Mila eða Gagnaveita Reykjavíkur?

Skjámynd

Höfundur
audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1559
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 125
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Mila eða Gagnaveita Reykjavíkur?

Pósturaf audiophile » Mán 11. Apr 2022 16:35

Daginn.

Er að fara að flytja í húsnæði þar sem bæði Míla og GR eru komin inn i hús en virðist eiga eftir að setja upp ljósleiðarabox og því spyr ég ykkur hvorum aðilanum mælið þið með að klára málið og hvernig ber maður sig að? Pantar maður bara uppsetningu á ljósleiðaraboxi? Hver er kostnaðurinn?

Þakkir um ráð.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 318
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 103
Staða: Ótengdur

Re: Mila eða Gagnaveita Reykjavíkur?

Pósturaf oliuntitled » Mán 11. Apr 2022 16:58

Talar bara við þann þjónustuaðila sem þú vilt versla við og það fyrirtæki mun panta og klára ferlið fyrir þig.
Ef verð er helsta issue að þá er lægra línugjald hjá Mílu.
Ef þú ert poweruser og telur þig þurfa að maxa tenginguna að þá hafa einhverjir verið að lenda í því að fá lægri hraða yfir kerfi Mílu (800+ í staðinn fyrir 900+).

Bæði fyrirtæki eru svosem sambærileg að mestu leyti, eru með álíka stórar ljósbreytur og afgreiðslutími er sambærilegur líka.
Svo er mögulegt að þjónustuaðilar séu með uppsetningargjald ef þú vilt láta setja upp fyrir þig endabúnað frá þeim, þekki ekki gjöldin en það ættu að vera upplýsingar um slíkt á síðunum hjá þeim.




kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 677
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 128
Staða: Ótengdur

Re: Mila eða Gagnaveita Reykjavíkur?

Pósturaf kjartanbj » Mán 11. Apr 2022 20:26

Ég er að bíða eftir að GR leggi ljós inn til mín einhverntíma. til að losna við Mílu og þeirra GPON dót, fæ ekki þann hraða sem ég fékk þegar ég var hjá GR áður en ég flutti þar sem ég er núna og Míla er bara, fer alveg eftir tíma dags hversu mikið álag er á netinu og hvernig hraða ég fæ.



Skjámynd

Höfundur
audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1559
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 125
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mila eða Gagnaveita Reykjavíkur?

Pósturaf audiophile » Mán 11. Apr 2022 20:43

Takk fyrir góðar upplýsingar.

Hef verið undanfarin ár hjá Vodafone og GR og alveg verið sáttur. Grasið þarf greinilega ekki endilega að vera grænna hinumegin og held ég haldi mig bara við það sem ég þekki.

Samkvæmt þessu á uppsetning ekki að kosta. https://www.ljosleidarinn.is/frettir/ei ... idarans-2/


Have spacesuit. Will travel.