hreinsa viftur

Skjámynd

Höfundur
zaiLex
FanBoy
Póstar: 719
Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
Reputation: 11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

hreinsa viftur

Pósturaf zaiLex » Mið 06. Ágú 2008 14:02

Er núna búinn að eiga fartölvuna mína í eitt ár. Er ekki málið að hreinsa vifturnar á árs fresti? Ég gerði það allavegana alltaf með gömlu fartölvuna mína og hún virkaði betur fyrir vikið. En það var ASUS tölva og núna er ég með HP. Hvað getið þið sagt mér um þetta mál?


Lyklaborð: Red Scarf III 96 key með GMK keycaps og Zealios 65g switchum með Zilencios.
Mús: G Pro Wireless Superlight með Corepad gripi, Tiger mouse feet, TTC Gold Mouse Wheel Encoder og Huano Transparent Blue Shell Pink Dot Switchum.
Músarmotta: Zowie P-SR

Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1998
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 270
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: hreinsa viftur

Pósturaf einarhr » Mið 06. Ágú 2008 15:16

Sæll

Jú það er gott ráð að hreinsa tölvur af ryki reglulega. Þær safna ryki og minkar það kælingu á örgjörva og eykur hitamyndun inni í vélinni sem getur orsakað bilanir í vélbúnaði. Það er mismunandi erfitt að komast að kæliviftum í fartölvum, sumar eru með hlíf yfir viftum undir vélinni sem auðvelt er að opna en aðrar þarf að taka í sundur til að komast að þeim. Það getur dugað að blása úr viftum með þrýstilofti á brúsa án þess að opna vélina en þá er mikilvægt að láta ekki viftuna snúast á fullu þegar það er gert því það getur skemmt leguna í viftunni.

Best er að láta þjónustuaðila vélarinnar gera þetta svo þú lendir ekki í vandræðum með ábyrgðina, Opin Kerfi er þjónustuaðili HP Compaq á Íslandi.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |