Sími í viðgerð - Langur biðtími

Skjámynd

Höfundur
arnarj
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Reputation: 7
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Sími í viðgerð - Langur biðtími

Pósturaf arnarj » Fim 01. Sep 2016 20:25

Sælir vaktarar,

LG G3 Snjallsíminn hjá konunni bilaði í júlí. Síminn er keyptur í nóv 2014 og því enn í ábyrgð. Hún fór með hann til söluaðila í júlí og var henni tjáð að vegna sumarleyfa myndi taka allt að 4 vikur að fá símann aftur þar sem hann yrði sendur út (3 vikur væri eðlilegur tími ef ekki yfir aðal sumarleyfistímann). Varðandi lánssíma barst það í tal að við ættum gamlan Galaxy S2 og var henni tjáð að sá sími væri mun betri en síminn sem hægt væri að bjóða henni á meðan á viðgerð stæði. Hún fór því frá þeim tómhent.

Á morgun föstudaginn 2.sept eru liðnar 6 vikur frá því að síminn fór í viðgerð og ekkert hefur heyrst frá þeim. Hvernig eru lögin í svona málum? Hver er réttur neytandans?



Skjámynd

OddBall
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Þri 22. Okt 2013 17:05
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Sími í viðgerð - Langur biðtími

Pósturaf OddBall » Fim 01. Sep 2016 20:47

Hvað segir fyrirtækið?



Skjámynd

Höfundur
arnarj
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Reputation: 7
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sími í viðgerð - Langur biðtími

Pósturaf arnarj » Fim 01. Sep 2016 21:25

Að síminn sé á leiðinni




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Sími í viðgerð - Langur biðtími

Pósturaf AntiTrust » Fim 01. Sep 2016 21:27

E-rstaðar finnst mér ég hafa lesið í gegnum tíðina að fyrirtæki hefði 3 vikur.. Hinsvegar finn ég ekkert í lögum um Lausafjárkaup annað en eftirfarandi:

36. gr. Nú spyr seljandi kaupanda hvort hann samþykki úrbætur eða nýja afhendingu eða seljandi skýrir kaupanda frá því að hann vilji bæta úr eða afhenda annan hlut innan tiltekins tíma. Ef kaupandi svarar ekki án ástæðulauss dráttar getur seljandi gert nauðsynlegar ráðstafanir innan þess tíma sem nefndur var.-


37. gr. Afsláttur eða riftun þegar ekki verður af úrbótum eða nýrri afhendingu.
Ef úrbætur eða ný afhending koma ekki til álita eða ekki verður af þeim innan hæfilegs tíma frá því að kaupandi kvartaði yfir galla getur hann krafist afsláttar af kaupverði eða rift kaupunum samkvæmt ákvæðum 38. eða 39. gr. Þetta gildir ekki ef kaupandi hafnar úrbótum sem hann er skyldur til að þiggja.



Skjámynd

rattlehead
Ofur-Nörd
Póstar: 251
Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Sími í viðgerð - Langur biðtími

Pósturaf rattlehead » Fim 01. Sep 2016 21:40

Ég lenti í þessu sama þegar ég fór með minn gmala s2 í Nova til viðgerðar. Tók yfir 4 vikur að fá hann aftur. Fékk hádegisverð fyrir 2 á vox með símanum og Fékk Nova góðann plús fyrir það. Þessi langi tími er ekki ásættanlegur. Þrátt fyrir sumarleyfa. Var verkstæðið lokað?



Skjámynd

OddBall
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Þri 22. Okt 2013 17:05
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Sími í viðgerð - Langur biðtími

Pósturaf OddBall » Fim 01. Sep 2016 21:41

arnarj skrifaði:Að síminn sé á leiðinni


Búið að tala við yfirmann og fara fram á skýringu? Eða jafnvel nýjan síma? Ég myndi fara og taka fúla kúnnann á þetta. Á meðan maður er kurteis þá er yfirleitt reynt að gera eitthvað fyrir mann.




gutti
Bara að hanga
Póstar: 1594
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 44
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sími í viðgerð - Langur biðtími

Pósturaf gutti » Fim 01. Sep 2016 22:11

mundi prófa að tala við ns.is



Skjámynd

Höfundur
arnarj
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Reputation: 7
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sími í viðgerð - Langur biðtími

Pósturaf arnarj » Fim 01. Sep 2016 22:18

rattlehead skrifaði: Var verkstæðið lokað?
Veit það ekki, sennilega bara minni afköst. Annars finnst mér ekki skipta máli hvort er.



Skjámynd

Höfundur
arnarj
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Reputation: 7
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sími í viðgerð - Langur biðtími

Pósturaf arnarj » Fim 01. Sep 2016 22:21

OddBall skrifaði:Búið að tala við yfirmann og fara fram á skýringu? Eða jafnvel nýjan síma? Ég myndi fara og taka fúla kúnnann á þetta. Á meðan maður er kurteis þá er yfirleitt reynt að gera eitthvað fyrir mann.
Ekki enn, hringjum á morgun.



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2208
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 166
Staða: Ótengdur

Re: Sími í viðgerð - Langur biðtími

Pósturaf kizi86 » Fim 01. Sep 2016 22:32

bara svo þú vitir það, þá er það lögbrot þegar símafyrirtækin láta kúnna fá ruslsíma sem lánssíma þegar sími fer í viðgerð, samkvæmt lögum áttu að fá sambærilegt tæki, ef ert með 100þ+ króna tæki, þá er 6þ króna nokia takka sími EKKI sambærilegur! og að bjóða annað er þá líka lögbrot..

tekið úr 30.gr neytendakaupalaga

frekari úrbætur eða afhendingu.
Ef úrbætur eða ný afhending seljanda hafa það í för með sér að neytandi getur ekki notað söluhlut í meira en eina viku getur neytandi krafist þess að fá sambærilegan hlut til umráða á kostnað seljanda. Þetta á þó aðeins við ef krafan telst sanngjörn með hliðsjón af þörfum neytandans og þeim kostnaði og óhagræði sem það hefur í för með sér fyrir seljanda.

að kaupa snjallsíma með öllum þeim búnaði sem er í þeim, og fá i staðinn takkasíma sem kemst ekki einnu sinni á WAP er enganveginn sambærilegt, og að krefjast sambærilegs tækis myndi ég telja vera mjög sanngjörn krafa og ætti ekki að vera mjög mikið óhagræði hjá símafyrirtækjunum, eiga lager af símtækjum!

en þá er stóra spurningin, af hverju í fjandanum eru þessi símafyrirtæki alltaf að brjóta þessi lög trekk í trekk??


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Sími í viðgerð - Langur biðtími

Pósturaf DJOli » Fim 01. Sep 2016 22:50

kizi86 skrifaði:en þá er stóra spurningin, af hverju í fjandanum eru þessi símafyrirtæki alltaf að brjóta þessi lög trekk í trekk??


Af sömu ástæðu og tölvufyrirtæki auglýsa að rafhlöðuábyrgð sé einungis 12 mánuðir, og ná að sleppa undan mörgum biluðum tækjum á ári.

Vegna þess að þeir komast upp með það, almenningur er svo lélegur í að afla sér upplýsinga um réttindi sín.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|