Privacy

Skjámynd

Höfundur
KaldiBoi
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Privacy

Pósturaf KaldiBoi » Mið 04. Ágú 2021 10:43

Sælir Netverjar!

Ég hef verið að pæla í því að taka viðeigandi skref varðandi privacy á netinu, ekki það mér er svo gott sem alveg sama því ég finn ekki þörf á að kaupa eitthvað sem er targetað á mig i gegnum auglýsingar osfv en mér langar samt að skoða hvað er í boði og hvaða ráðstafanir þið takið til að stoppa/hægja á gagnasöfnun um ykkur.

Eru þið með einhver forrit eða vafra sem þið notið til þess að passa að upplýsingum sé ekki safnað um ykkur og seldar áfram?




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Tengdur

Re: Privacy

Pósturaf Klemmi » Mið 04. Ágú 2021 11:12

Vivaldi vafrinn gefur sig auðvitað út fyrir að reyna að halda privacy eins miklu og mögulegt er.
Svo gagnvart internetveitu og heimasíðunum sjálfum, þá er það líklega bara vandaður VPN.

Síðast en ekki síst, þá er það auðvitað bara að vera meðvitaður um samfélagsmiðlana og aðrar síður þar sem þú þarft að skrá þig inn. Ef þú ert skráður inn á Facebook eða Google aðgang, þá er Facebook pixill / Google Analytics kóðar á mjög mörgum síðum sem trakka nær allt sem þú gerir.



Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 318
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 103
Staða: Ótengdur

Re: Privacy

Pósturaf oliuntitled » Mið 04. Ágú 2021 13:26

viðbót við það sem er búið að minnast á hér að ofan.
Pi-Hole er gott stuff, filterar út mikið af ad trackers og ads.
Góður Adblocker (ublock origin er mitt preference)
Á firefox er addon sem heitir Facebook container, það virkar ágætlega á fb services og kemur í veg fyrir að sá tab geti lesið upplýsingar úr öðrum tabs.
NoScript er góður option líka í browsing.



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Privacy

Pósturaf ZiRiuS » Mið 04. Ágú 2021 13:47

Ekki klikka á "allow all cookies" þó þú komist fyrr á síðuna, vertu viss um að þetta sé aðeins nauðsynlegar cookies.



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe


kaffisteinn
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Þri 07. Sep 2021 19:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Privacy

Pósturaf kaffisteinn » Þri 07. Sep 2021 20:12

Það eru mismunandi aðferðir eftir því hverskonar privacy er verið að leita eftir.

Til að losna við njósnir frá Goggle og Facebook, er best að hafa sér vafra fyrir þessu ágengu vefsvæði. Sér vafri fyrir Google þjónustur og sér vafri fyrir Facebook. Og aldrei nota þessa vafra fyrir annað en þeir eru ætlaðir fyrir.

Þannig sjá þessi fyrirtæki aldrei annað vefráp en það sem er á þeirra svæðum og geta þar af leiðandi ekki "profilað" mann.

Hver vafri er með fingraför og þannig þekkja þessi fyritæki mann hvert svo sem maður rápar með vafranum, engu máli skiptir hversu "Öruggur" vafrinn er er kemur að fingraförum þeirra. Flestir vafrar selja ekki upplýsingar, bara ekki nota Google Chrome, Edge eða Opera.

Leita með DuckDuckGo en ekki Google.

Það hefur lítið að segja að slökkva á Cookies og er hvort eð er algjör óþarfi með aðskildum vöfrum.

Til að losna við auglýsingar er Brave vafrinn góður og Vivaldi.

VPN er gott til að komast framhjá landamærum s.s. hjá streymisveitum, en gagnslítið til að fela sín spor á netinu.

Til að verða órekjanlegur á netinu er Tor málið og helst í Whonix eða Tails stýrikerfum. En aldrei logga inn á persónurekjanleg vefsvæði á þeim s.s. Goggle til að viðhalda ósýnileika.

Og það góða er: ekkert af þessu kostar neitt.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Privacy

Pósturaf Viktor » Mið 08. Sep 2021 11:14

Cookie notice blocker

uBlock Origin

Out of the box, these lists of filters are loaded and enforced:

- uBlock Origin filter lists
- EasyList (ads)
- EasyPrivacy (tracking)
- Peter Lowe’s Ad server list (ads and tracking)
- Online Malicious URL Blocklist

https://chrome.google.com/webstore/deta ... d?hl=en-GB
Síðast breytt af Viktor á Mið 08. Sep 2021 11:16, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Wintendo
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Mið 16. Des 2009 16:31
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Privacy

Pósturaf Wintendo » Mið 08. Sep 2021 14:41

Hérna er annars góð síða sem tekur saman mest allt sem tengist privacy: https://www.privacytools.io/

Sjálfur nota ég Pi-Hole á Raspberry Pi, Firefox með uBlock, deCentralize, HTTPS everywhere, ClearURLs og FB container.

Keyri annað slagið anti-beacon fyrir Windows til að taka trackers í burtu sem eru þar.

Draumurinn væri svo að ná alveg að losna undan að nota allt tengt Facebook, enn það eru ekki allir til að færa sig frá Messenger yfir á öruggari spjallforrit.