Spjallforrit á eigin server


Höfundur
Molfo
Ofur-Nörd
Póstar: 209
Skráði sig: Fim 19. Feb 2009 15:02
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Spjallforrit á eigin server

Pósturaf Molfo » Lau 13. Feb 2021 22:08

Kvöldið.

Ég er að spá hvort að það sé til forrit eða hugbúnaður sem hægt er að setja upp á eigin þjón(t.d. Linux eða Microsoft VM vél á Qnap.. eða á VM á PC) sem gerir notendum(fjölskyldu) kleyft að spjalla saman... þá meina ég netspjall. Má líka alveg vera í gegnum Mic. Jafnvel nota vefmyndavél(stór bónus).

Ég veit af spjallinu á Facebook og svoleiðis en það er eitthvað sem ég vill ekki/get ekki notað.
Þetta verður að vera eitthvað sem ég get sett upp og stjórnað sjálfur.

Þess vegna spyr ég ykkur klóku notendur á Vaktinni, vitið þið um eitthvað svona forrit?

P.S. það væri ekki verra ef að þetta væri ódýrt eða frítt jafnvel. :)

Kv.

Molfo


Fuck IT


ABss
Fiktari
Póstar: 73
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Spjallforrit á eigin server

Pósturaf ABss » Lau 13. Feb 2021 22:30

Þú hýsir það ekki sjálfur, en hvað með signal? Einnig vert að skoða jitsi.

En í sambandi við að hýsa eitthavð sjálfur, þá er https://rocket.chat/ möguleiki. Gomma af allskonar open source dóti til að hýsa sjálfur, vandinn er yfirleitt að láta fólk nota eitthvað annað en FB.

https://privacytools.io/software/real-t ... unication/



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 726
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 175
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Spjallforrit á eigin server

Pósturaf russi » Sun 14. Feb 2021 01:27

Ég setti eitt sinn upp Chat í Nextcloud, það var mjög fínt og var tékka á því aðeins aftur og er að virðist vera miklu betra núna. Myndi skoða það og líka hvað nextcloud býður uppá, gæti þá verið eitthvað meira en bara chat



Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 780
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 134
Staða: Tengdur

Re: Spjallforrit á eigin server

Pósturaf Baldurmar » Sun 14. Feb 2021 01:58

Rocketchat er open source self-hosted chat


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb