Ódýrt Linux test umhverfi

Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3104
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 525
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Ódýrt Linux test umhverfi

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 23. Ágú 2019 21:51

Sælir/Sælar

Ákvað að deila með ykkur ágætri aðferð til að setja upp budget linux test umhverfi hjá Digital Ocean.
Setur upp vélina (Droplet) gerir það sem þú þarft að gera á vélinni meðan þú ert að nota vélina. Áður en þú hættir að nota vélina
Þá assignaru (floating ip addressu sem er í rauninni static ip tala) og tekur snapshot af vélinni. Eyðir út droplet svo þú verðir ekki rukkaður
um CPU/Ram etc sem fylgir því að reka Droplet sem er keyrandi eða Powered off.

Næst þegar þú ætlar að prófa eitthvað geturu búið til droplet frá Snapshot og átt gögn frá fyrra testi ;) (muna að assigna þessa floating ip tölu á það droplet sem þú stofnar aftur ef þú t.d vísar dns færslu á þá ip tölu).

Mynd

Ert þá í rauninni eingöngu rukkaður fyrir að vista þetta snapshot og þá resource-a þegar þú ert í raun og veru að nota þá meðan þú þarft að prófa eitthvað.
Ekki öruggasta leiðin til að passa uppá að gögn séu örugg en ef maður vill spara sér aurinn þá er þetta ljómandi góð aðferð.


Just do IT
  √


ivar85
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Fös 30. Jún 2017 10:27
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Ódýrt Linux test umhverfi

Pósturaf ivar85 » Lau 24. Ágú 2019 10:30

Einnig geta menn bara sett upp sýndarvél í gegnum hyper-v, sem er innbyggt í Windows 10.
Sækir þér svo Linux stýrikerfi(þau eru ókeypis) og getur leikið þér eins og þú villt an nokkura vandamála.
Einnig getur þú sótt Linux, brennt á USB kubb með tóli eins og Rufuz, og haft tölvuna þína sem dual boot.



Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3104
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 525
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Ódýrt Linux test umhverfi

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 24. Ágú 2019 10:56

Ég tók Hyper-v á bakvið hlöðu og skaut það á sínum tíma, alls konar bull vesen í kringum það tól. Eitt vandræðilegt varðandi Win 10 að maður þurfi að virkja Hyper-v til að geta sett upp Docker (getur þá ekki sett upp Virtualbox og svo framvegis).
En jújú það er hægt að setja upp Linux á Windows 10 (myndi þá líklegast nota Virtualbox eða Vmware workstation).

Edit: eflaust einfaldast að setja upp Docker á Windows í dag ef þú villt gera einhver basic test á Windows en þá þarftu reyndar að kunna basic Docker skipanir.

https://hub.docker.com/_/ubuntu
https://hub.docker.com/_/debian
https://hub.docker.com/_/centos


Just do IT
  √