Síða 1 af 1

Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Fös 21. Okt 2022 00:07
af GuðjónR
Smá dilemma hér, er með RT-AC5300 í húsinu og AirPort Time Capsule (3rd Generation) í bílskúrnum en epla græjan var að deyja.
Núna er spurningin um að kaupa eitthvað Asus AiMesh tæki til að setja í bílskúrinn og para við Asus í húsinu eða fara í eitthvað annað, það er ódýrasta lausnin, hægt að fá þessa routera frá 22k og upp úr...

Langar að fara í wi-fi 6 græju en held að wi-fi 6e (6Ghz) sé kannski ekki tímabært.
AMPLIFI Alien er töff en tveir svoleiðis kosta frekar mikði eða 150k+
Kannski væri sniðugt að kaupa UniFi Security Gateway Router og tvo UniFi U6-Long Range Wifi 6 aðgangspunkta og POE switch, 130k+
Eða kaupa TP-Link Deco X90 mesh netkerfi - 2 í pakka á 80k.

Eitthvað annað sem ég ætti frekar að spá í?

Re: Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Fös 21. Okt 2022 00:36
af Opes
Er lögn á milli húsins og bílskúrsins? Hvað er húsið stórt og hvernig veggir?

Re: Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Fös 21. Okt 2022 09:00
af Nariur
GuðjónR skrifaði:Kannski væri sniðugt að kaupa UniFi Security Gateway Router og tvo UniFi U6-Long Range Wifi 6 aðgangspunkta og POE switch, 130k+


Þú sleppur mun betur með einn Dream Router og einn AP. Lite dugar nú í flest, en þú getur splæst í LR ef þú heldur að það dugi ekki.
Rétt yfir 40 kall komið heim frá getic.com (var eurodk). Það gæti líka verið þess virðið að tékka hjá Ubiquiti sjálfum. Þeir senda víst til Íslands.

Re: Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Fös 21. Okt 2022 09:18
af Halli25
Ef þú vilt ekki bíða þá verðið ekkert slæmt hjá okkur ;)
https://tl.is/ubiquiti-unifi-dream-router-wifi-6.html
Er í svipuðu hugleiðingum og er ekki ánægður með mesh dæmið frá Asus og prófaði Zyxel og finnst hann ekki heldur góður

Re: Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Fös 21. Okt 2022 09:20
af TheAdder
GuðjónR skrifaði:Smá dilemma hér, er með RT-AC5300 í húsinu og AirPort Time Capsule (3rd Generation) í bílskúrnum en epla græjan var að deyja.
Núna er spurningin um að kaupa eitthvað Asus AiMesh tæki til að setja í bílskúrinn og para við Asus í húsinu eða fara í eitthvað annað, það er ódýrasta lausnin, hægt að fá þessa routera frá 22k og upp úr...

Langar að fara í wi-fi 6 græju en held að wi-fi 6e (6Ghz) sé kannski ekki tímabært.
AMPLIFI Alien er töff en tveir svoleiðis kosta frekar mikði eða 150k+
Kannski væri sniðugt að kaupa UniFi Security Gateway Router og tvo UniFi U6-Long Range Wifi 6 aðgangspunkta og POE switch, 130k+
Eða kaupa TP-Link Deco X90 mesh netkerfi - 2 í pakka á 80k.

Eitthvað annað sem ég ætti frekar að spá í?

Unifi Security Gateway er úrelt græja (tala af eigin reynslu er að keyra eina sjálfur), ef þú ert að skoða nýtt, skoðaðu þá Unifi Dreammachine SE og 2 þráðlausa punkta eða eins og sagt er hér að ofan, Dream router og auka þráðlausan punkt.

Re: Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Fös 21. Okt 2022 10:07
af GuðjónR
Opes skrifaði:Er lögn á milli húsins og bílskúrsins? Hvað er húsið stórt og hvernig veggir?

Já það eru lagnir á milli, húsið og bílskúrinn eru nánast tvær aðskildar byggingar með sitthvorn eldvarnarvegginn á milli þó er sameiginlegt þak. Bílskúrinn er um 40m2 og húsið um 160m2. Veggirnir í sjálfu húsinu eru flestir hlaðnir, nema nokkrir burðarveggir.

Ljósleiðarainn kemur inn í skúrinn og þar er ljósleiðaraboxið og switch. Svo eru cat5 lagnir frá töflu í öll herbergi og hol hússins. Routerinn sjálfur er í miðju rými í húsinu og virkar fínt á herbergin, er reyndar með tvær tölvur tengdar breint í vegg en allt annað, símar sjónvarp appleTV etc er þráðlaust.

Apple græjan var svo notuð til að taka bakcup af mac tölvunum og hafði sitt eigið wi-fi í skúrnum, sem var ókostur í sjálfu sér því það var annað SSID og ef síminn datt inn á það og hékk á því þá var hraðinn mjög lélegur þegar í húsið var komið.

Re: Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Fös 21. Okt 2022 10:17
af GuðjónR
Halli25 skrifaði:Ef þú vilt ekki bíða þá verðið ekkert slæmt hjá okkur ;)
https://tl.is/ubiquiti-unifi-dream-router-wifi-6.html
Er í svipuðu hugleiðingum og er ekki ánægður með mesh dæmið frá Asus og prófaði Zyxel og finnst hann ekki heldur góður

Þessi er ekki eins fallegur og Alien gaurinn, en færð næstum 2f1. Þessi kemur alveg til greina.
En nú hef ég ekki reynslu af POE græjum, ef það er settur kapall í POE portið og í auka punkt en það er switch á milli, þarf switchinn þá ekki að vera POE switch? eða ef maður notar venjulegt port í venjulegan switch þarf þá power injector þar sem kapallinn kemur úr swithc og fer í punktinn?
Er kannski best að vera með svo svona tengda saman?

Re: Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Fös 21. Okt 2022 10:28
af Peacock12
Var að setja upp Dream Router og 2 Lite AP og er mjög sáttur við þá lausn hjá mér. Helsta vandamálið mitt var steyptir, járnbundnir veggir sem drepa allt merki. Leyst með staðsetningu AP.
Ég pantaði beint frá Ubuquiti og Dream Router, 2 lite AP og 2 PoE injectorar (sem ég svo þurfti ekki að nota) kostuðu um 72k komið heim og tók 4 daga frá pöntun að afhendingu Hefði kannski verið 65k án injectorana. Verðið hjá TL er bara í lagi að mínu mati en þetta var bara ekki til þegar ég pantaði að utan.
Er að fá >650 down / >500 up í beinni sjónlínu við AP (var max 250/200 m Airties) og 180/150 á mesta vandræðaspottinu (var 60/50).
Virðist þola álag ágætlega – að jafnaði eru >20 tæki tengd á netið, en af því eru slatti nokkuð passíf (smart-tæki, rofar, græjur).
-
Verð að segja eitt: Eftir margra ára pælingar reif ég plásturinn af og lagði í nokkra vinnu í að leysa lagnamál hjá mér. Gerði þetta allt sjálfur þannig að þetta var aðallega tímakostnaður. Fann leið til að koma vír á milli lykilstaða og eftir það er restin auðleyst. Nú er það þannig að ef þessi „versti staður“ (sem er reyndar þar sem ég sit og vinn) er vandamál er lítið mál að bæta sviss, bora eitt gat í þakplötuna og beintengja vinnustöðina.
Ef bílskúrinn er ekki víraður við routerinn þá myndi ég virkilega spá í hver gæti verið auðveldasta leiðin til að gera það. Fyrir svona einkafúsk gæti það kannski ekki verið flóknara en stunguspaði og troða jarðþolnum Cat kapli 10 sm undir torfu, eða rífa upp nokkrar hellur eða leggja í álrör.

Re: Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Fös 21. Okt 2022 10:36
af Peacock12
Ef routerinn er með PoE port (DR er með 2) og ef AP sem þú tengir við tekur á móti PoE þá dugar að tengileiðin þar á milli sé nokkuð bein.
„Bein“ eins og að leiðin er einn kapall, eða er bara að fara í gegnum hefðbundin tengi. Ekki að þú tengir PoE frá DR í annan sviss sem er ekki með PoE og þaðan áfram í AP.
Hjá mér t.d. er einn PoE AP að fá straum í gegnum port á DR sem er tengt með 1 metra snúru í veggtengi, úr veggtengi á hinum endanum í hefðbundna Cat6 snúru (sirka 15 metra) og síðan beint í AP. Straumurinn fer alla leið.

Miðað við lýsinguna þína væri áhugavert að vera bara með góðan router í bílskúrnum og AP inni. Helsta ástæðan fyrir að ég valdi DR frekar en DM var einfaldlega pláss og útlit. Konan hefði aldrei samþykkt skáparouter í stofunni.

Re: Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Fös 21. Okt 2022 11:02
af TheAdder
Ég myndir ráðleggja þér að skoða Dreamrouter og kannski eitthvað í þessa áttinu ef það hentar.
https://eu.store.ui.com/collections/uni ... -6-in-wall
Ef þú setur switch á milli DR og þráðlausa punktsins, þá þarft switchinn að vera með PoE eða injector á milli þeirra. Það hafa verið til litlir switchar sem eru með PoE inn og út, 4 til 5 porta, sem mögulega gætu gengið á milli.

Re: Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Fös 21. Okt 2022 12:57
af GullMoli
Myndi hafa í huga að Dream Router nær ekki að fullnýta 1Gig ljósleiðaratengingu ef allir öryggisfídusar eru virkir... held að hann maxi í kringum 600-700mbs. Að öðru leiti þrusu græja.

Re: Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Fös 21. Okt 2022 14:58
af Tyler
Myndi bíða eftir svörtum föstudegi. Keypti minn AMPLIFI Alien þá beint af AMPLIFI europe. 47 þkr í það heila með DHL heim að dyrum. Er virkilega ánægður með hann.

Re: Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Fös 21. Okt 2022 23:43
af GuðjónR
Tyler skrifaði:Myndi bíða eftir svörtum föstudegi. Keypti minn AMPLIFI Alien þá beint af AMPLIFI europe. 47 þkr í það heila með DHL heim að dyrum. Er virkilega ánægður með hann.

Takk fyrir að minna mig á þetta!!!
Var að skoða þetta á þessari síðu, án afsláttar þá myndu tveir kosta 144k m.vsk og hraðflutningi til landsins eða 72k stk.
Kannski fara þeir í 57k stk. á svörtum föstudegi, þá held ég að það sé no-brainer að stökkva á tvo.
Black Friday verður 25. nóvember.

Re: Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Þri 25. Okt 2022 19:08
af Nariur
Af hverju viltu mesh ef þú ert með cat í veggjunum?

Re: Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Þri 25. Okt 2022 20:48
af GuðjónR
Nariur skrifaði:Af hverju viltu mesh ef þú ert með cat í veggjunum?

Af því að fyrir utan tölvurnar þá er ég með c.a. 14 þráðlaus snjalltæki :happy

Re: Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Þri 25. Okt 2022 20:57
af kornelius
Fékk mér þennan frá Ali og er mjög sáttur https://www.aliexpress.com/item/1005001 ... 1802BDJRXA

Kostirnir eru margir - nota hann sem AP og þar kemur hann sterkur inn með 2.5Gbit WAN port - hingað kominn 20K stykkið.

K.

Re: Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Mið 26. Okt 2022 09:05
af Nariur
GuðjónR skrifaði:
Nariur skrifaði:Af hverju viltu mesh ef þú ert með cat í veggjunum?

Af því að fyrir utan tölvurnar þá er ég með c.a. 14 þráðlaus snjalltæki :happy

Ég skil ekki alveg. Mesh er bara verra fyrir þráðlausa umhverfið en t.d. Unifi APar, kostar meira og hefur verri tengingu á netið (wifi, en ekki snúru).
Ef þú ert með snúrur í veggjunum, af hverju myndirðu vilja hafa APin tengdan á netið yfir wifi link?

Re: Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Mið 26. Okt 2022 11:03
af GuðjónR
Nariur skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Nariur skrifaði:Af hverju viltu mesh ef þú ert með cat í veggjunum?

Af því að fyrir utan tölvurnar þá er ég með c.a. 14 þráðlaus snjalltæki :happy

Ég skil ekki alveg. Mesh er bara verra fyrir þráðlausa umhverfið en t.d. Unifi APar, kostar meira og hefur verri tengingu á netið (wifi, en ekki snúru).
Ef þú ert með snúrur í veggjunum, af hverju myndirðu vilja hafa APin tengdan á netið yfir wifi link?


Ahh skil þig, þú ert að misskilja mig smá.
Sko, AP,inn í bílskurnum yrði snúrutengdur í switch sem er snúrtengdur í router í húsinu.
Hvort sem það yrði Alien í húsi og Alien í skúr eða eitthvað annað í húsi og skúr þá yrði það alltaf tengt saman með cat5.

Hingað til hef ég hinsvegar verið með gamalt Apple Timecapsul í bílskúrnum tengt á þessa snúru, hef notað það sem backup fyrir mac tölvur (TimeMachine) og wif-fi fyrir vinnuherbergi konunnar sem er þar. Gallinn við það setup var að Apple græjan gat ekki deilt sama SSID og routerinn í húsi heldur hafði sitt eigið. Það væri því flott að vera með sama net allstaðar í rýminu. Gæti svo fengið mér cat5 diskahýsingu til að nota sem backup í stað Apple græjunnar sem dó.

Re: Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Mið 26. Okt 2022 14:10
af Nariur
Ah. Ég skil. Þá er Alien voða dýrt í bílskúrinn ef þú þarft bara AP, nema þú fáir einhvern súper dúper black friday díl. AP lite er örugglega hellingur þar.

Re: Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Mið 26. Okt 2022 16:18
af GuðjónR
Nariur skrifaði:Ah. Ég skil. Þá er Alien voða dýrt í bílskúrinn ef þú þarft bara AP, nema þú fáir einhvern súper dúper black friday díl. AP lite er örugglega hellingur þar.

Nákvæmlega! Kannski verð ég heppinn! \:D/

Re: Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Lau 29. Okt 2022 02:07
af BugsyB
fáður þér dream router - hann er wifi6 og með 2 x poe portum - og fáður þér unifi 6 pro - miklu miklu betra.

Re: Netkerfi í húsi og bílskúr

Sent: Sun 30. Okt 2022 09:09
af Hjaltiatla
Ég myndi bara hafa þetta einfalt víst þú ert með RT-AC5300 router og fá mér Asus AiMesh tæki :)

Sjálfur hef ég góða reynslu af Unifi POE switchum og Unifi access punktum.Smá learning curve og þarft að nota unifi controller ef þú ert með meira en einn access punkt.

Hentaði mér mjög vel þar sem ég er að eiga við nokkur Vlön og það er mjög einfalt á Unifi switch-um.
Mynd