Android 2.3 (Gingerbread)


Höfundur
inGiibje
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Sun 26. Des 2010 15:42
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Android 2.3 (Gingerbread)

Pósturaf inGiibje » Þri 28. Des 2010 16:12

núna er ný uppfærsla af android kominn út http://www.android.com/

ég var að spá ætti þessi uppfærsla ekki að passa í alla síma sem eru með android ??

ég er með 2009 síma af andoid (samsung galaxy spica)
og einhver gæi í vodafone sagði mér að það væri ekki víst að uppfærslan mundi koma út fyrir þennan síma ?'

er þetta bara eitthvað rugl eða kemur út sér uppfærsla fyrir hverja tegund, eins og hann sagði??



Skjámynd

bAZik
Tölvutryllir
Póstar: 691
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 20:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Android 2.3 (Gingerbread)

Pósturaf bAZik » Þri 28. Des 2010 16:17

Símaframleiðendur eru með sér skins fyrir android, samsung er með touchwiz. Þú þarft bara að bíða eftir að samsung uppfærði touchwiz og gefi það út.

Google gefur út stock/vanilla android. Nexus One og Nexus S er á stock android og fá þess vegna uppfærslurnar strax. Aðrir þurfa að bíða eftir uppfærslum frá símaframleiðendurm.



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Android 2.3 (Gingerbread)

Pósturaf intenz » Þri 28. Des 2010 16:19

Nexus One hérna og ekki enn kominn með OTA :(

En já, þeir sem eiga HTC síma þurfa að bíða eftir sérsniðinni Android útgáfu frá HTC, þeir sem eiga Samsung þurfa að bíða eftir sérsniðinni Android útgáfu frá Samsung, o.s.frv. En þeir sem eiga Nexus One og Nexus S fá þetta beint í æð frá Google, þar sem þetta eru jú "Google símarnir" og bara með vanilla/stock útgáfu af Android.

Í einföldu máli: Framleiðendurnir (HTC, Samsung, o.s.frv.) fá vanilla útgáfu af Android frá Google, breyta henni og gefa svo út til notenda sinna. Eins og Breytingin felst t.d. í Sense hjá HTC, Touchwiz hjá Samsung, o.s.frv.

Þetta er í raun bara spurningin um hvort fyrirtækið (HTC/Samsung, o.s.frv.) gefi út sérsniðna útgáfu af Android fyrir tækið og hvort vélbúnaðurinn ráði við kerfið.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


sverrirf
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mið 29. Des 2010 08:37
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Android 2.3 (Gingerbread)

Pósturaf sverrirf » Mið 29. Des 2010 09:54

Til að svara spurningunni beint þá er ég 99% viss um að þú fáir ekki fleiri uppfærslur fyrir símann þinn.

Samsing kom með þennan fína síma (samsung galaxy spica) með ágætis hardware en lokaði svo eiginlega strax á uppfærslur fyrir hann og gaf út í Samsung Galaxy S.

Vandamálið eru þessi "skin" sem framleiðendur og jafnvel símafyrirtæki setja ofaná Android kerfið. Ég valdi mér Nexus one sérstaklega til að lenda ekki í þessu. Fólk er líka að lenda í þessu með LG símana sem er verið að selja á fullu eins og Lg optimus (LG540) sem er bara kominn upp á 2.1. Flestir eru það "ódýrir" að þeir fá mögulega bara eina uppfærslu, sem er bara fúllt.

Bróðir minn á svona Galaxy Spica eins og þú og það sem við gerðum var að roota hann og skella inn Samdroid og eftir það hefur hann getað sett inn hin og þessi Rom þar á meðal Froyo og hann er miklu ánægðari með hann eftir það.
En þetta er ekki fyrir hvern sem er að gera þetta þar sem það eru alveg líkur á að þetta skemmi símann.




iddet
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mið 29. Des 2010 16:54
Reputation: 0
Staðsetning: Frankfurt, Germany
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Android 2.3 (Gingerbread)

Pósturaf iddet » Mið 29. Des 2010 17:12

intenz.. þú getur búist við OTA update snemma á nýju ári :-)



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Android 2.3 (Gingerbread)

Pósturaf intenz » Mið 29. Des 2010 20:32

iddet skrifaði:intenz.. þú getur búist við OTA update snemma á nýju ári :-)

Vííí! :megasmile


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


wicket
FanBoy
Póstar: 766
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Android 2.3 (Gingerbread)

Pósturaf wicket » Mið 29. Des 2010 23:05

Jú fræðilega séð myndi Android 2.3 keyra á öllum Android símum í dag.

Þetta er samt ekki svo einfalt. Eins og menn hafa bent á að þá þarf framleiðandi tækisins að græja útgáfu af Android fyrir hvert handtæki sem þeir hafa á markað. Sum handtæki eru auðvitað komin á end-of-life og því stuðningi hætt við þau. HTC þarf að uppfæra Sense viðbótina hjá sér, Samsung TouchWiz og SonyEricsson sitt og allt það og svo eru mismunandi ARM arkítektúr á milli handtækja sem þarf að stilla til og auðvitað prófa til andskotans.

Gingerbread kemur ekki á Spica, þarft ekki að hugsa út í það einu sinni. Hann er ekki opinberlega komin með 2.2 nema í gegnum Custom ROM. Ég er sjálfur með Samsung Galaxy S og ég spái ekkert í því hvað Samsung menn eru að henda út. Set bara upp Custom ROM sem er með stock Android og vil hafa það þannig, konan er með HTC Hero og sama uppi á teningnum þar. Froyo er ekki kominn á Hero frá HTC en ég henti upp Custom ROM og málið dautt, síminn keyrir meira að segja Angry Birds hjá henni sem ætti ekki að virka undir venjulegum kringumstæðum.

Spica eigandi ætti því að skella sér á Samdroid eða XDA og fara Custom Rom leiðina, eina vitið.




benson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Þri 30. Des 2008 21:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Android 2.3 (Gingerbread)

Pósturaf benson » Mán 31. Jan 2011 22:57

Djöfull er pirrandi að vera ekki enn kominn með þetta á Nexus One. Hvað tefur?!




addifreysi
Ofur-Nörd
Póstar: 223
Skráði sig: Lau 03. Maí 2008 07:54
Reputation: 0
Staðsetning: You be trippin
Staða: Ótengdur

Re: Android 2.3 (Gingerbread)

Pósturaf addifreysi » Mán 31. Jan 2011 23:08

benson skrifaði:Djöfull er pirrandi að vera ekki enn kominn með þetta á Nexus One. Hvað tefur?!

Sammála!, maður bíður spenntur!


AMD Phenom II X6 1090T - Corsair H50 - Gigabyte 890FXA-UD5- Nvidia Geforce GTX260 - 2x2 GB Mushkin 1600MHz DDR3 - 750W SilverStone PSU - 2x 500GB Western Digital + 320 GB Western Digital + 1,5 Tb Western Digital Green - BenQ 24" LED 1920x1080 - Acer V223W 22" 1680x1050

Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Android 2.3 (Gingerbread)

Pósturaf intenz » Mán 31. Jan 2011 23:18

benson skrifaði:Djöfull er pirrandi að vera ekki enn kominn með þetta á Nexus One. Hvað tefur?!

Ekkert smá pirrandi! Þeir eru samt ekki byrjaðir að senda út OTA en skv. Android Central verður það "any day soon".

Annars var ég bara að fá 2.2.2 um daginn FRG83G þannig ég er ekki vongóður að þetta verði á næstunni.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


benson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Þri 30. Des 2008 21:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Android 2.3 (Gingerbread)

Pósturaf benson » Þri 01. Feb 2011 00:13

intenz skrifaði:
benson skrifaði:Djöfull er pirrandi að vera ekki enn kominn með þetta á Nexus One. Hvað tefur?!

Ekkert smá pirrandi! Þeir eru samt ekki byrjaðir að senda út OTA en skv. Android Central verður það "any day soon".

Annars var ég bara að fá 2.2.2 um daginn FRG83G þannig ég er ekki vongóður að þetta verði á næstunni.


Any day soon segir mér nákvæmlega ekki neitt. Þeir gætu alveg eins sagt að þetta kæmi ekki. Og já 2.2.2 FRG83G hérna líka kom með OTA update'i um daginn. Fann engan mun og hef ekki nennt að tékka hvaða breytingar voru gerðar. Líklega eitthvað security?



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Android 2.3 (Gingerbread)

Pósturaf intenz » Þri 01. Feb 2011 00:20

benson skrifaði:
intenz skrifaði:
benson skrifaði:Djöfull er pirrandi að vera ekki enn kominn með þetta á Nexus One. Hvað tefur?!

Ekkert smá pirrandi! Þeir eru samt ekki byrjaðir að senda út OTA en skv. Android Central verður það "any day soon".

Annars var ég bara að fá 2.2.2 um daginn FRG83G þannig ég er ekki vongóður að þetta verði á næstunni.


Any day soon segir mér nákvæmlega ekki neitt. Þeir gætu alveg eins sagt að þetta kæmi ekki. Og já 2.2.2 FRG83G hérna líka kom með OTA update'i um daginn. Fann engan mun og hef ekki nennt að tékka hvaða breytingar voru gerðar. Líklega eitthvað security?

Já eitthvað svoleiðis, þú sérð að þetta er step-up frá 2.2.1 þannig þetta er bara eitthvað smávægilegt.

"Any day soon" segir mér heldur ekki neitt. Svo erum við á Íslandi lengur að fá OTA heldur en USA t.d. Eitthvað með carrier að gera, veit ekki.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64