að batterísending á vélinni minni nokkurn vegin helmingast vs Chrome eða Safari ( Safari gefur mér aðeins meira heldur enn Chrome í batterí ). Og ég er búinn að taka mig mjög á í tab management.

Yfirleitt er ég með 2 Vivaldi glugga opna, ekki meira en 8 tab í hvorum ( 4 festa í hvorum glugga ) og energy impactið er alveg fáranlegt. Held ég fari aftur í Chrome :/


Hmm. Það er ekki gott. Það á ekki að vera mikill munur á Vivaldi og Chrome. Ef eitthvað er, þá á Vivaldi að vera léttari með marga tabs opna. Væri gott að skilja hvað gerist hjá þér. Samtímis erum við alltaf að vinna við að gera Vivaldi léttari og munum halda áfram að gera það. VIð erum að vinna við að gera Vivaldi léttari hvað varðar marga glugga og hvað varðar videó á mismunandi stýrikerfum. Þar er ákveðinn munur á okkur og Chrome og þá er auðvitað hægt að við séum þyngri á ákveðnum kerfum, en eins og ég sagði þá munum við halda áfram með að vinna með það. Hugsunin er að Vivaldi á að vera léttari eða að minnsta kosti ekki þyngri.Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1473
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 183
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf depill » Sun 28. Jún 2020 07:06

JónSvT skrifaði:Hmm. Það er ekki gott. Það á ekki að vera mikill munur á Vivaldi og Chrome. Ef eitthvað er, þá á Vivaldi að vera léttari með marga tabs opna. Væri gott að skilja hvað gerist hjá þér. Samtímis erum við alltaf að vinna við að gera Vivaldi léttari og munum halda áfram að gera það. VIð erum að vinna við að gera Vivaldi léttari hvað varðar marga glugga og hvað varðar videó á mismunandi stýrikerfum. Þar er ákveðinn munur á okkur og Chrome og þá er auðvitað hægt að við séum þyngri á ákveðnum kerfum, en eins og ég sagði þá munum við halda áfram með að vinna með það. Hugsunin er að Vivaldi á að vera léttari eða að minnsta kosti ekki þyngri.


Já, þetta virðist reyndar vera alveg þekkt vandamál eftir smá Google í lengri tíma

https://www.guidingtech.com/59385/batte ... -browsers/
https://forum.vivaldi.net/topic/27321/v ... -on-a-diet
https://forum.vivaldi.net/topic/43650/s ... -energy/10
https://forum.vivaldi.net/topic/14767/v ... rmance-gpu ( ég ræsti Vivaldi í nokkrar mínútur og þetta gerðist reyndar ekki hjá mér ).

Enn þetta virðist vera vandamál með Vivaldi á Macca, öfugt hef ég lesið fólk á Windows og Linux sem virðast tala um að Vivaldi sé léttari ( ekkert að staðfesta, bara lesið ). Kannski er þetta vandamál þar sem mín vél með discrete og integrated Graphics ég veit það ekki.
Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 60
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Sun 28. Jún 2020 10:40

depill skrifaði:
JónSvT skrifaði:Hmm. Það er ekki gott. Það á ekki að vera mikill munur á Vivaldi og Chrome. Ef eitthvað er, þá á Vivaldi að vera léttari með marga tabs opna. Væri gott að skilja hvað gerist hjá þér. Samtímis erum við alltaf að vinna við að gera Vivaldi léttari og munum halda áfram að gera það. VIð erum að vinna við að gera Vivaldi léttari hvað varðar marga glugga og hvað varðar videó á mismunandi stýrikerfum. Þar er ákveðinn munur á okkur og Chrome og þá er auðvitað hægt að við séum þyngri á ákveðnum kerfum, en eins og ég sagði þá munum við halda áfram með að vinna með það. Hugsunin er að Vivaldi á að vera léttari eða að minnsta kosti ekki þyngri.


Já, þetta virðist reyndar vera alveg þekkt vandamál eftir smá Google í lengri tíma

https://www.guidingtech.com/59385/batte ... -browsers/
https://forum.vivaldi.net/topic/27321/v ... -on-a-diet
https://forum.vivaldi.net/topic/43650/s ... -energy/10
https://forum.vivaldi.net/topic/14767/v ... rmance-gpu ( ég ræsti Vivaldi í nokkrar mínútur og þetta gerðist reyndar ekki hjá mér ).

Enn þetta virðist vera vandamál með Vivaldi á Macca, öfugt hef ég lesið fólk á Windows og Linux sem virðast tala um að Vivaldi sé léttari ( ekkert að staðfesta, bara lesið ). Kannski er þetta vandamál þar sem mín vél með discrete og integrated Graphics ég veit það ekki.


Videó á Mac hefur verið ákveðið flækjustig, já. Höfum gert mikið þar, þannig að gamlar greinar eru ekki nauðsynlega réttar. Við munum halda áfram með að vinna með þetta. Bara mikilvægt að þú sért að nota allra síðustu útgáfuna.
sigxx
Nörd
Póstar: 145
Skráði sig: Fim 06. Jún 2013 00:06
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf sigxx » Mán 29. Jún 2020 14:13

Ég náði mér í nýja Edge í seinustu viku og var því á höttunum eftir nýjum browser, kom þessi þráður því á skemmtilegum tímapunkti fyrir mig.

Búinn að prófa Vivaldi núna í einn dag, og held ég prófi hann allavegna eitthvað áfram.

Side bar-inn er skemmtilega nytsamlegur, Fínt að vera með Messenger og Gmail t.d opið þar, mætti vera notifacations á þessum icon-num.

Ég er líka að fýla lita þemað uppi hjá töb-unum, að þau breytist á milli síðna.

Var ekki að fýla að Bing væri default leitarvélin, en auðvelt að breyta því. (þið fáið líklega eitthvað greitt frá Microsoft fyrir það, vona ég)

Almennt heilt yfir finnst mér þetta skemmtilegur browser með margar góðar pælingar.

Takk fyrir ábendinguna og gangi ykkur velSkjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 331
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf chaplin » Mán 29. Jún 2020 15:54

Eitt sem mig langar rosalega að breyta er að "Open Link in New Tab" opnar ekki strax nýja tab-inn. Ég veit af "Open Link in New Background Tab", en á öllum vöfrum sem ég hef notað sl. ár get ég hægri smellt á link og farið í "Open Link in New Tab" (sem er alltaf fyrsti takkinn) og haldið áfram, ég næ ekki að venja mig af þessu.

Kannski er þetta stilling sem ég hef bara ekki fundið, en ef ég gæti breytt virkni "Open Link in New Tab" eða falið hann að þá væri ég í mjög glaður. :)


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 60
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Mán 29. Jún 2020 17:23

sigxx skrifaði:Ég náði mér í nýja Edge í seinustu viku og var því á höttunum eftir nýjum browser, kom þessi þráður því á skemmtilegum tímapunkti fyrir mig.

Búinn að prófa Vivaldi núna í einn dag, og held ég prófi hann allavegna eitthvað áfram.

Side bar-inn er skemmtilega nytsamlegur, Fínt að vera með Messenger og Gmail t.d opið þar, mætti vera notifacations á þessum icon-num.

Ég er líka að fýla lita þemað uppi hjá töb-unum, að þau breytist á milli síðna.

Var ekki að fýla að Bing væri default leitarvélin, en auðvelt að breyta því. (þið fáið líklega eitthvað greitt frá Microsoft fyrir það, vona ég)

Almennt heilt yfir finnst mér þetta skemmtilegur browser með margar góðar pælingar.

Takk fyrir ábendinguna og gangi ykkur vel


Takk fyrir góð orð. :)

Hvað varðar leitarvél, þá höfum við samninga við allar leitarvélarnar, sem eru með, nema Google. Ef þér líkar Google, þá gæti StartPage verið ágætis val. Þeir nota niðurstöður frá Google, en án tracking. Annars getur þú líka bætt við eigin leitarvélum og notað skammstafanir fyrir leitarvélarnar... T.d. gætir þú farið á IMDB og lagt til leitina þar með að hægri klikka á leitina þar. Við notum öll misunandi leitarvélar, svo þetta er nytsamt.
Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 60
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Mán 29. Jún 2020 17:25

chaplin skrifaði:Eitt sem mig langar rosalega að breyta er að "Open Link in New Tab" opnar ekki strax nýja tab-inn. Ég veit af "Open Link in New Background Tab", en á öllum vöfrum sem ég hef notað sl. ár get ég hægri smellt á link og farið í "Open Link in New Tab" (sem er alltaf fyrsti takkinn) og haldið áfram, ég næ ekki að venja mig af þessu.

Kannski er þetta stilling sem ég hef bara ekki fundið, en ef ég gæti breytt virkni "Open Link in New Tab" eða falið hann að þá væri ég í mjög glaður. :)


Þetta er alveg að koma... Við bættum við menu editing í 3.1. Það er bara fyrir aðalmenu, en kemur fyrir alla. Þá getur þú sett þetta upp á þann hátt sem þú villt!
davidsb
Nörd
Póstar: 143
Skráði sig: Fim 28. Feb 2008 22:44
Reputation: 27
Staða: Tengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf davidsb » Þri 30. Jún 2020 10:05

chaplin skrifaði:Eitt sem mig langar rosalega að breyta er að "Open Link in New Tab" opnar ekki strax nýja tab-inn. Ég veit af "Open Link in New Background Tab", en á öllum vöfrum sem ég hef notað sl. ár get ég hægri smellt á link og farið í "Open Link in New Tab" (sem er alltaf fyrsti takkinn) og haldið áfram, ég næ ekki að venja mig af þessu.

Kannski er þetta stilling sem ég hef bara ekki fundið, en ef ég gæti breytt virkni "Open Link in New Tab" eða falið hann að þá væri ég í mjög glaður. :)


Ég nota CTRL + klikka á linkinn, þá opnast hann í background tab.Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2177
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 164
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf kizi86 » Þri 30. Jún 2020 15:36

á vivaldi://flags síðunni... er andskoti oft talað um google chrome....


AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB


sigxx
Nörd
Póstar: 145
Skráði sig: Fim 06. Jún 2013 00:06
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf sigxx » Mið 01. Júl 2020 15:15

sigxx skrifaði:
Side bar-inn er skemmtilega nytsamlegur, Fínt að vera með Messenger og Gmail t.d opið þar, mætti vera notifacations á þessum icon-num.


Bara til að hafa það á hreinu, sem ég vissi ekki þegar ég skrifaði þetta, að það kemur Notifacation badges á icon-in, sem er geggjað ! :happy

Ég er bara ánægður með þennan browser !Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2177
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 164
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf kizi86 » Fim 16. Júl 2020 21:34

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020 ... jarna_fel/ <<< Vivaldi - Íslenskur vafri, nú einnig bar? :D


AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB


Uncredible
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf Uncredible » Fös 17. Júl 2020 14:03

kizi86 skrifaði:https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/07/16/vilja_breyta_bjarna_fel/ <<< Vivaldi - Íslenskur vafri, nú einnig bar? :D


Er nú þegar til Vivaldivöllurinn á Seltjarnarnesinu.

https://grotta.is/knattspyrnudeild/grot ... vollurinn/
Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 60
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Mið 05. Ágú 2020 19:22

Sæl,

Þá er kominn ný útgáfa af Vivaldi, Vivaldi 3.2 : https://vivaldi.com/blog/vivaldi-adds-mute-button-to-pop-out-video-on-desktop/.
Þetta er sumarútgáfa, en nokkrar nýjungar: Þagga niður í í pop-out video, möguleiki til að hafa x ið á vinstri eða hægri hlið á flipum, o.s.frv.

Óska ykkur öllum góðs sumars!

Jón.
Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 60
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Mið 05. Ágú 2020 19:24

sigxx skrifaði:
sigxx skrifaði:
Side bar-inn er skemmtilega nytsamlegur, Fínt að vera með Messenger og Gmail t.d opið þar, mætti vera notifacations á þessum icon-num.


Bara til að hafa það á hreinu, sem ég vissi ekki þegar ég skrifaði þetta, að það kemur Notifacation badges á icon-in, sem er geggjað ! :happy

Ég er bara ánægður með þennan browser !


Frábært! Takk! :)
Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 60
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Mið 05. Ágú 2020 19:35

JónSvT skrifaði:
peturthorra skrifaði:
JónSvT skrifaði:
peturthorra skrifaði:Frábær vafri á allan hátt nema einn (fyrir mig). Ég er svo ofboðslega vanur að loka tab í chrome (en x hnappurinn á chrome er hægra meginn, en vinstra megin í Vivaldi) og það truflar mig ekkert smá haha! Get ég fært "x" ið yfir til hægri eins og í Chrome?


Sæll. Gott að heyra að þú ert hrifinn af Vivaldi. :)

Á Windows er x ið á hægri hlið. Á Mac er x ið á vinstri hlið. Á Linux er það á vinstri hlið, en það á að vera hægt að færa það yfir. Hvaða stýrikerfi notar þú? Við reynum að fylgja því sem vanalegt er og á Linux fer þetta allt eftir því hvaða gluggakerfi er í notkun, en þú átt að geta stýrt þessu.


Ég gleymdi að láta fylgja að ég er að vinna með MacOs, get ég breytt því sjálfur?


Held okkur vanti það, en það hlýtir að mega redda því. :)

Þetta er option sem finnst á Linux. Engin ástæða til að ekki bjóða þetta á Mac.


Og þetta er komið í Vivaldi 3.2. :)
Morphy
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Mán 11. Feb 2013 13:38
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf Morphy » Sun 16. Ágú 2020 13:20

https://account.ui.com/login

Er með 2FA, en eftir að ég slæ inn notandanafn og lykilorð, þá birtist ekki innsláttarsvæði fyrir 2FA númerið í Vivaldi. Virkar vel í Chrome.
Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 60
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Sun 16. Ágú 2020 18:51

Morphy skrifaði:https://account.ui.com/login

Er með 2FA, en eftir að ég slæ inn notandanafn og lykilorð, þá birtist ekki innsláttarsvæði fyrir 2FA númerið í Vivaldi. Virkar vel í Chrome.


Hmm. Ertu nokkuð með ad og tracker blocker á síðunni? Stundum þarf að slökkva á því.

Jón.
Morphy
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Mán 11. Feb 2013 13:38
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf Morphy » Mán 17. Ágú 2020 07:00

Takk. Stillti síðuna á "No Blocking", endurræsti Vivaldi og nú virkar þetta :)
Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 60
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Mán 17. Ágú 2020 21:55

Morphy skrifaði:Takk. Stillti síðuna á "No Blocking", endurræsti Vivaldi og nú virkar þetta :)


Flott! :)Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15364
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1572
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf GuðjónR » Mið 19. Ágú 2020 20:07

https://www.vb.is/frettir/hagnadur-hrin ... st/142874/

Stærsti hluthafi í Hringdu um áramótin var Dvorzak Ísland með 45% hlut. Félagið er í eigu Vivaldi invest, fjárfestingafélags Jóns von Tetzchner. Þá átti Skin ehf. 28,6% hlut, en Skin er í eigu Ólafs Jóhann Ólafssonar.

Þetta kom mér á óvart :wtf
Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 60
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Mán 07. Sep 2020 21:25

Þá er Vivaldi 3.3 kominn út. Mikið skemmtilegt með hérna, en sérstaklega möguleikinn til að pása vafrann....

https://vivaldi.com/press/vivaldi-browser-introduces-break-mode/

Talsvert skrifað um hann líka. Tvö dæmi:

https://www.forbes.com/sites/barrycollins/2020/09/07/vivaldi-browser-introduces-great-new-feature-for-stressed-homeworkers/#3b0d6b429620
https://www.pcmag.com/news/vivaldi-browser-adds-a-pause-button-for-the-internet

Látið mig vita hvað ykkur finnst!
Jón.
1thorarinn
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Fim 06. Feb 2014 18:20
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf 1thorarinn » Þri 08. Sep 2020 00:13

Mjög sniðugur fídus, sértaklega ef maður fær teams/skypeforbuisness hringingu en finnur ekki youtube tabbann til að muta :D
Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 60
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Þri 08. Sep 2020 00:19

1thorarinn skrifaði:Mjög sniðugur fídus, sértaklega ef maður fær teams/skypeforbuisness hringingu en finnur ekki youtube tabbann til að muta :D


:)
netkaffi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 934
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 69
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf netkaffi » Fim 24. Sep 2020 16:38

Það er eitt sem þú mátt endilega bæta, ef það er ekki nú þegar í Vivaldi, og það er að gefa möguleikann á að opna alla nýja tabs í bakgrunninum. Ég stórfurða mig á því að þetta sé ekki hægt í flestum browsers án extensions eða einhvers "hakks" (config veseni).

Þetta: https://www.thewindowsclub.com/force-li ... fox-chrome

Ég er s.s. að meina að stilla það þannig að nýjir tabs opnist í background sem default, ekki bara þegar maður hægriklikkar eða shift klikkar, heldur bara venjulegt vinstri-músarsmell opnar tabs í background en ekki foreground.
Síðast breytt af netkaffi á Fim 24. Sep 2020 16:41, breytt samtals 2 sinnum.
Höfundur
JónSvT
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 60
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Fim 24. Sep 2020 22:50

netkaffi skrifaði:Það er eitt sem þú mátt endilega bæta, ef það er ekki nú þegar í Vivaldi, og það er að gefa möguleikann á að opna alla nýja tabs í bakgrunninum. Ég stórfurða mig á því að þetta sé ekki hægt í flestum browsers án extensions eða einhvers "hakks" (config veseni).

Þetta: https://www.thewindowsclub.com/force-li ... fox-chrome

Ég er s.s. að meina að stilla það þannig að nýjir tabs opnist í background sem default, ekki bara þegar maður hægriklikkar eða shift klikkar, heldur bara venjulegt vinstri-músarsmell opnar tabs í background en ekki foreground.


Sæll,

Ertu með mús með 3 hnöppum? Reyndi þá milli-hnappinn. Hvað finnst þér um það?

Jón.