Bandvídd á WiFi netum (í Mhz)


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2352
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 272
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Bandvídd á WiFi netum (í Mhz)

Pósturaf jonfr1900 » Þri 21. Des 2021 04:05

Ég setti routerinn hjá mér núna þannig að hann velur sjálfkrafa hvort að það er notað 20/40Mhz á 2,4Ghz eða eða 20/40/80Mhz (nota ekki 160Mhz) á 5Ghz. Ég hef verið að velta þessu mikið fyrir mér þar sem ég sé að mörg heimanet eru oft bara stillt á sjálfvirkt það sem kemur frá Símanum, Vodafone eða Nova á þeim routerum sem fást leigðir eða keyptir af þessum fyrirtækjum. Þessar sjálfvirku stillingar eru oft að trufla út frá sér. Sérstaklega þegar nærliggjandi WiFi umhverfi er eins og ég mældi þegar ég fór síðast til Reykjavíkur og Hafnafjarðar.

WiFi á 2,4Ghz í Hafnarfirði.
Screenshot_20211010-194538_WiFiAnalyzer.png
Screenshot_20211010-194538_WiFiAnalyzer.png (132.88 KiB) Skoðað 888 sinnum


WiFi á 5Ghz í Hafnarfirði, neðra band.
Screenshot_20211010-194543_WiFiAnalyzer.png
Screenshot_20211010-194543_WiFiAnalyzer.png (114.83 KiB) Skoðað 888 sinnum


WiFi á 5Ghz í Hafnarfirði, miðband.
Screenshot_20211010-194549_WiFiAnalyzer.png
Screenshot_20211010-194549_WiFiAnalyzer.png (85.84 KiB) Skoðað 888 sinnum


WiFi á 5Ghz í Reykjaví, efsta band.
Screenshot_20211007-164305_WiFiAnalyzer.png
Screenshot_20211007-164305_WiFiAnalyzer.png (79.1 KiB) Skoðað 888 sinnum




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 609
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 103
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bandvídd á WiFi netum (í Mhz)

Pósturaf dadik » Þri 21. Des 2021 13:20

Ég myndi nú ekki hafa miklar áhyggjur af stöðunni í Hafnarfirði. Staðan getur verið mun verri á þéttbýlli stöðum - t.d. Hong Kong og New York - en samt virðist netið nú virka ágætlega á þessum stöðum. Miðað við fyrstu myndina ertu tengdur við net sem er ca -45 DBm sem er bara fínt. Þetta er lógariðmískur skali þannig að það er x10 munur á -50 DBm og -60 DBm.

En ég lenti í vandræðum með að keyra 2.4 og 5ghz netin á sama SSD hjá mér. Sumir eldri clientar voru í vandræðum með að tengjast netinu svoleiðis þannig að ég þurfti að búa til spes 2.4 Ghz net fyrir þá. Bara eitthvað til að hafa í huga ef einhver tæki fara að detta út.


ps5 ¦ zephyrus G14


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2352
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 272
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bandvídd á WiFi netum (í Mhz)

Pósturaf jonfr1900 » Þri 21. Des 2021 17:20

Ég er ekki tengdur neinu þráðlausu neti þarna. Ég var bara að skoða umhverfið. Þar ég á heima núna eru ekki mörg WiFi net sem koma inn hjá mér. Þó fjölgar þeim hratt þegar ég fer út á öllum rásum, þó mest á 2,4Ghz. Ég er aðeins að hugsa um bandbreidd í Mhz hérna í sambandi við önnur þráðlaus net.

Næsta alvarlega þéttbýli sem ég mun búa í verður þegar ég flyt aftur til Danmerkur, vonandi á næsta ári. Það verður reyndar í raðhúsabyggð sem er ekki svo þétt miðað við marga aðra staði í Danmörku.