PoE router fyrir Unifi Access punkta


Höfundur
bananastand
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Lau 23. Júl 2016 02:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

PoE router fyrir Unifi Access punkta

Pósturaf bananastand » Sun 06. Feb 2022 14:02

Ég er með tvo Unifi UAP nanoHD access punkta sem ég ætla að setja upp og gefa rafmafn yfir ethernet. Er að velta fyrir mér hvort ég geti keyrt þá með router sem er með PoE out og sleppa þannig að vera með tvo PoE injectora fyrir þá. Fann þennan hér (https://www.oreind.is/product/mikrotik- ... -rb960pgs/) sem er með 802.3af PoE output en sýnist ég þurfa stærri spennubreyti til að þetta gangi upp: "It also supports passive PoE input and passive or 802.3af/at PoE output. Ethernet ports 2-5 can power other PoE capable devices with the same voltage as applied to the unit. Less power adapters and cables to worry about! It can power at/af mode B (4,5+)(7,8-) compatible devices, if 48-57 input voltage is used."

Er einhver klárari en ég sem getur aðstoðað mig me'ð þetta og hvar sé hægt að verða sér út um svona spennubreyti ef það leysir málið? :baby




TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 187
Staða: Ótengdur

Re: PoE router fyrir Unifi Access punkta

Pósturaf TheAdder » Sun 06. Feb 2022 14:48

nanoHD sendarnir kalla efti 802.3af 48V PoE. Þessi switch getur alveg afgreitt það til þeirra, svo lengi sem spennufæðingin inn á hann er 48V, annað hvort í gegnum PoE eða í gegnum spennubreytinn.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
bananastand
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Lau 23. Júl 2016 02:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: PoE router fyrir Unifi Access punkta

Pósturaf bananastand » Sun 06. Feb 2022 14:52

Ok, mér sýnist spennubreytirinn sem fylgir vera 24V (https://www.oreind.is/wp-content/upload ... 61421m.jpg)
Ekki veistu hvar væri hægt að finna 48V spennubreyti sem hentar?




kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 677
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 128
Staða: Ótengdur

Re: PoE router fyrir Unifi Access punkta

Pósturaf kjartanbj » Sun 06. Feb 2022 20:22

Þessi væri málið ef þú tímir að eyða aðeins í Router , en þá ertu líka future proof

https://eu.store.ui.com/products/dream-machine-se




dodzy
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Þri 19. Okt 2010 19:22
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: PoE router fyrir Unifi Access punkta

Pósturaf dodzy » Mán 07. Feb 2022 09:44

ég mundi ekki blanda saman framleiðendum.
Ég er sjálfur með USG + switch lite 8 poe + 2 x ac lite, controller keyrandi á PC.
Í þinni stöðu mundi ég taka https://eu.store.ui.com/collections/uni ... am-machine og losa mig við annan nanoHD ef router getur verið á sama stað og annar wifi sendirinn (dream machine er með innbyggðum aðgangspunkt + controller sem er mikill kostur).