Þráðlaust net í steypuklumpi


Höfundur
Peacock12
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf Peacock12 » Þri 02. Nóv 2021 12:10

Datt í hug að fá hugmyndir og ráð frá mér fróðari mönnum varðandi þráðlaust net í heimahúsi.

Ég er í 3 hæða steyptu raðhúsi. Þar á meðal einum massívum sem nánast skiptir húsinu í tvennt og nær frá kjallara upp allar hæðir og er að valda mér netvandræðum. Svona veggur til að fela sig bakvið ef Rússarnir koma.

Ljósið kemur inn nokkuð miðsvæðis á miðhæð og þar er ég með MikroTik RB2011UiAS-2HnD-IN router. Notaði WiFi í router en það voru nokkrir dauðir blettir í húsinu.. Til að losna við dauðu blettina skipti ég yfir í Airties mesh punkta fyrir par árum. Er með 1 við routerinn (slökkti þá á Wifi í honum) 1 á stigapalli á annari hæð (bein sjónlína við fyrsta) og annan í sjónlínu við hann þannig að við komumst framhjá veggnum. Síðan með 2 í kjallaranum en þar er karlagreni með PS og stórum skjá.

Með þessu er ég að ná 70-95 á WiFi á blettum sem voru áður dauðir en ping er yfirleitt +15.

Heilt yfir nothæft en samt nokkrir gallar:
Airties virðist koxa við álag. Við erum oft 2 að vinna heima á efstu hæðinni og punkturinn næst okkur á það til að endurræsa sig. Höfum prófað að víxla puntum og powersupply en þetta gerist ítrekað. Getum báðir verið í nokkuð netkræfri vinnu: Teams fundir, fyrirlestrar, vpn, gagnavinnsla allt í einu.
Airties einingarnar eru… drasl… hvað gæði varðar. Er með 5 og það er búið að skipta út 2 á 18 mánuðum. Þær bara deyja. Nú er 1 dauð og 1 eh funky og ég þarf að skipta þeim út meðan þær eru í ábyrgð.

Til viðbótar:
Ég er ekki að sjá leiðir til að tengja punkta með kapli. Búin að spá mikið í það. Gæti reddast í kjallarann en ekki að sjá leið af miðhæð á efstu (þar sem skrifstofan er).
Held ég þurfi amk 1 punkt á hverri hæð: 1 í kjallara, 1 á miðhæð þar sem routerinn og ljósið er og amk 1 á efstu hæð.
Prófaði net yfir rafmagn fyrir 5 árum eða svo en það var ekki að skila neinum hraða.

Ég hef hug á að fá þetta í nothæft ástand. Hef verið að skoða eftirfarandi:
Mikrotik Audience – er samt ekki að fá nógu góða umsögn varðandi hraða.
UBIQUITI AC - sýnist þurfa að tengja AP með kapli sem ég get líklegast ekki.
eða
UBIQUITI AC Mesh – einhver með reynslusögu? Er þá einn tengdur við routerinn og svo 2 aðrir á víð og dreif?
Tp-Link Deco – Frekar ruglingslegt úrval frá þeim en fær góða dóma svo sem.


mbk Peacock12Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 199
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf Dropi » Þri 02. Nóv 2021 12:29

Peacock12 skrifaði:UBIQUITI AC - sýnist þurfa að tengja AP með kapli sem ég get líklegast ekki.


Þetta er ekki alveg rétt, þú þarft að tengja amk 1 AP með kapli en getur svo framlengt með næsta. Í skipum notuðum við oft AC-LR (Long Range) útgáfurnar og þeir drifu merkilega vel í gegnum stálið. Ég setti upp tvö stykki AC-Lite hjá pabba með annan tengdan við router á neðri hæð og annan sem framlengdi svo bara merkinu þráðlaust.

Það virkar mis vel að framlengja eftir aðstæðum, en þú færð það garantí hjá mér að Ubiquiti koxar sko ekki undir álagi.

Edit: semsagt það sem ég myndi leggja til væri að setja upp Mesh með AC-LR sendum, en sjáum til hvað aðrir segja
Síðast breytt af Dropi á Þri 02. Nóv 2021 12:31, breytt samtals 1 sinni.


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)
Unraid i7 4770 - 32GB DDR3@1866 - Gigabyte Z87X UD5H - 4x 4TB Seagate Exos SAS

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf upg8 » Þri 02. Nóv 2021 12:34

Skoðað ASUS Ai Mesh?


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 626
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 109
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf kjartanbj » Þri 02. Nóv 2021 14:26

Það ætti alveg að vera hægt að græja kapal á milli, allt hægt með því að bora göt :)
MrIce
Gúrú
Póstar: 560
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf MrIce » Þri 02. Nóv 2021 15:42

Peacock12 skrifaði: Svona veggur til að fela sig bakvið ef Rússarnir koma.


You trolly troll :guy

Unifi ætti að vera solid lausn fyrir þig, bara keyra allt í mesh. Kostar allveg smá en er totally worth it.

Eða bara grípa stóra borinn og leggja víra :sleezyjoe


-Need more computer stuff-


Tbot
/dev/null
Póstar: 1381
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 270
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf Tbot » Þri 02. Nóv 2021 15:58

Í eldri húsum er oft gamlar dósir sem voru ætlaðar loftneti eða þá símadósir.
Ef það er skorsteinn en enginn arinn þá er oft hægt að nota hann sem lagnaleið á milli hæða.

Dýrari leiðin væri að nota ljósleiðara með raflögnum og búnaðað fyrir hann.

Það eru alltaf einhverjar leiðir, meira spurning um hver er þörfin og hvað má þetta kosta.
Höfundur
Peacock12
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf Peacock12 » Þri 02. Nóv 2021 16:29

kjartanbj skrifaði:Það ætti alveg að vera hægt að græja kapal á milli, allt hægt með því að bora göt :)


Já... næsta gat eftir gatið í vegginn væri konan að bora í höfuðið á mér :fly . Eldhúsinnrétting öðru megin - veggur í forstofu hinumegin.


Eins og er þá hef ég mesta trú að ég prófi 2 x UniFi 6 Lite Access Point og sjái hvað það dekkar. Er þá að spá í að hafa einn hjá routernum og tengdan, en hengja hinn á ónotaða loftdós á efstu hæð. Get sennilega troðið aflgjafanum í dósina og sníkt rafmagn þar. Sjá hvað það gerir fyrir kjallarann.

Er ekki routerinn sem slíkur aukaatriði? Þessi Mikrotik er sæmilega öflugur. Er hann ekki bara gegnumtrekk fyrir AP og netið stjórnað af fyrsta UniFi einingunni?


Takk fyrir hugmyndirnar og tillögurnar!
Höfundur
Peacock12
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf Peacock12 » Þri 02. Nóv 2021 17:35

Svona ein auka...
Þessir AP eru ekki með aflgjafa. Get notað POE á þann sem er tengdur routernum en hinn verður ekki tengdur. Er hægt að fá POE aflgjafa sem ég tengi við rafmagn og svo áfram í AP?

(Ég lifi í heimi þar sem einu vitlausu spurningarnar eru þær sem maður spyr ekki...)
Sinnumtveir
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 314
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 88
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf Sinnumtveir » Þri 02. Nóv 2021 20:49

Peacock12 skrifaði:
kjartanbj skrifaði:Það ætti alveg að vera hægt að græja kapal á milli, allt hægt með því að bora göt :)


Já... næsta gat eftir gatið í vegginn væri konan að bora í höfuðið á mér :fly . Eldhúsinnrétting öðru megin - veggur í forstofu hinumegin.

...

Takk fyrir hugmyndirnar og tillögurnar!


Já, en, en, en, þetta er fullkomið. Felur kapalinn og gatið.

Bora, bora!Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2975
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 385
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf hagur » Þri 02. Nóv 2021 21:14

Peacock12 skrifaði:Svona ein auka...
Þessir AP eru ekki með aflgjafa. Get notað POE á þann sem er tengdur routernum en hinn verður ekki tengdur. Er hægt að fá POE aflgjafa sem ég tengi við rafmagn og svo áfram í AP?

(Ég lifi í heimi þar sem einu vitlausu spurningarnar eru þær sem maður spyr ekki...)


Já það fylgir slíkur POE injector með þeim flestum (nema þegar þú kaupir sett með mörgum saman).Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2624
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 124
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf CendenZ » Þri 02. Nóv 2021 21:18

Ég leysti þetta hjá einum félaga mínum með að fara með cat5 út úr kjallaranum frá routernum hjá ljósleiðaranum, upp niðurfallsrennu og fyrir utan húsið upp á efstu var unify AP outdoor
jonfr1900
ÜberAdmin
Póstar: 1332
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 169
Staðsetning: Bov, Padborg, Danmörk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf jonfr1900 » Þri 02. Nóv 2021 23:47

Ef að það er gamall sjónvarpkapall í húsinu þá getur það notað til þess að dreifa internetinu í gegnum svona búnað.

Hin leiðin er að taka internetið yfir rafmagn til þess að dreifa því í WiFi búnað hjá þér. Það er reyndar skortur á slíkum búnaði á Íslandi núna virðist vera.
dadik
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf dadik » Mið 03. Nóv 2021 01:49

Hvernig er reynslan af neti yfir rafmagn þessa dagana. Ég prófaði þetta fyrir mörgum árum og það var alltaf bölvað vesen á þessu.


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

gRIMwORLD
Tölvutryllir
Póstar: 653
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 27
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf gRIMwORLD » Mið 03. Nóv 2021 12:21

Í gömlum húsum eru alltaf leiðir, bara spurning hversu creative þú vilt verða.

Sú leið sem virkar oftast best á endanum er að nýta lagnir sem þegar eru til staðar.
Símalagnir og sjónvarpslagnir eru mjög hentugar til að endurnýja með CAT5e í þessum tilgangi.

Best case scenario er að allar lagnir (síma/tv) fara í einn endapunkt, sem væri smáspennuskápurinn þar sem símainntakið er. Þar myndir þú staðsetja router/swiss. Draga svo nýjar netlagnir yfir í valin herbergi þar sem AP myndi tengjast og ná þannig drægni í gegnum allt heimilið.

Verra væri ef þú ert með lagnir raðtengdar í gegnum dósir í húsinu eins og var gert hér einu sinni, þá þarftu mögulega að fara lengri leið með kapal og kemur kannski færri köplum að.

Ég er sjálfur með Edgerouter og EdgeSwitch ásamt Unifi AP hjá mér, swiss og router eru í geymslunni, AP (PoE) í stofu og herbergi.

Mesh net í svona aðstæðum verða í mínum huga alltaf bara skítaredding því það er alltaf degrade í throughput á endanum.
Dæmi:
AP 100% signal -> | veggir/gólf | -> 33% signal -> AP/mesh 100% signal -> tæki 100% signal (actual hraði í takt við 33%signal)


SAMSUNG GALAXY S8+ | Stock
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage


Höfundur
Peacock12
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf Peacock12 » Mið 03. Nóv 2021 13:08

gRIMwORLD skrifaði:Verra væri ef þú ert með lagnir raðtengdar í gegnum dósir í húsinu eins og var gert hér einu sinni, þá þarftu mögulega að fara lengri leið með kapal og kemur kannski færri köplum að.)


Einmit þannig. Þar að auki raðtengt í eina miðjudós miðsvæðis á hverri hæð og þaðan yfir í miðjusvæði í loftinu á hverju herbergi og þaðan deilt yfir í dósir og rofa og slíkt.
Það sem verra er að gömlu síma og sjónvarpslagnirnar eru nánast gagnslausar fyrir netið þar sem ég þyrfti að brjóta rásir í gólf til að tengja við hvar ljósið kemur inn. Búin að búa hér í 20 ár og af þeim hef ég leitað lausna á hvernig og hvar væri hægt að bora/breyta/bæta í 18...
MrIce
Gúrú
Póstar: 560
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf MrIce » Mið 03. Nóv 2021 16:20

Peacock12 skrifaði: Búin að búa hér í 20 ár og af þeim hef ég leitað lausna á hvernig og hvar væri hægt að bora/breyta/bæta í 18...


Bara 1 lausn þá... utter and complete overkill.

Færð þér slatta af Unifi U6 Lite og setur allt systemið í mesh.
Ættir að fá proper signal þá allstaðar.

Overkill lausn með overkill prís, því miður...
Stóra vesenið með þessa gömlu steypuklumpa hvað þeir drepa niður wifi merkið og hvað það getur verið ómögulegt að koma nýjum vírum hingað og þangað :(


-Need more computer stuff-


Sinnumtveir
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 314
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 88
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf Sinnumtveir » Mið 03. Nóv 2021 17:17

dadik skrifaði:Hvernig er reynslan af neti yfir rafmagn þessa dagana. Ég prófaði þetta fyrir mörgum árum og það var alltaf bölvað vesen á þessu.


Svartími á 200Mbit og niður úr er mjög slakur, í fínu lagi á 1000Mbit, hef ekki prófað 500Mbit.

Hjá mér kemur svo endrum og sinnum upp að ég þarf að rjúfa sambandið stutta stund til að koma öllu í eðlilegt horf.
kelirina
Græningi
Póstar: 45
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 12:48
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf kelirina » Mið 03. Nóv 2021 19:50

Peacock12 skrifaði:
gRIMwORLD skrifaði:Verra væri ef þú ert með lagnir raðtengdar í gegnum dósir í húsinu eins og var gert hér einu sinni, þá þarftu mögulega að fara lengri leið með kapal og kemur kannski færri köplum að.)


Einmit þannig. Þar að auki raðtengt í eina miðjudós miðsvæðis á hverri hæð og þaðan yfir í miðjusvæði í loftinu á hverju herbergi og þaðan deilt yfir í dósir og rofa og slíkt.
Það sem verra er að gömlu síma og sjónvarpslagnirnar eru nánast gagnslausar fyrir netið þar sem ég þyrfti að brjóta rásir í gólf til að tengja við hvar ljósið kemur inn. Búin að búa hér í 20 ár og af þeim hef ég leitað lausna á hvernig og hvar væri hægt að bora/breyta/bæta í 18...


Það er alveg hægt að tengja t.d. Unifi inWalls í lagnir í raðtengdum dósum. Ég gerði það í húsi byggt 1994. Hér var steinsteypan að valda vandræðum. Í dag er enginn dauður punktur og ekkert vesen komið upp i að verða tvö ár frá því að umhverfið var sett upp. Notendur geta farið á milli punkta án vandræða.

1 poe eða 1 poe port úr netbeini í fyrsta Unifi inWall og úr honum yfir í þann næsta og svo er það endurtekið þar til að fjórði inWall er tengdur. Þetta var eina leiðin sem ég gat tengt netið í þessu húsi án þess að brjóta eða bora allt í döðlur.
Viðhengi
raðtengdir Unifi inWall.jpg
raðtengdir Unifi inWall.jpg (18.35 KiB) Skoðað 3508 sinnum
Höfundur
Peacock12
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf Peacock12 » Fim 04. Nóv 2021 00:38

Þetta er það sem ég er að spá í í dag:

Mílukassinn er í stigagangi niður í kjallara. Annar veggurinn í stigaganginum er þessi þykki sem fer frá grunni alveg upp á þakplötu. Hinn veggurinn er hlaðinn og er ekki að trufla mikið. Svo eru tröppur upp á efstu hæð sem eru fyrir ofan tröppurnar niður (mynda loftið á tröppurnar niður). Þannig er þykki veggurinn og þykkar steyptar tröppur að trufla merki á efstu hæð.

Er að spá í að færa routerinn þannig að hann er við Miluboxið í tröppunum niður í kjallara. Tengja UniFi 6 Lite Access Point við routerinn og festa yfir hurðina niður í kjallarann þannig að það ætti að dekka alla miðhæðina. Sjá hvað það nær að dekka m.t.t. miðhæð og jafnvel kjallara. Svona til að selja frúnni konseptið ætla ég að setja iittala límiða á Access punktin og segja þetta sé „design“.

Ef þarf (og ég tel 90% að svo sé) þá hafa annan UniFi 6 Lite Access Point til að framlengja merkið (mesh) á efstu hæðinni. Ef hraðinn er ekki nægjanlegur þá skoða að tengja MikroTik PWR-Line PRO (PL7510Gi) frá router í seinni punkt.
Eins ef þarf þá á ég auðvelt með að bæta þriðja punkti í kjallaranum. Lítið mál að tengja hann í gegnum routerinn.

Miðað við um 20k per punkt þá eru þetta 60.000 plús 10.000 ef ég þarf PWR-Line búnaðinn…Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 6191
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 650
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf rapport » Fös 05. Nóv 2021 20:04

https://tolvutaekni.is/collections/rout ... i-system-1


Setti svona hjá tengdó í 2 hæða raðhús þar sem eina opið milli hæða er mjór hringstigi og inntakið í kjallaranum, öryggiskerfi , þrjú snjallsjónvörp og ein vinnuaðstaða á efri hæð + búnaður sem flakkar milli hæða.

Er sjálfur með minni pakkann s.s. 2 fyrir c a 130fm og allstaðar súper samband, þrju TV, tvær vinnuvélar og ein PS5 + unglinganotkun/tölvur
Síðast breytt af rapport á Fös 05. Nóv 2021 20:05, breytt samtals 2 sinnum.
Höfundur
Peacock12
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf Peacock12 » Mið 02. Feb 2022 14:13

Fá álit ykkar…
Var/er búin að ákveða að fá mér Dream Machine UDM (þessi all-in-one kubbur) og 2 x AC WiFi 6 Lite. Næ að tengja annan AC með kapli og hugsanlega hinn.

Hef setið með þetta í körfu á Ubuquiti Store í par vikur en er alltaf að bíða eftir nýja Dream Router (ekki Dream Machine) sem mér sýnist bara vera uppfærð útgáfa af Dream Machine UDM.
Ég er s.s. ekki að bíða eftir WiFi6, held að það gagnist ekkert spes í steypunni minni, en þessi nýi er á 70 evrur versus 250 og með áhugaverða speca og kosti. Verst er að hann er búin að vera „out of stock“ í talsverðan tíma.

Hvað segið þið – stökkva eða bíða?

https://eu.store.ui.com/collections/uni ... eee0&_ss=r
https://eu.store.ui.com/collections/ear ... -router-ea
TheAdder
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 350
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf TheAdder » Mið 02. Feb 2022 15:04

Dream Router er í Early Access núna, það er ekkert víst að hann komi á markað á næstu mánuðum. Þar að auki, þá er hann ekki með innbyggðan controller, þannig að þú þyrfti að fá þér Unifi Cloud Key, eða setja upp controller á tölvu, til þess að tengja saman þessa þráðlausu punkta.
Ég myndi mæla með að taka Dream Machine fyrir þína notkun.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - AORUS GeForce RTX™ 2080 Ti XTREME 11G - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


jonfr1900
ÜberAdmin
Póstar: 1332
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 169
Staðsetning: Bov, Padborg, Danmörk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf jonfr1900 » Mið 02. Feb 2022 16:52

Þú gætir notað rafmagnið innanhúss til að koma á netsambandi milli hæða ef ekkert annað er mögulegt.
Höfundur
Peacock12
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf Peacock12 » Mið 02. Feb 2022 16:59

jonfr1900 skrifaði:Þú gætir notað rafmagnið innanhúss til að koma á netsambandi milli hæða ef ekkert annað er mögulegt.


Ég er einmitt að gera tilraunir með sirka 3-4 ára gamla 500mb net yfir rafmagn kubba. Reynist það nægjanlega stöðugt og missi ég ekki of mikið (500 er maxið) þá getur verið að ég uppfæri í afkastameira og noti sem backbone.
jonfr1900
ÜberAdmin
Póstar: 1332
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 169
Staðsetning: Bov, Padborg, Danmörk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf jonfr1900 » Mið 02. Feb 2022 22:14

Peacock12 skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Þú gætir notað rafmagnið innanhúss til að koma á netsambandi milli hæða ef ekkert annað er mögulegt.


Ég er einmitt að gera tilraunir með sirka 3-4 ára gamla 500mb net yfir rafmagn kubba. Reynist það nægjanlega stöðugt og missi ég ekki of mikið (500 er maxið) þá getur verið að ég uppfæri í afkastameira og noti sem backbone.


Þetta ætti að vera stöðugt. Svona búnaður notar 2Mhz til 86Mhz (eftir tegund og hraða) til þess að senda merkið yfir rafmagnið. Þetta er tíðnisvið þar sem truflanir eru mögulegar, þar sem þarna er meðal annars gamla CB bandið (27Mhz) og síðan stuttbylgjuútvarpið sem er ennþá í notkun). Síðan er austur evrópa fm bandið (ORIT) þarna inni (65,9Mhz til 74Mhz) sem á að vera komið úr notkun allstaðar en það er alltaf möguleiki á að einhver búnaður þvælist þarna inná í sendingu og móttöku.

Svona rafmagnsvír getur einnig virkað sem loftnet og tekið inn á sig merki og það getur truflað svona internet merki í þessum búnaði. Jafnvel frá öðrum internet yfir rafmagn ef það er nógu nálægt þér. Þetta ætti samt að ganga án vandamála mundi ég telja. Svona búnaður er að ég held ekkert í rosalegra mikilli notkun á Íslandi.