Síða 1 af 2

Ef ég myndi gera browser

Sent: Sun 29. Nóv 2020 01:18
af netkaffi
Þá væri hann með takka uppi í hægra horninu til að slökkva á tabs. Þetta er mikið þægilegri leið til að slökkva á tabs -- takkinn er alltaf á sama stað og ef þú þarft að slökkva á mörgum þá bara dritaru á hann. Sem sagt, í staðin fyrir að klikka á alla tabs individually, í mörgum músar-hreyfingum, þá bara smelliru á rauða X-ið. Sparar tíma, hugsun, orku. Þetta er mjög ergonomískt. Þegar þú kemst upp á lagið með þetta þá er ekkert aftur snúið. Þetta er svona svipað og komast upp á lagið með að nota shortcut í staðin fyrir að opna nokkrar möppur til að komast að skjali. Þegar maður er í tölvunni á hverjum degi þá telur þetta fljótt yfir árin.

Mynd

Sem betur fer er þetta til sem 89 Kb extension fyrir Chrome vafrana. En þetta ætti bara svo mikið að vera default option í öllum vöfrum.

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Sun 29. Nóv 2020 01:21
af Viktor
Ctrl + W

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Sun 29. Nóv 2020 01:35
af netkaffi
Sallarólegur skrifaði:Ctrl + W
Hélstu að ég vissi ekki um Ctrl-W? :lol: Ertu með hendina á lyklaborðinu þegar þú ert bara að lesa?

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Sun 29. Nóv 2020 15:08
af Viktor
Getur líka lokað tabs með því að ýta á skrunhjólið (mouse 3) ef þú vilt gera það með músinni, þá þarftu ekki að finna neitt X og getur lokað mörgum í einu... ef þú byrjar að loka frá vinstri.

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Sun 29. Nóv 2020 17:42
af netkaffi
Það er ekki það sama. Það þarf meira afl til að ýta á miðjutakkann. Og þarft að klikka á hvern tab fyrir sig. Hefuru heyrt um disability?


Mynd

Sérðu slána sem er þarna fyrir neðan músina? Ef þú hreyfir kúluna á slánni áfram eða aftur, þá zoomaru út eða inn. Eigum við ekki bara að taka þann takka út af því þú getur notað Ctrl+? Eða haldið inni Ctrl og skrollað inn eða út? "Fuck the disabled." "Fuck accessibility." Höfum allt eins og það var og gerum ekkert auðveldara fyrir þá sem vilja eða geta bara notað mús í sínum usability cases. :baby

(Inb4 "ég er bara að gefa þér ráð, ég er ekki að geitkeepa hvaða takkafídusa má hafa á browser.")
(edit: lol hvaða *** eru að upvota þetta ableist innlegg. Þessi síða er full af ****)

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Sun 29. Nóv 2020 18:09
af GuðjónR
Ég slekk bara á browser og endurræsi hann til að losna við 150 opna tabs.

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Sun 29. Nóv 2020 18:39
af netkaffi
GuðjónR skrifaði:Ég slekk bara á browser og endurræsi hann til að losna við 150 opna tabs.
Já, það er náttúrulega enn fljótar ef þú ert með mjög marga tabs opna (og þú ert ekki með stillt á að tabs opnist aftur þegar þú ræsir browser aftur). Enn fyrir ca, t.d. 10 tabs, þegar þú vilt bara slökkva á 5, þá er þetta lang þægilegasta leiðin sem ég er að lýsa. Takki í horninu, sem tekur einhver kílóbæt að bæta við, til að slökkva á tabs er alveg langþægilegasta leiðin þegar maður er oft að slökkva á tabs.

Mynd

Svona lítur það út í Chrome hjá mér. Er reyndar með annað X þarna fyrir tilviljun, það er bara Google accountinn minn sem er með þetta logo.

Menn geta náttúrulega ekki sagt svo mikið til hvort þetta sé þægilegt nema þeir gefi sér tíma til að prófa þetta. Ég er persónulega browsernördi og ég gef mér sérstaklega tíma í að prófa extension bara til að finna eitthvað þægilegt usability case. Það er svo plús að þessi usability case (eða use case) eru eitthvað sem bæta accessibility fyrir þá sem eru með disability. Það er nóg að tapa smá af sjóninni tímabundið (sem getur komið fyrir hvern sem er) eða vera með covid og þ.a.l. mikla hausverki til þess að geta fundið mikinn mun á hvort að x-ið til að loka tabs sé alltaf á sama stað eða ekki, án þess þó að þurfa að slökkva á öllum vafranum (sem þú gerir ekki ef þú vilt loka 3 tabs af 10 eða hvað það er).

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Sun 29. Nóv 2020 19:02
af gnarr
Hægriklikka og gera "Close tabs to the right"

Mynd

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Sun 29. Nóv 2020 19:29
af netkaffi
gnarr skrifaði:Hægriklikka og gera "Close tabs to the right"

Það er reyndar sniðugur fídus og ég hef ekki séð marga nota hann. Ég vissi þó af honum og finnst hann ekki koma í staðin fyrir x-tab-close takka stutt frá browser-window-close takkanum. Það er líka hægt að ýta á þrípunktinn í hægra horninu til að komast í zoom (V merkið í Vivaldi)

Mynd
--- en af hverju er Vivaldi þá með sér stiku fyrir zoom sem er auðveldlega aðgengileg? Nú, accessibility þægindi!
Mynd
Rétt eins og þú getur hægri klikkað á tab stikuna til að velja þann möguleika sem þú bentir á, þá getur þú vinstriklikkað á punktana og valið zoom in eða zoom out. Það er samt þægilegra að hafa zoom-stiku sjáanlega úti í horni. Það eru bara mörg use cases þar sem það er egonomískt, og ergonomy skiptir öllu máli fyrir þá fötluðu.

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Þri 01. Des 2020 01:11
af Nariur
Þegar þú ýtir á x-ið á flipa til að loka honum færist næsti flipi þannig að x-ið fyrir hann er undir músinni hjá þér.

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Þri 01. Des 2020 02:13
af netkaffi
Nariur skrifaði:Þegar þú ýtir á x-ið á flipa til að loka honum færist næsti flipi þannig að x-ið fyrir hann er undir músinni hjá þér.

MyndEf ég ýti á X hérna á tab þar sem músin er, þá get ég ekki ýtt á sama stað aftur til að loka tab, ég þarf að færa músina á hvern flipa.

Þetta sem þú ert að tala um virkar bara fyrir sum cases.

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Þri 01. Des 2020 09:06
af Dropi
netkaffi skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Ctrl + W
Hélstu að ég vissi ekki um Ctrl-W? :lol: Ertu með hendina á lyklaborðinu þegar þú ert bara að lesa?

Já eða nálægt.

Í Vivaldi nota ég mouse gestures í svona 80% tilfella, annars miðju músartakkann eða CTRL+W til að loka mörgum hratt. "L" gesture er að loka tab, nota það gríðarlega mikið.

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Þri 01. Des 2020 09:15
af netkaffi
Ég er nefnilega ekki með hendina á lyklaborðinu þegar ég er að lesa, ég er með hana á músunni til að skrolla og svo hina hendina með kaffbolla.

Svo eru, án gríns, ekkert allir með tvær hendur. Sumir eru einfaldlega með eina hendi, en aðrir geta bara notað eina hendi t.d. útaf vinnuslysi eða hvað það er sem veldur gifsnotkun.

Dropi skrifaði:
netkaffi skrifaði:Í Vivaldi nota ég mouse gestures í svona 80% tilfella, annars miðju músartakkann eða CTRL+W til að loka mörgum hratt. "L" gesture er að loka tab, nota það gríðarlega mikið.
Ég á eftir að prófa mouse gestures meira (eitthvað segir mér að ég þurfi fleiri hreyfingar). Ertu að gera L merki aftur og aftur með músinni til að loka? En ég held að enginn myndi tapa á því að hafa svona takka. Ég held reyndar að allir myndu græða á því, hefurðu prófað þetta?

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Þri 01. Des 2020 09:42
af Dropi
netkaffi skrifaði:Ertu að gera L merki aftur og aftur með músinni til að loka?


Þegar ég opna grein, les hana svo og loka tab þá geri ég þetta. Þú heldur hægri takkanum inni, gerir hreyfinguna og sleppir. Tekur mig brot úr sekúndu og mikið minni færsla á hendinni en að fara með hana alla leið upp í tab listann.
Ég geri þetta ekki ef ég ætla mér að loka X mörgum tabs. Þá nota ég annaðhvort "Close all tabs to the left", CTRL+W, Miðjumúsar takkann eða eitthvað annað. En það gerist ekkert mjög oft hjá mér, ég loka tabs jafn óðum og ég er búinn með þá - þá nota ég þetta gesture.

https://vivaldi.com/blog/browse-fast-wi ... -gestures/

Mynd

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Þri 01. Des 2020 09:48
af oskarom
Hæ,

Þetta er ekki slæm hugmynd, ég fann þetta plug-in fyrir Chrome, er þetta ekki nálægt því sem þú ert að tala um?

https://chrome.google.com/webstore/deta ... ated?hl=en

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Þri 01. Des 2020 10:20
af netkaffi
Ég skal prófa mouse gestures og bera saman. Ég hef aðeins verið að fikta við það í gegnum tíðina en einhvernvegin hefur það alltaf dottið út. Ég var líka með dedicated mouse gesture forrit fyrir allt í Windows en virkaði vel með browsers. Fyrir mér snýst þetta ekkert um vana eða sérviskusemi; ég er að tala um hvað er ergonomískara. Oft eru use cases sem maður sér ekkert nema prófa þau og ég er alltaf að prófa extension bara til að sjá hvort ég finni eitthvað til að gera mér lífið örlítið auðveldara. Bara svipað og þeir sem kaupa 200.000 króna tölvustól en ekki 15 þúsund króna úr Tölvutek, af því hinn fer aðeins betur með bakið. Eða þegar maður fer í eina peysu en ekki aðra því önnur er aðeins hlýrri.

Annars er ég að nota extension sem gerir þetta, það er 89 KB :D https://chrome.google.com/webstore/deta ... kmjjffeila
Mér finnst bara að þetta eigi að vera native í browser af því þetta er svo þægilegt!

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Þri 01. Des 2020 10:22
af Dropi
netkaffi skrifaði:Ég skal prófa mouse gestures og bera saman. Ég hef aðeins verið að fikta við það í gegnum tíðina en einhvernvegin hefur það alltaf dottið út. Ég var líka með dedicated mouse gesture forrit fyrir allt í Windows en virkaði vel með browsers. Fyrir mér snýst þetta ekkert um vana eða sérviskusemi; ég er að tala um hvað er ergonomískara. Oft eru use cases sem maður sér ekkert nema prófa þau og ég er alltaf að prófa extension bara til að sjá hvort ég finni eitthvað til að gera mér lífið örlítið auðveldara. Bara svipað og þeir sem kaupa 200.000 króna tölvustól en ekki 15 þúsund króna úr Tölvutek, af því hinn fer aðeins betur með bakið. Eða þegar maður fer í eina peysu en ekki aðra því önnur er aðeins hlýrri.

Annars er ég að nota extension sem gerir þetta, það er 89 KB :D https://chrome.google.com/webstore/deta ... kmjjffeila
Mér finnst bara að þetta eigi að vera native í browser af því þetta er svo þægilegt!


Það er langur Vivaldi þráður hérna, getur líka sent þetta sem feedback á þá. Þetta er fólk á Seltjarnarnesi sem gera þennan browser og mér sýnist þau alls ekki vera hrædd við að prófa allskonar nýtt.

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Þri 01. Des 2020 10:30
af netkaffi
Dropi skrifaði:Það er langur Vivaldi þráður hérna, getur líka sent þetta sem feedback á þá. Þetta er fólk á Seltjarnarnesi sem gera þennan browser og mér sýnist þau alls ekki vera hrædd við að prófa allskonar nýtt.
Takk fyrir að benda mér á það. Ég er bara nýbúinn að suða í Jóni Tetzchner um nokkra fídusa og ég ætla sjá hvort þeir innlimi ekki eitthvað af þeim áður en ég suða meira! Annars er Vivaldi stórmerkilegur, ég er alltaf að sjá eitthvað nýtt í honum (meina í options sem er hægt að stilla, annars er kominn heill mail client núna inn í hann). Vivaldi einmitt kom með margt sem ég var að óska mér að væri í browser, eins og hliðartabs. Ég myndi segja hann sé aðeins hægari en Chrome, en ég skipti á milli þeirra eftir hvað ég er að gera. Ég myndi hiklaust segja við alla að Vivaldi sé besti browser í heimi. Ég bara nota Chrome líka af því ég er hraðaperri og ég er ekki með fiber-net.

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Þri 01. Des 2020 10:32
af worghal
GuðjónR skrifaði:Ég slekk bara á browser og endurræsi hann til að losna við 150 opna tabs.

kannast við þetta, á vinnulappanum, borðtölvunni og símanum :lol:

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Mið 02. Des 2020 01:28
af Nariur
netkaffi skrifaði:
Nariur skrifaði:Þegar þú ýtir á x-ið á flipa til að loka honum færist næsti flipi þannig að x-ið fyrir hann er undir músinni hjá þér.

Ef ég ýti á X hérna á tab þar sem músin er, þá get ég ekki ýtt á sama stað aftur til að loka tab, ég þarf að færa músina á hvern flipa.

Þetta sem þú ert að tala um virkar bara fyrir sum cases.


Ég sé ekki mús á screenshot-inu há þér, en ég geri ráð fyrir að hún eigi að vera á hægri flipanum.

Þetta hefur vissulega þá takmörkun að þú þarft að byrja að loka flipunum frá vinstri, en það er eina takmörkunin sem ég sé og á erfitt með að ímynda mér hvernig það er almennt takmörkun.

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Mið 02. Des 2020 02:46
af netkaffi
"eina takmörkunin sem ég sé og á erfitt með að ímynda mér hvernig það er almennt takmörkun."

Gætir alveg eins sagt það sama um að hafa zoom slá annarstaðar en undir flipa sem þarf að opna sérstaklega. Munur er munur. Hreyfing er hreyfing. Að þurfa að fara í File-Close er ekki það sama og ýta bara á X, t.d. Og alveg ótrúlegt hvað menn geta varið í að verja eitthvað sem þeir hafa engu á að tapa að sé breytt.

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Mið 02. Des 2020 13:12
af Nariur
Ég er rosalega mikið á móti bloat-i og óþörfum hlutum.
Eini praktíski munurinn er staðsetning takkans. Hvað er betra við að hafa hann sérstaklega uppi í hægra horninu? Ég er fullkomlega ósammála þessum samanburði hjá þér.
Það er að engu leiti verra, flóknara eða meiri vinna að gera það sem ég sting upp á.

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Mið 02. Des 2020 19:32
af axyne
@netkaffi, Verð til með að spyrja hvernig opnarðu nýja tabs ef þú notast ekki við miðjutakkann á músinni?
Í venjulegum vefsíðu rúnti hjá mér þá notast ég nánast eingöngu við miðjutakkann, þ.e til að opna og loka tabs.

Er ekki málið að skella í aðra mús ef takkinn hjá þér er eitthvað stífur?

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Mið 02. Des 2020 23:56
af netkaffi
Sko, það er líka þæginlegt að hafa dedicated X fyrir tab closing ef þú ert ekki með mús. Know'im saying? Ég nota oft touchpad þó að ég sé með mús. Bara stundum þægilegt að hoppa upp í rúm án músar (þó ég sé oft með músina með mér þar). En pældi í þessu, fyrst voru ekki dedicated X fyrir close window aðgerðina, veistu, á Windows 3.0 minnir mig áður en 3.1 kom. Þá þurftiru alltaf að fara í file og svo close. Svo var það stytt í bara eitt dedicated X og ég held að það sé framtíðin fyrir tabs. :D

Ekkert að músinni minni annars, það er bara ergonomískara að hafa dedicated tab close X takka eins og það er að hafa dedicated window close X takka (sem er búið að vera síðan Windows 3.1, þú veist xið sem þú notar til að loka gluggum sem er alltaf á sama stað í horninu).

Re: Ef ég myndi gera browser

Sent: Fim 03. Des 2020 11:04
af Nariur
Það ER dedicated x fyrir tabs...