Síða 1 af 1

Hvaða stafræna myndaramma?

Sent: Mán 24. Nóv 2025 22:48
af Njall_L
Sælir Vaktarar

Nú styttist í árlegar pælingar hjá mörgum að velja stafræna myndaramma til að gefa í jólagjöf. Þekki þetta mjög lítið og því væri fínt að fá ráðleggingar en ímynda mér að vilja fá eftirfarandi virkni:

- Wifi tengdur en án WPS, bara lykilorð til að tengjast.

- Ekkert ský með áskriftargjaldi sem geymir myndirnar. Sum heimili bjóða ekki upp á WiFi sítengingu og nauðsynlegt að geta sýnt myndir án þess að vera tengdur, sé svo fyrir mér að hægt sé að tengjast hotspot þegar verið er að uppfæra myndasafnið.

- Nokkrir aðilar þurfa að geta verið með aðgang að sama rammanum og breitt myndasafninu sem er í gangi hverju sinni.

- Nothæft app eða önnur leið til að hlaða inn myndum

- Fín myndgæði

- Bónus að ramminn lúkki ágætlega og hægt sé að stilla hvenær hann fer í sleep mode til að ljós frá honum trufli ekki.

Einhverjar hugmyndir? Eða er ég alveg úti á þekju með kröfurnar?

Re: Hvaða stafræna myndaramma?

Sent: Mán 24. Nóv 2025 22:56
af MrIce
Denver rammarnir hjá Elko, mæli með þeim. Appið er þægilegt, geta margir verið með aðgang að sama ramma, tikkar allveg mörg box.
Og hægt að stilla á sleep mode, mínir drepa á sér kl 22 og ræs 06

https://elko.is/leit?q=denver

Re: Hvaða stafræna myndaramma?

Sent: Þri 25. Nóv 2025 08:22
af russi
Fékk mér Pixar frá Lexar. Hann byggist á Frameo. Held þú ættir alltaf að horfa á Frameo stuðning í þessu, það leyfir marga notendur og er ekki Cloud tengd nema þá fyrir backup.

Ástæða hvers vegna ég valdi Pixar er af því hann hefur minni fyrir myndir og eru þær því local. Hefur líka möguleika á að vera með USB lykill fyrir myndir.

Flestir þessir rammar eru svo með Android based stýrikerfi

Re: Hvaða stafræna myndaramma?

Sent: Þri 25. Nóv 2025 11:07
af audiophile
Denver rammarnir eru með Frameo. Foreldrarnir eru með þannig og líkar vel við.