Síða 1 af 1

Bann á njósnaauglýsingar

Sent: Fös 09. Júl 2021 13:10
af JónSvT
Við í Vivaldi vorum að skrifa undur upphróp um bann á njónsnaauglýsingum, þ.e.a.s. auglýsingum þar sem safnað er gögnum um notendur og þau gögn notuð til að beina auglýsingum að þeim.

Það má lesa um þetta hér:

https://vivaldi.com/blog/letter-ban-surveillance-based-advertising/

Okkur finnst að engin fyrirtæki hafa rétt til að safna gögnum um sína notendur og byggja grunn með þeim, til að sýna þeim auglýsingar.

Re: Bann á njósnaauglýsingar

Sent: Fös 09. Júl 2021 14:01
af brain
Flott ! Til Hamingju með þetta skref !

Re: Bann á njósnaauglýsingar

Sent: Fös 09. Júl 2021 14:07
af JónSvT
brain skrifaði:Flott ! Til Hamingju með þetta skref !


Takk fyrir það. Við sendum bréfið á mikinn fjölda fólks í EU og USA sem vinna með þessi mál. Höfum þegar fengið góð viðbrögð.

Re: Bann á njósnaauglýsingar

Sent: Fös 09. Júl 2021 17:11
af jonsig
skref í rétta átt. En svona "böggi" yrði bara svarað með að færa ad-serverinn til kongó og málið úr sögunni amk næstu 10árin. Þetta er svo forhert lið sem þetta á að tækla.

Re: Bann á njósnaauglýsingar

Sent: Fös 09. Júl 2021 17:15
af JónSvT
jonsig skrifaði:skref í rétta átt. En svona "böggi" yrði bara svarað með að færa ad-serverinn til kongó og málið úr sögunni amk næstu 10árin. Þetta er svo forhert lið sem þetta á að tækla.


Held ekki að Google, Facebook og Microsoft flytji þjónana sína til Kongó... Þeir munu auðvitað reyna að stoppa þetta og fá breytt reglum sér í hag, en ég held að Evrópubandalagið og Bandaríkin vilji taka á þessum málum núna. Þetta er hátt á lista á báðum stöðum.

Re: Bann á njósnaauglýsingar

Sent: Fös 09. Júl 2021 17:21
af jonsig
Svo er það bara með þessa stjórnmálamenn, þetta er yfirleitt allt í kjaftinum á þeim. Síðan eru þeir minntir á með einum eða öðrum hætti hver borgar í kostningasjóðina þeirra.

Re: Bann á njósnaauglýsingar

Sent: Fös 09. Júl 2021 17:49
af JónSvT
jonsig skrifaði:Svo er það bara með þessa stjórnmálamenn, þetta er yfirleitt allt í kjaftinum á þeim. Síðan eru þeir minntir á með einum eða öðrum hætti hver borgar í kostningasjóðina þeirra.


Ég veit ekki hverja þú ert að tala um. Ég hef unnið með Evrópubandalaginu áður hvað varðar þessi mál og ég get sagt þér að það er mikið flott fólk að vinna þarna sem vill gera það sem er rétt og hefur mikla kunnáttu. Þarna er duglegir ráðgjafar sem hafa lesið sér til um málin og skilja oft bara nokkuð vel flókna hluti. Auðvitað þýðir það ekki alltaf að það næst að gera allt rétt, en viljinn er til staðar og þeim er ekki sama.

Gefum ekki upp vonana. Það er hægt að gera góða hluti, ef við berjumst fyrir þeim.