AmpliFi Alien Router

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

AmpliFi Alien Router

Pósturaf GuðjónR » Þri 21. Des 2021 12:40

Hvað finnst mönnum um AmpliFi Alien router? Þessi er WiFi 6.

Hægt að fá hann standalone, á 85k eða með auka aðgangsunkti á 145k.
Dýrt er drottins orðið, en er þessi græja þess virði?

Menn hafa mikið talað um Unifi Dream Machine og fleiri öflugar lausnir, en hefur einhver prófað þessa græju?
Og miðað við aðrar góðar lausnir, kostir og gallar að ykkar mati?

Standalone router
Router með auka puntki


Heimasíða framleiðanda
Viðhengi
og-image.png
og-image.png (101.44 KiB) Skoðað 1864 sinnum




Televisionary
Tölvutryllir
Póstar: 654
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 107
Staða: Ótengdur

Re: AmpliFi Alien Router

Pósturaf Televisionary » Þri 21. Des 2021 13:00

Eins og mér þykir gaman að kaupa flottar græjur þá er ég ekki að skilja þetta blæti hjá fólki í að kaupa ofur dýran netbúnað til heimilisnota.

Undirritaður keypti einhver Edgerouter Lite + 2 x AC Lite Unifi punkta árið 2016 fyrir ekki háar upphæðir. Dettur ekki í hug að fara setja einhver 100K+. Samt eru 30-40 device, símar, spjaldtölvur, fartölvur, sýndarvélar + chromecast eða google home í öllum herbergjum + 5 Xbox + Apple TV.

Einhvern tíma fer ég í WiFi 6 en ég fer ekki að borga 150K fyrir svona dót.

Guðjón vertu skynsamur eins og mér sýnist þú ætíð vera þegar kemur að svona hlutum.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 609
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 103
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AmpliFi Alien Router

Pósturaf dadik » Þri 21. Des 2021 13:21

Hvaða vandamál ertu að reyna að leysa?


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: AmpliFi Alien Router

Pósturaf tdog » Þri 21. Des 2021 13:40

Félagi minn er búinn að skila tveim stk.

Ég skoðaði þetta hjá honum og gapti bara á hvað þetta væri useless drasl.

Unifi sendar og góður gigabit switch koma mér mun lengra fyrir lægri stofnkostnað.

Tek undir með Daða K, hvaða vandamál ertu að reyna að leysa?



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AmpliFi Alien Router

Pósturaf GuðjónR » Þri 21. Des 2021 14:36

Vandamálið hjá mér er eiginlega ekkert vandamál, heldur eitthvað sem einfaldur MESH aðgangspunktur myndi hugsanlega leysa.
Málið er að ég er í húsi sem er sér bygging og bílskúrinn er sérbygging en á milli þeirra er sameigilegur inngangur.
Veggirnir eru hinsvegar 2x 30cm útveggir (með einangrun) og því er ekkert wi-fi samband á milli þessara bygginga.

Ljósboxið er í bílskúrnum og við hliðan á því er 8 porta switch sem tengist í mörg herbergi, hol og stofu.
Í holinu er svo ASUS RT-AC5300 router sem sér um allt þráðlausa dótið í húsinu.

Í bílskúrnum er svo AirPort Time Capsule 802.11n (3rd Generation) tengt inn á kerfið með Cat5 en það er backup fyrir Apple dótið og Wi-Fi fyrir bílskúrinn (annað SSID en í húsinu).
Þetta er smá klúður, líklega væri besta lausnin að kaupa einhvern auka ASUS AiMesh eða annan Mesh accesspunkt fyrir bílskúrinn og tengja hann inn á switchin og hafa þá hann sem framlengingu á routernum sem er í húsinu. Gæti síðan tengt Time Capsule eða einhvern Cat5 flakkar við það fyrir backups.

Hef verið að googla og skoða lausnir en þó aðalega að fygljast með því sem þið eruð að gera því þið eruð yfirleitt með puttana á púslinum og því óþarfi fyrir mig að finna upp hjólið. Þessi Alien router grípur bara augað ... kannski það sé það eina sem hann gerir?
En ég er ekki að fara að kaupa hann, bara forvitinn hvort það séu premíum gæði á bak við þessi premíum verð.

En í minni stöðu, er ekki málið að fá sér Mesh aðgangspunkt fyrir bílskúrinn til að hafa sama SSID alls staðar?
Eða spá í það á nýju ári að fara í nýtt netkerfi og nota þá tækifærið og uppfæra í wi-fi6 ?




TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 187
Staða: Tengdur

Re: AmpliFi Alien Router

Pósturaf TheAdder » Þri 21. Des 2021 14:55

Ef þú ert að íhuga mesh kerfi, þá skilst mér að þetta sé fínt kerfi:
https://verslun.origo.is/Netbunadur-og- ... 059.action
Skemmir ekki að það er ódýara með tveimur auka punktum en þessi eini router er.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1037
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AmpliFi Alien Router

Pósturaf braudrist » Þri 21. Des 2021 16:28

Ég er með þenna router.

Kostir: Lítur vel út, auðveldur í uppsetningu, Wifi6, Góð Wifi drægni, sjálfvirkar uppfærslur.
Galllar: Dýr, lítið sem ekkert um 'advanced' stillingar.


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m


Tyler
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Sun 09. Maí 2004 20:54
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: AmpliFi Alien Router

Pósturaf Tyler » Þri 21. Des 2021 20:01

Sælir
Ég keypti Alien á Svörtum föstudegi, var á tilboði hjá AMPLIFI, €250 og frír sendingarkostnaður með DHL. Fékk hann hingað á 47 þkr í heildina.

Já, þetta er töluverður peningur en ég er mjög sáttur. Var með AMPLIFI HD + 1 mesh punkt en Alien nær yfir töluvert stærra svæði. Mjög sáttur við allan hraða og er bara ánægður hversu auðveldur hann er í uppsetningu, en móti er auðvitað nánast ekkert hægt að fikta í honum.


Antec P183 * Core i7 2.66GHz * Gigabyte GA-EX58-UD4P * 3x 2GB OCZ * Geforce GTS 250 * Intel 80GB SSD * 500GB Seagate * OCZ GameXStream 600W * 24" Dell Widescreen * Windows 7 x64 Ultimate


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 609
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 103
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AmpliFi Alien Router

Pósturaf dadik » Þri 21. Des 2021 21:44

Ég var með Asus RT-AC66u í mörg ár. Svo ákvað ég að uppfæra í RT-AX88U. Húsið er á tveimur hæðum, allt steinsteypt. Ljósleiðarabox á neðri hæð og router nálægt því. Það var frekar lélegt samband í þeim herbergjum sem eru lengst frá router á efri hæðinni þannig að ég setti bara AC66u í acces point mode og snúru á milli.

Sama SSID og öll tæki tengjast við þetta vandræðalaust. Virkar bara mjög vel.


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1876
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AmpliFi Alien Router

Pósturaf emmi » Mið 22. Des 2021 17:11

Er með svona router, hann er dýr og frekar lítið um fídusa en þetta er besta wifi sem ég hef upplifað.



Skjámynd

kallikukur
has spoken...
Póstar: 198
Skráði sig: Fim 26. Jún 2008 00:05
Reputation: 22
Staðsetning: grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: AmpliFi Alien Router

Pósturaf kallikukur » Mið 22. Des 2021 17:42

Hann dong hjá https://dongknows.com/ er með mjög góðar upplýsingar um svona routera - hann er meðal annars búinn að prófa þennann.

Mér finnst stóra spurning upp á "future proofing" vera hvort að hraði á ljósleiðara hér heima muni eitthvað fara yfir 1gb á næstunni? - sumir af þessum high end gæjum eru farnir að bjóða upp á multi-gig port sem gætu eitthvað gert hlutina skemmtilegri í beintengdu setupin.


i5 2500k | P8P67 PRO | 8gb Mushkin ddr3 1600Mhz | force3d HD 4870 | 750GB | Realtek ALC883 (7.1)