Síða 1 af 1

Xbox Game Pass?

Sent: Þri 23. Nóv 2021 11:56
af KaldiBoi
Sælir Vaktarar!

Er einhver sem er hér með Xbox Game Pass eða hefur verið áskrifandi og getur sagt mér hvort þetta sé þess virði eða ekki?

Kostir og gallar yrðu vel metnir! :happy

Mbk.

Re: Xbox Game Pass?

Sent: Þri 23. Nóv 2021 12:48
af Fletch
já þetta er snilld og flottur pakki, fullt af leikjum þarna sem ég spila, búinn að vera með þetta í rúmmlega 2 ár, sjá gamlan þráð hér, viewtopic.php?f=9&t=79461&p=689926&hilit=xbox+game+pass#p689912

Þetta inniheldur líka allt í EA play

Re: Xbox Game Pass?

Sent: Þri 23. Nóv 2021 17:34
af Longshanks
Þetta er snilld, seinasti reikningur var 2200kr sem er fínt verð, bara nota US account.

Re: Xbox Game Pass?

Sent: Þri 23. Nóv 2021 17:54
af ChopTheDoggie
Algjört snilld, mæli með þessu.

Re: Xbox Game Pass?

Sent: Þri 23. Nóv 2021 19:30
af krani
ég nota uk account
virkar fínt

Re: Xbox Game Pass?

Sent: Þri 23. Nóv 2021 20:20
af Dr3dinn
VPN eða?
Kemur ekki Iceland sem option

Re: Xbox Game Pass?

Sent: Þri 23. Nóv 2021 20:42
af elv
Game pass er algjör snild.
Átt ekkert að þurfa vpn. Velur bara uk eða usa. Getur svo tengt við paypal þitt

Re: Xbox Game Pass?

Sent: Mið 24. Nóv 2021 14:26
af Mazi
Hvorki kredit kort né Paypal virkaði Á U.S. accountinum mínum þannig ég hef bara verið að vinna með gjafakort frá CDkeys, spurning um að færa hann yfir á UK seinna ef það verður vesen. Mæli annars með Game Pass, mjög sáttur.

Re: Xbox Game Pass?

Sent: Mið 24. Nóv 2021 16:37
af elv
Paypal virkar allavega með UK account. Er með það þannig