Síða 1 af 1

Hvernig kemst maður í stjórnborð á ljósleiðaraboxi

Sent: Fim 13. Jan 2022 17:56
af valtyr
Ég er að skipta um router og fæ ekki nettengingu í gegn um ljósleiðaraboxið mitt (langa hvíta frá Gagnaveitunni). Mig minnir að það sé eitthvað limit á fjölda MAC-addressa sem má tengjast beint inn í boxið, en man ómögulega hvernig maður kemst inn í viðmótið til að eyða gömlum út.

Er þetta ekki á einhverri fastri IP-tölu ef maður tengist beint við boxið með ethernet snúru?

Man þetta einhver? :lol:

Re: Hvernig kemst maður í stjórnborð á ljósleiðaraboxi

Sent: Fim 13. Jan 2022 18:09
af Vaktari
Ert eflaust fljótari að hafa bara samband við fjarskiptafyrirtækið og láta þá græja þetta bara.
Annars voru 2 linkar sem maður gat farið i gegnum með þá user og pass að mig minnir.
Hvort það sé ennþá möguleiki hef ég ekki hugmynd um.

Re: Hvernig kemst maður í stjórnborð á ljósleiðaraboxi

Sent: Fim 13. Jan 2022 18:24
af emmi
Þú getur tengt 2 routera við ljósleiðaraboxið. En þú verður að hafa samband við þjónustuaðilann þinn, þeir eru búnir að loka fyrir það að notendur geti gert þetta sjálfir.

Re: Hvernig kemst maður í stjórnborð á ljósleiðaraboxi

Sent: Fim 13. Jan 2022 18:25
af audiophile
Held að það sé löngu búið að loka á síðuna til að fiffa þetta sjálfur. Ég sendi bara MAC á netspjallið hjá Vodafone þar sem ég er í viðskiptum og þeir græja það alltaf mjög fljótt.

Re: Hvernig kemst maður í stjórnborð á ljósleiðaraboxi

Sent: Fim 13. Jan 2022 20:09
af oskarom
Sama með Nova, græja það alltaf eins og skot

Re: Hvernig kemst maður í stjórnborð á ljósleiðaraboxi

Sent: Fim 13. Jan 2022 22:28
af kjartanbj
Þetta var tekið út af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, minnir að það hafi eitthvað átt að koma í staðin en svo hefur þetta bara verið látið í hendur netveitana með tilheyrandi veseni og ónæði