WIFI drepur GPS????

Skjámynd

Höfundur
BugsyB
1+1=10
Póstar: 1104
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Reputation: 16
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

WIFI drepur GPS????

Pósturaf BugsyB » Mið 15. Mar 2023 21:44

Sælir ég setti upp unifi wifi kerfi í eitt hús um daginn - og núna kvartar kúnninn að gps sé hætt að virka inn i húsinu sem það gerði áður og virkar bara þegar hann fer út - virkar ekki inni hvort hann sé á wifi eða 4g - núna spyr ég - getur wifi valdið því að gps merki deyji inn í húsi - þetta eru 4 wifi 6 lr unifi sendar sem ég setti upp hjá honum í stóru einbylishúsi.

edit
ég endurræsti allan búnað hjá honum og þá datt hann a gps sem sagði að hann væri í usa og svo þegar wifi kom upp aftur þá dó gps þannig að wifi er að valda þessu - hvernig lagar maður það?
Síðast breytt af BugsyB á Mið 15. Mar 2023 21:51, breytt samtals 1 sinni.


Símvirki.

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1245
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 374
Staða: Ótengdur

Re: WIFI drepur GPS????

Pósturaf Njall_L » Mið 15. Mar 2023 22:44

Þetta hljómar undarlegt. L1, L2 og L5 böndin sem GPS notar eru öll undir 1.6GHz og því töluvert frá nokkru WiFi og mjög ólíklegt (nánast ómögulegt) að það sé bein radíóleg-truflun þar á milli.
Sjálfur man ég aldrei eftir að hafa séð eða heyrt að WiFi trufli GPS merki en hef hinsvegar mjög oft lent í því að GPS hætti að virka um leið og maður fer inn í húsnæði þó það virki fínt utandyra.
Er kúnninn alveg handviss um að þetta hafi virkað áður og hvað gerist ef þú slekkur alveg á öllu WiFi hjá honum? Er hann að lenda í vandræðum með öll tæki eða eitthvað eitt ákveðið, þá hvaða?


Löglegt WinRAR leyfi


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2395
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 280
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024)
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: WIFI drepur GPS????

Pósturaf jonfr1900 » Mið 15. Mar 2023 23:00

GPS virkar almennt ekki innanhúss. Þar sem merkið er mjög veikt og fer ekki í gegnum þök, nema að það séu helst gluggar sem sýna himinn að GPS merkið komist helst í gegnum þá. Það eru engar líkur á því að WiFi á 2,4Ghz trufli GPS á 1,6Ghz.Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3095
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 443
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: WIFI drepur GPS????

Pósturaf hagur » Fim 16. Mar 2023 00:15

https://community.ui.com/questions/Loca ... c04a8f6f3f

Wifi truflar ekki GPS, og eins og hefur komið fram þá virkar GPS yfirleitt ekki vel innandyra hvort sem er.Skjámynd

Höfundur
BugsyB
1+1=10
Póstar: 1104
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Reputation: 16
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: WIFI drepur GPS????

Pósturaf BugsyB » Fim 16. Mar 2023 01:59

Við eru búinn að prófa þetta - þetta er mjög skrítið - en áður en ég setti upp punktana og hann vara bara með router frá ´simanum þá virkaði gps inni hjá honum, fjölskyldan spilar pokemon go, svo eftir að ég setti upp punktana þá hætti gps að virka , svo prufaði ég að endurræsa alla punkta og þá datt hann á gps þangað til sendanir komu inn aftur þá datt gps út - ég hef aldrei heyrt af þessu áður og þetta er mjög skrítið - er ekki að finna neitt um þetta á google - þessvegna leitaði ég til ykkar


Símvirki.


pathfinder
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Þri 24. Jún 2003 01:00
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: WIFI drepur GPS????

Pósturaf pathfinder » Fim 16. Mar 2023 02:04

Var hann örugglega að fá staðsetningu í gegnum GPS áður? Hljómar eins og tækin hafa verið að fá staðsetningu út frá bland af ip tölu og wifi ssid. Nú er komið nýtt ssid og þjónustan sem vissi þetta áður er ekki með upplýsingar um nýju sendana.
Uncredible
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: WIFI drepur GPS????

Pósturaf Uncredible » Fim 16. Mar 2023 08:16

Hann hefur ábiggilega verið að fá "GPS" í gegnum símafélagið sem hættir að virka þegar hann tengir símann við WIFI.Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1542
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: WIFI drepur GPS????

Pósturaf andribolla » Fim 16. Mar 2023 09:16

Ég var að flytja um daginn, er með UDM-PRO þar sem þú getur sagt honum hver staðsetning er á korti.
þegar ég var komin á nýjan stað, og konan eða börnin skoðuðu staðsetningu sína á td Snapchat þá voru þau alltaf stödd á gamla staðnum þar til ég færði staðsetninguna í Routernum hjá mér.Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6422
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 284
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: WIFI drepur GPS????

Pósturaf gnarr » Fim 16. Mar 2023 09:24

Ég vona að hann villist ekki heima hjá sér fyrst hann nær ekki lengur GPS þar... :-k


"Give what you can, take what you need."