Ráðleggingar varðandi Accesspunkt eða Router


Höfundur
einikri
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Mið 16. Des 2015 15:30
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Ráðleggingar varðandi Accesspunkt eða Router

Pósturaf einikri » Fös 22. Nóv 2024 12:43

Sælt veri fólkið,

Mig vantar aðeins ráðleggingar varðandi netbúnað.

Þannig er mál með vexti að ég er búsettur á Spáni og vinn að heiman í óhentugri íbúð varðandi netbúnað (deilum íbúðinni með öðrum).
Núverandi router er router/modem mix skilst mér, þar sem ljósleiðarakapallinn fer beint í græjuna. Núna vantar mig að geta sett upp access punkt eða router (veit ekki hvort það sé hægt að tengja router við router) til að reyna að hafa netið mitt hérna stabílla, það er enginn möguleiki fyrir mig til að draga eða leggja CAT kapal að tölvunni minni, þannig ég þarf að vera með þetta þráðlaust.

Það er svo í kortunum að flytja þar sem ég geri ráð fyrir að þurfa router og planið þar er að hafa einhverskonar öryggismyndavél innan veggja heimilisins en það er ekki fyrr en snermma á næsta ári.

Mínar rannsóknir án þess að hafa einhverja alvöru þekkingu á þessu væri kannski að taka

Unifi U7 Pro wall AP til að byrja með og fara svo í Cloud Gateway Max seinna meir þegar ég þarf á Router að halda til að hafa stuðning fyrir öryggismyndavélar í framtíðinni
https://eu.store.ui.com/eu/en/category/ ... 7-pro-wall
https://eu.store.ui.com/eu/en/category/ ... ateway-max

Eða þá fara beint í router sem býður upp á að vera AP til að byrja með og svo notaður sem Router á næsta ári.


Veit ekki hvort það breyti einhverju varðandi mínar pælingar, en ég spila líka leiki á nýlegri PC vél, PS5, er með vinnufartölvu og eflaust 5-6 önnur tæki sem væru að tengjast þráðlaust.


Allar ráðleggingar væru góðar og ég hlakka til að heyra eitthvað frá fróðari mönnum :)




TheAdder
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 228
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar varðandi Accesspunkt eða Router

Pósturaf TheAdder » Fös 22. Nóv 2024 13:16

Ef þú tekur strax Cloud Gateway Max, og þá þráðlausan punkt með, þá geturðu einangrað þig frá meðleigjendunum á netinu, og ekkert mál að stilla græjuna til þess. Og svo nota hana seinna meir sem aðal routerinn.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
einikri
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Mið 16. Des 2015 15:30
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar varðandi Accesspunkt eða Router

Pósturaf einikri » Lau 23. Nóv 2024 11:50

Takk fyrir svarið!

Já það er kannski langbest í stöðunni. Ég veit að það er kannski svolítið overkill að fara í Wifi 7 pakka sem stendur en kannski er vonandi verður það fljótlega þess virði.

Er að teikna boðleiðina svona:
Router/Módem (ISP frá Movistar á Spáni) -------> Cloud Gateway Max ------> PoE injector -----> U7 AP

Spurning samt, kallast það eitthvað sérstakt ef ég tengi Cloud Gateway Max í router? Í raun bara til að vita hverju ég á að leita eftir á netinu til að stilla þessu upp :)
Síðast breytt af einikri á Lau 23. Nóv 2024 12:02, breytt samtals 1 sinni.




TheAdder
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 228
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar varðandi Accesspunkt eða Router

Pósturaf TheAdder » Lau 23. Nóv 2024 13:52

Tengir bara WAN tengið, og stillir Internet í græjunni í IPv4 á DHCPv4, ef þetta hreinlega virkar ekki beint úr kassanum.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3187
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 554
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar varðandi Accesspunkt eða Router

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 24. Nóv 2024 10:45

Ef þetta væri á Íslandi þá væri hægt að tengja annan router beint í ljósleiðaraboxið (tengi tvö) því hérna fáum við tvær public ip tölur og það væri þinn router þá þarftu ekki að díla við Double NAT. Getur spurt Movistar hvort það er í boði að hafa tvær Public IP tölur og tvor routera á bakvið ISP gateway.

En ef ég væri að deila LAN-i með öðrum og ekki tvær Public IP í boði þá væri einfaldast að aðgreina netið með að setja annan Router undir hinn routerinn en eini gallinn væri Double NAT. Getur alveg fengið þér Ódýran router (notaðan) í þessar pælingar og góðan Access punkt og seinna uppfært í betri Router/Firewall.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Sun 24. Nóv 2024 10:45, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √


Höfundur
einikri
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Mið 16. Des 2015 15:30
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar varðandi Accesspunkt eða Router

Pósturaf einikri » Fös 29. Nóv 2024 10:35

Takk fyrir ráðleggingarnar,

Ég tók báðar græjurnar strax þar sem ég nennti ekki að standa í auka sendingargjaldi eftir tvo mánuði þegar ég flyt.

Ég ætla að taka smá snúning á þessu í kvöld til að sjá hvaða aðferðir reynast best við leikjaspilun og latency variance. Eftir að hafa reynt að díla við Movistar áður þá held ég að umstangið við að fá tvær public ip tölur ekki þess virði fyrir tvo mánuði :D

Ætla að henda mér í smá rannsóknarvinnu hvort/hvernig hægt er að koma í veg fyrir Double NAT með þetta setup, eða jafnvel að ég sleppi að tengja Cloud Gateway og tengi AP beint í sameiginlegan router/módem ef ég lendi á vegg með hitt.

Ég prófaði að tengja AP beint við R/M og sambandið stórjókst m.v. signal strength áður.

Takk fyrir hjálpina og ég þarf greinilega að demba mér í alvöru rannsóknir á Youtube til að skilja betur hvað/hvernig ég vil stilla tækin, vel spenntur fyrir þvi