Síða 1 af 1

VPN og local IP addressur

Sent: Fös 25. Jún 2021 14:59
af jericho
Hæ hæ.

Keypti aðgang að VPN þjónustu (Surfshark) og var að velta fyrir mér local IP. Ég er með vél í geymslunni með Ubuntu 20.04 og nota hana til að sem gagnageymslu, Plex og tor*hóst*rent.

Vitið þið hvort hægt sé að nota VPN þjónustuna en halda local IP tölum óbreyttum? Var að googla aðeins og fann ekki hvernig þetta væri gerlegt. Kann því miður takmarkað á Ubuntu, en get yfirleitt krafsað mig í gegnum hlutina. Hef t.d. ekki prófað eða sett upp Docker (ef það er e-r lausn).

Vonandi er ég að gera mig skiljanlegan hér og afskakið fáfræði mína á þessu málefni.

kv,

Re: VPN og local IP addressur

Sent: Fös 25. Jún 2021 16:02
af dadik
Veit ekki hvort þetta sé 100% sambærilegt við það sem þú ert að spá - en ég setti upp VPN client á routernum sem routar traffík af ákveðnum vélum gegnum VPN.

Er með US based VPN fyrir Netflix og fleira en hef samt ekki áhuga á að láta alla traffík fara þar í gegn (mbl.is verður t.d. ansi hægvirkt við að fara fyrst til Bandaríkjannna og svo til Íslands)

Þannig að lausnin var að setja upp aðra útgáfu af stýrikerfinu á routernum (Asus Merlin) þar sem ég get valið hvaða clientar fara út gegnum VPN og hverjir fara bara beint út.

Getur leitað að selective policy routing eða split tunneling til að lesa meira um þetta.

Re: VPN og local IP addressur

Sent: Fös 25. Jún 2021 16:07
af Kolis80392
https://surfshark.com/features/split-tunneling
Er ekki split-tunneling það sem þú leitast að?

Re: VPN og local IP addressur

Sent: Lau 10. Júl 2021 22:42
af jericho
Kolis80392 skrifaði:https://surfshark.com/features/split-tunneling
Er ekki split-tunneling það sem þú leitast að?


Takk fyrir svörin.

Finn leiðbeiningar á síðu Surfshark fyrir uppsetningu á Windows. Ekkert um Ubuntu/Linux

Re: VPN og local IP addressur

Sent: Fös 16. Júl 2021 16:26
af Kolis80392
Sýnist á öllu að "whitelister" fítusinn sé bara hægt að nota á windows og android client hjá þeim.
Þú getur mögulega tengst surfshark í gengum OpenVPN og breytt einhverju í config file fyrir tenginuna sem myndi splitta tenginuna.