Net fyrirtæki fyrir leikjaspilun


Höfundur
jawbreaker
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Þri 12. Apr 2022 10:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Net fyrirtæki fyrir leikjaspilun

Pósturaf jawbreaker » Þri 12. Apr 2022 10:34

Hvaða ISP mæla vaktarar með fyrir leikjaspilun í EU?

Ef mér skjátlast ekki þá eru íslensku fyrirtækin með ólíka samstarfsaðila og það hefur áhrif á svartíma í tölvuleikjum.

Ég sjálfur er hjá Hringiðunni og mér líður eins og ping ætti að vera lægra hjá mér. T.d að spila á UK/DE serverum með ~100 í ping. Er það eðlilegt?
Er að sjálfsögðu ethernet tengdur og er með 1GB up/down.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Net fyrirtæki fyrir leikjaspilun

Pósturaf depill » Þri 12. Apr 2022 10:39

jawbreaker skrifaði:Hvaða ISP mæla vaktarar með fyrir leikjaspilun í EU?

Ef mér skjátlast ekki þá eru íslensku fyrirtækin með ólíka samstarfsaðila og það hefur áhrif á svartíma í tölvuleikjum.

Ég sjálfur er hjá Hringiðunni og mér líður eins og ping ætti að vera lægra hjá mér. T.d að spila á UK/DE serverum með ~100 í ping. Er það eðlilegt?
Er að sjálfsögðu ethernet tengdur og er með 1GB up/down.


1. 100ms í ping til DE / UK er ekki eðlilegt. Ég er hjá Vodafone ~ 40ms Írland/UK, ~44ms Þýskaland ( Bayern ).

Ég myndi búast við svipuðu hjá þeim öllum - ( 4-5ms til og frá svona almennt ). Síminn og Hringdu ættu að vera eins.




Mossi__
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 292
Staða: Ótengdur

Re: Net fyrirtæki fyrir leikjaspilun

Pósturaf Mossi__ » Þri 12. Apr 2022 10:42

Ég er svona 60ms í ping á WiFi og nokkuð frá routernum.

Svo 100 í ping a Ethernet er ekki í lagi.

Er hjá Hringdu og þau hafa aldrei klikkað.



Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 318
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 103
Staða: Ótengdur

Re: Net fyrirtæki fyrir leikjaspilun

Pósturaf oliuntitled » Þri 12. Apr 2022 10:43

Er hjá Símanum og er aldrei með 100+ ms nema eitthvað sé að til evrópu



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1559
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 125
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Net fyrirtæki fyrir leikjaspilun

Pósturaf audiophile » Þri 12. Apr 2022 18:59

Kringum 50 hjá mér til Evrópu hjá Vodafone.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1977
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 252
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Net fyrirtæki fyrir leikjaspilun

Pósturaf einarhr » Þri 12. Apr 2022 22:49

50-58 hjá Símanum til Þýskalands þar sem serverinn sem ég spila mest á er


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 611
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 95
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Net fyrirtæki fyrir leikjaspilun

Pósturaf Dr3dinn » Mið 13. Apr 2022 08:52

Hringdu notaðist síðast þegar ég vissi við tengingu Símans út, er að fá 48-66 í DE sem ég spila mest í.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB


Höfundur
jawbreaker
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Þri 12. Apr 2022 10:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Net fyrirtæki fyrir leikjaspilun

Pósturaf jawbreaker » Mið 13. Apr 2022 09:37

Takk fyrir svörin.
Það er augljóst að það er eitthvað ekki eins og það á að vera hjá mér.

Það samt ekki að sjá á speedtest-i að það sé eitthvað mikið að. Er það kannski ekki marktækt?
DE : https://imgur.com/a/UZh2DGM
UK : https://imgur.com/a/LPW7q8m